Spássían - 2012, Side 16
16
SIGURBJÖRG starfaði á Morgun-
blaðinu þegar hún gaf út fyrstu bók
sína og hún segist lengi hafa skýlt
sér bak við starfsheitið blaðamaður.
Einhvern veginn fannst henni of mikið
að kalla sig rithöfund. „Ég sagði
á tímabili að ég væri ekki nema
höfundur þeirra bóka sem ég hefði
gefið út, og að það væri alls ekki
þar með sagt að ég ætlaði að vera
rithöfundur alla ævi. Ég var lengi
með þennan fyrirvara, og held að
nánast til þessa dags hafi ég aldrei
sagt sjálf að ég væri rithöfundur
– bara jánkað því ef aðrir hafa spurt.
Síðasta ár, sem ég eyddi við ritstörf
í Þýskalandi, var hálfgerð tilraun og
reyndist frábær reynsla. Það eru
forréttindi að geta einbeitt sér að
þessu eingöngu, ekki síst ef maður
þarf að dýfa sér ofan í eitthvað sem
er aðeins meira umfangs en eitt ljóð
í einu.“
MEGUM VERA
STOLT AF ÞESSU KERFI
Listamannalaun eru ein leið til að
gefa höfundum færi á að helga sig
ritstörfum en þau sæta reglulega
gagnrýni sem Sigurbjörg lýsir sem
árlegum öldugangi. Hann gangi
svo yfir en málið sé aldrei rætt
almennilega. „Ef menn eru ekki
sammála því að hér eigi að vera
kerfi sem úthluti listamönnum launum
þá ættu þeir að fara vandlega
yfir kostina og gallana og leggja
til hvað skuli frekar gera, en ekki
hrópa reglulega upp að þetta sé nú
allt of mikið og þessi eða hinn eigi
ekki að fá. Þó er þessum gusugangi
alltaf svarað af yfirveguðu fólki,
oft mjög vel, en þá tekur þögnin
aftur við og endist til næsta árs.
Eftir efnahagshrunið fannst mér
raunar margir pólitíkusar sem
stýrðu menningarmálum sýna mikið
hugrekki með því að halda sínu striki
í þessum efnum og draga ekkert í
land. Samfélagið hér má líka að
mínu viti vera stolt af þessu kerfi, það
er alls ekki sjálfgefið og er ekki alls
staðar til. “
Hún bendir þó á að listamannalaun
séu ekki forsenda þess að fólk skrifi.
„Nauðsynin rekur fólk áfram við
að finna sér tíma; vinna á nóttunni
og við furðulegar aðstæður ef
þarf. Stuðningur, til dæmis við unga
höfunda, getur líka verið með ýmsum
hætti. Til dæmis það að einhver vilji
fá mann til að lesa upp, eða að forlag
sýni verkunum áhuga, er hvatning.
Bara það að bókmenntatímarit vilji
birta eitthvað eftir mann þegar
maður er nýr, getur næstum því, eftir
á að hyggja, verið það besta. Sjálfri
fannst mér líka Rithöfundasambandið
taka mér mjög vel, þegar ég var að
byrja. Það sendir til dæmis unga
höfunda til Svíþjóðar einu sinni á ári, í
höfundasmiðju fyrir unga höfunda frá
Norðurlöndum – það fer ekki mikið
fyrir þessu en þetta er mikilvægur
stuðningur. Og ég tala nú ekki um
að hafa aðgang að Gunnarshúsi og
því frábæra fólki sem þar er. Menn
eru ekkert endilega að tala þar um
bókmenntatexta alla daga, heldur
skapast þar samvitund og vinátta
meðal rithöfunda - þó margir haldi
að við séum alltaf í keppni. Það
er eiginlega ótrúlegt að sitja allt í
einu á móti Pétri Gunnarssyni eða
Vigdísi Grímsdóttur eða öðru því
fólki sem maður man eftir sem krakki
og fannst vera aðalfólkið. Burtséð
frá peningum og tíma er allt svona
mikilvægt þegar fólk er að fara af
stað.“
HÖFUÐVERKUR
AÐ RAÐA SAMAN
Eftir að hafa gefið út ljóðabækurnar
Blálogaland, Hnattflug og
Túlípanafallhlífar og skáldsöguna
Sólar sögu skrifaði Sigurbjörg
Blysfarir sem skilgreind var sem
„ljóðsaga“ og er eins konar ljóða-
bálkur með söguþræði. Í kjölfarið
kom annar ljóðabálkur, Brúður sem
einnig er freistandi að reyna að
púsla saman og lesa sem sögu eða
nokkrar tengdar sögur. Það kom þó
blaðamanni Spássíunnar töluvert á
óvart að sjá Blysfarir í skáldsagnahillu
á bókasafni fyrir skömmu. Í kjölfarið
vaknaði sú spurning hvort það geti
verið erfitt að skrifa svona á mörkum
hefðbundinna flokka – og hvort fólk
vilji í raun helst fá skáldsögur. „Það
er nú einmitt málið, maður veit ekkert
hvað fólk vill. Þegar ég gaf fyrst út
ljóðabækurnar mínar var fólk alltaf
að spyrja hvenær ég ætlaði að
gefa út „bók“. Þetta móðgaði mig
mjög mikið. Eins og ljóðabækurnar
væru ekki bækur. En svo þegar ég
segist núna vera að klára skáldsögu
og held að það verði þá einhver
fögnuður, segir fólk: „Nú já og
hvenær ætlarðu að koma með
nýja ljóðabók?“ Það má ekki taka
svona samtöl of alvarlega. Maður
gerir þetta sjálfur, hittir einhvern
kvikmyndagerðarmann úti í búð og
spyr: „Já ertu ekki alltaf að gera
myndir?“ - bara til að segja eitthvað.
