Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 49
AÐALFUNDUR ÖRYRKJA- BANDALAGS ÍSLANDS Hinn 6. nóv. 1999 var haldinn þrítugasti og sjöundi aðal- fundur Öryrkjabandalags- ins. Hófst hann kl. 9.30 árdegis og var í Borgartúni 6. Formaður banda- lagsins Haukur Þórðarson setti fundinn með stuttu ávarpi og bauð menn velkomna. Fundinn munu hafa sótt 64 full- trúar og 13 starfsmenn og gestir. Fundarstjórar voru kjörnir Þórir Þorvarðarson og Sigríður Kristins- dóttir, en fundarritarar voru þau Helgi Hróðmarsson og Kristín Jóns- dóttir. Eins og á síðasta aðalfundi höfðu skýrslur verið sendar tíman- lega út til allra fulltrúa þ.e. skýrsla formanns, framkvæmdastjóra, skýrsla fulltrúa um samstarfsverk- efni og erlend samskipti, skýrsla lögfræðiþjónustu ÖBÍ, skýrsla Hringsjár- starfsþjálfunar fatlaðra, skýrsla Hússjóðs og skýrsla Vinnustaða ÖBÍ. Sömuleiðis yfirlit frá nefndum: atvinnumálanefnd, félagsmálanefnd, kjaramálanefnd og menntamálanefnd svo og sam- stæðureikningar. Haukur Þórðarson formaður ÖBÍ kom í skýrslu sinni inn á tvo merkisdaga í desember á liðnu ári: Dag fatlaðra 3. des. og 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar S.Þ. 10. des. Hann gat um sam- stöðuhátíð í Reykjanesbæ, áform um alþjóðlega ráðstefnu á íslandi, sam- ráð ÖBÍ við Félag eldri borgara í Reykjavík og Landsamband eldri borgara. Og heimsókn Johan Weseman. Þá minnti hann á úthlutun úr Sjóði Odds Ólafssonar, breytingar á bifreiðakaupastyrkjum til hreyfi- hamlaðra, breyttar reglur um örorku- mat og úrskurðarnefnd um almanna- tryggingar. Allt eru þetta mál áður kynnt hér. Hann lagði út af þrem atriðum í máli sínu: Tekjulind banda- lagsins af lottófé sem gjörði banda- laginu ijárhagslega kleift að heyja baráttu sína. Yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem um ríkti nú mikil óvissa en yrði eitt meginmál næsta starfsárs og að síðustu und- irstrikaði Haukur nauðsyn þess að bandalagið rækti vel hin erlendu sam- skipti svo þýðingarmikil sem þau væru. Lokaorð Hauks voru: “Við sem búum á eylandi langt frá öðrum löndum verðum að halda uppi sam- skiptunum við aðrar þjóðir eða hverfa ella inn í gráma einangrunar- innar.” í skýrslu Helga Seljan fram- kvæmdastjóra var minnt á hina miklu einstaklingsfyrirgreiðslu er bandalag- ið veitti. Hann rakti samskipti við Alþingi og stjórnvöld, yfirfærslu málefna fatlaðra, fréttabréfið og útbreiðslu þess sem gagnsemi, sagði frá úthlutun Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og nýmælum ársins s.s. djáknaþjónustu og sumarbústaða- málum. Iskýrslu Helga Hróðmarssonar full- trúa minnti hann á reiðnámskeiðin (nú yfir veturinn einnig), útilífs- skólann og samstarf við ITR vegna fatlaðra ungmenna. Hann minnti á handbók um ferlimál, nefnd um félagsmál þar sem hann átti sæti f.h. ÖBÍ, hjálpartækjasýningu á næsta ári og fræðslu til verðandi djákna s.s. undanfarin ár. Fleira var í skýrslu hans. Helgi var einnig með hinar fróðlegustu upplýsingar um þátttöku ÖBI í erlendu samstarfi sem er einkar mikil. Svo aðeins sé að skammstöf- unum vikið þá eru þetta: HNR, RI, NFR, NSH, NHPR, MI, EDF og HKIN en alls staðar þar á vettvangi eru fulltrúar frá ÖBÍ. Svo er bara að ráða í skammstaf- anirnar miðað við þann mikla fróð- leik hér um sem Helgi hefur áður miðlað lesendum. I skýrslu Jóhann- esar Alberts Sævarssonar lögfræð- ings kom fram að milli aðalfúnda hefðu 285 komið í viðtöl hjá lög- fræðiþjónustunni auk símtala. Jóhannes Albert minnti á mál hjá umboðsmanni Alþingis vegna lækk- unar mats úr 75% í 65% hjá ungri konu vegna náms hennar en úr- skurður umboðsmanns gekk konunni í vil. Jóhannes Albert fagnaði einnig hinni nýju úrskurðarnefnd almanna- trygginga. Fjölbreytni mála hjá lögfræðiþjónustunni er afar mikil. í skýrslu Guðrúnar Hannesdóttur fyrir Hringsjá- starfsþjálfun fatlaðra var minnt á þjónustusamningana við félagsmálaráðuneyti og Trygginga- stofnun ríkisins. Við nám eru nú 76 nemendur, FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.