Hann fer þá kannski alveg í kerfi
ef hann er að gera sjónvarpsþætti
og heldur að allir séu að bíða eftir
kvikmynd. Maður á ekkert endilega
að taka slík orð heim.“
Sigurbjörg neitar því þó ekki að
það sé mikil hefð fyrir skáldsögum,
stemning sé í kringum þær og meira
þurfi oft að hafa fyrir því að koma
annars konar bókum á framfæri.
„Ég held reyndar að ég hafi skrifað
Sólar sögu til að sýna fram á að ég
gæti ekki skrifað skáldsögu, það
væri ekki fyrir mig. En það snerist
smá í höndunum á mér vegna þess
að hún fékk Tómasarverðlaunin. Ég
sendi hana nafnlaust inn og hugsaði
með mér að ef hún myndi falla um
sjálfa sig í þessari keppni, þá væri
það bara fínt. En svo vann hún og
var þar með gefin út – auðvitað var
það gaman og líkast til draumurinn
öðrum þræði. En ég var svolítið hissa
á að henni væri tekið sem alvöru
skáldsögu. Af því að ég kunni ekki
að skrifa skáldsögu. Ég skrifaði hana
alla í bútum og svo var endalaust
vesen að raða henni í þá krónólógísku
röð sem ég var með í kollinum. Þetta
var fjárans höfuðverkur. Það er helst
að ég nái að skrifa smásögu í réttri
röð, frá upphafi til enda, annars
eru þetta alltaf einhver svona
furðuverk. En auðvitað hefur hver
sína leið. Það getur vel verið að
enginn skrifi verkin sín frá upphafi
til enda þegar allt kemur til alls. Svo
er annað, að í mörgum tilvikum ráða
aðstæður fólks hreinlega því hvað
það getur skrifað. Eitt sinn var talað
um að konur vantaði þetta fræga
sérherbergi, þær væru alltaf að
elda matinn og gætu ekki skrifað
nema fjórar línur í einu. En ég þekki
núna til dæmis tvo karlhöfunda með
lítil börn og þeir hafa báðir sagt mér
að þeir lagi verkefni sín um þessar
mundir að aðstæðum heimilisins. Þeir
eru þá ekki að skrifa skáldsögur, eins
Þegar ég gaf fyrst út ljóðabækurnar mínar var
fólk alltaf að spyrja hvenær ég ætlaði að gefa
út „bók“. Þetta móðgaði mig mjög mikið. Eins
og ljóðabækurnar væru ekki bækur.
17
og þeir hafa annars verið að gera,
heldur eru þeir með annars konar
verkefni sem hægt er að hlaupa
í. Svona er þetta, hver hefur sína
rútínu og sinn drifkraft, og það er
líka persónubundið hvað maður þarf
mikla þögn og einbeitingu. Sjálf þarf
ég stundum að fara upp í sveit og
loka mig algjörlega af, en sumt get
ég hins vegar vel unnið fyrir framan
sjónvarpið.“
Skapi næst
Misjafnt
hversu ört
en í bráðagleði
er mér tamast
að svipta af mér spjörum
sniðganga húsið mitt
og hlaupa upp um hálsinn
á jöklinum.
(Blálogaland, 10)
FAÐMLÖG OG LÍKAMAR
Fyrsta ljóðabók Sigurbjargar,
Blálogaland, hefst á faðmlagi við
jökul og hún segist ekki geta neitað
því að sumir textarnir hennar séu
líkamlegir. „Einhvern tíma þegar
ég átti að lýsa bókunum mínum, og
fannst þær svo ólíkar að það væri
enginn vegur, þá held ég að ég hafi
sagt eitthvað á þá leið að fyrsta
bókin hafi einmitt verið faðmlag við
landið, Hnattfl ug faðmi allan heiminn,
Túlípanafallhlífar faðmi skrokkinn og
Sólar saga faðmi borgina. Og ef
til vill fjalla þá Blysfarir um það að
faðma einhvern annan. Sagan sem
ég var að klára núna, Stekk, fjallar
hins vegar um það hvort maður geti
losnað við það að vera í líkamanum.
Hvort maður geti kúplað hann frá.
Þannig að kannski er ég beinlínis
með líkamleikann á heilanum, já! En
svo er hægt að ofnota líkamann og
ofgera fókusnum á hann; það er til
heill kvikmyndaiðnaður sem byggir á
því að gera eingöngu út á líkamleika,
og þar er voða lítið annað að baki.
Ég er hins vegar meira að fjalla um
hvernig maður upplifi r lífi ð í gegnum
líkamann. Við búum í líkamanum,
hann er allt sem við erum. Það er
erfi tt að skilja hann frá. En kannski
er rökrétt að spá í það hvað gerist
ef líkaminn er ekki með, ef hann er
meiddur eða tilfi nningalaus. Stekk
fjallar um konu sem hefur þessa
skrítnu hugmynd um að líkaminn sé
gagnslaus og ákveður að setja hann
í straff. Af ýmsum sökum er hún búin
að fá sig fullsadda af þessum skrokki
sem hefur ekki hjálpað til við neitt, en
hún er meðvituð um það að líkaminn
er hluti af henni. Hún vill refsa sjálfri
sér með því að klippa á tengsl sín
við líkamann, hún hafnar honum
meðvitað og af eigin hvötum; það
er hin fullkomna sjálfsstjórn, stjórn
á eigin örlögum, að hennar viti. Svo
getur maður haft sínar skoðanir á því
hvort það sé skynsamlegt eða hvort
yfi rleitt sé hægt að stjórna örlögum
sínum.“
Verk Sigurbjargar einkennast
mörg af þessum pælingum um tengsl
okkar við líkamann en ekki síður um
tengsl líkamans við umhverfi ð og
aðra. Sólar saga fjallar um konu sem
verður fyrir ofbeldi og hvort eða
hvernig hægt sé að komast yfi r það,
í Blysförum er eyðandi sambandi við
fíkil lýst en í Brúður hafa undarleg
viðmið samfélagsins sín áhrif á
sambönd fólks. Það er að minnsta
kosti ein leiðin til að lesa Brúður,
samsinnir Sigurbjörg; sem ádeilu
á yfi rborðskennt umstangið sem
fylgir gjarnan brúðkaupum. „Ég veit
samt um fólk sem hefur gefi ð hana
í brúðargjafi r. Mér fi nnst það alveg
magnað og svolítið klárt. Þeir þekkja
væntanlega sitt fólk og hvað má. Og
í bókinni eru líka vissulega rómantísk
móment inn á milli, þótt það sé ekki
endilega alltaf kossinn í lokin. Ég er
heldur alls ekki að setja neitt út á
það að fólk játi hvort öðru ást sína,
þvert á móti, en sirkusinn verður oft
svo mikill að það er næstum eins
og inntakið, þetta fallega, drukkni.
Ég hef alltaf fyrirvara gagnvart
því þegar öllu er tjaldað til, það
er dálítið spes. Því svo þarf líka
að huga að hversdagsmatnum á
mánudegi, þá er ekki lengur öll þessi
hátíðarstemning og hvað, vantar þá
alla blossandi ástina, hamingjuna
og innlifunina? Ekkert endilega
Ef menn eru ekki sammála því að hér eigi
að vera kerfi sem úthluti listamönnum
launum þá ættu þeir að fara vandlega yfi r
kostina og gallana og leggja til hvað skuli
frekar gera, en ekki hrópa reglulega upp
að þetta sé nú allt of mikið og þessi eða
hinn eigi ekki að fá.