Spássían - 2012, Qupperneq 18
18
– kannski er kjarninn einmitt þar,
í mánudeginum. En auðvitað er
ég fylgjandi því að fólk geri það
sem það langar til á hverri stund,
í guðanna bænum; fólk má alveg
vera Tom Cruise sem hoppar upp
og niður á sófanum hjá frú Winfrey
og hrópar: „Ég hef aldrei verið jafn
ástfanginn á ævi minni“. Hann mátti
það alveg, því að kannski leið honum
þannig. En nú er hann samt skilinn.“
GÆTI EKKI SKRIFAÐ
LJÓÐ ALLA ÆVI
Sigurbjörg hefur ekki aðeins
skrifað ljóð, ljóðsögur, smásögur
og skáldsögur, heldur líka einleiki
fyrir leikhús, einþáttunga og
leikgerð Gunnlaðar sögu eftir Svövu
Jakobsdóttur. „Ég held að ég myndi
fara yfir um ef ég væri bara að
skrifa ljóð alla ævi. Maður getur
hæglega lokast inni í eigin turni eða
setustofu. Svo spretta ljóð oft upp
úr aðstæðum sem maður kemur sér í
og þá þýðir ekki að vera alltaf inni
hjá sér. Það er líka gaman stundum
þegar óvæntar beiðnir ráða því sem
maður gerir. Til dæmis eins og þegar
hringt var í mig þegar ég var stödd
í útlöndum og ég beðin að gera
leikgerð upp úr Gunnlaðar sögu. Ég
varð hissa og spurði: „Hvernig vissuð
þið að þetta væri uppáhaldsbókin
mín?“ Þá var svarað: „Við vissum
það reyndar ekki.“ En þar með var
ég búin að svara. Ég gat ekki sleppt
þessu. Annars finnst mér stundum
líka skemmtilegt ef maður leyfir sér
að blanda saman formum. Ég hef
dundað mér við að skrifa leiktexta
sem er ekki hægt að setja á svið,
það eru eiginlega bókmenntatextar
– því mér finnst sjálfri gaman að
lesa svoleiðis. Þorvaldur Þorsteinsson
gaf út svona óleikanleg leikrit, í
bókinni Engill meðal áhorfenda, og
þau eru alveg frábær. Einu sinni
prófaði ég meira að segja að
skrifa glæpasögu en datt ekkert
betra í hug en að skrifa um dauða
ljóðsins. Heilt rannsóknarteymi var
mætt inn á gólf á fyrstu síðunni því
að Ljóðið hafði fundist dautt. Sem
betur fer fékk nú enginn að sjá þá
sögu, þetta var mjög furðulegt – og
lítið um blóðsúthellingar. Ég held hins
vegar að maður eigi almennt ekki að
hengja sig í það hvað hlutirnir heita,
heldur hafa trú á því að verk sem vill
rata eitthvert rati þangað. Mér finnst
reyndar skemmtilegt ef þeir eru í
vandræðum með að flokka Blysfarir
á bókasafninu, eins og þú nefndir
áðan. Vissulega er þetta saga og
sumum finnst þetta kannski ekki vera
ljóð, ég stend samt alveg við að hún
sé hugsuð sem ljóð en ekki prósi. Ég
man að það velktist einmitt pínulítið
fyrir þeim á forlaginu í hvaða flokki
hún ætti að vera í Bókatíðindum, og
þetta var líka vesen í Þýskalandi,
þar enduðu þeir á því að hafa
undirtitilinn „Ástarsaga“. En þetta
leysir sig sjálft á endanum. Ef þú vilt
lesa bókina þá lestu bara bókina.“
EKKI AÐ BÚA TIL SUDOKU
Við lestur á Blysförum vaknar sú
tilfinning að undir liggi einhvers
konar söguþráður, en lesandinn þurfi
hins vegar að púsla honum saman.
Sigurbjörg segir að efnið hafi þar
alveg ráðið ferðinni. „Efnið vildi
vera svona, með söguþræði sem
ekki er að öllu leyti í réttri tímaröð.
Og þá segir maður bara allt í fína
og lætur það vera svoleiðis. Ég var
ekki meðvitað að búa til sudoku eða
krossgátu. Reyndar fékk ég eitt sinn
þá hugmynd að gera stærri sögu,
sem lesandinn ætti bókstaflega að
raða saman upp á eigin spýtur,
eða þangað til ég uppgötvaði úti
í Póllandi að það hafði auðvitað
þegar verið gert. Skáldsagan The
Unfortunates eftir B. S. Johnson var
þar nýkomin út í pólskri þýðingu
og hún er einmitt svona, hún er seld
í kassa þar sem finna má 27 lausa
kafla sem maður ræður í hvaða röð
maður les, að frátöldum inngangi
og niðurlagi. Svo man ég að ýmsar
svipaðar hugmyndir voru uppi um
hýpertexta fyrir sirka 15 árum,
þegar internetið var ný bóla. Þær
gengu út á að hægt væri að smella
á orð í textanum og fara þannig í
aðra átt með söguþráðinn. Þetta
átti að hafa voða mikil áhrif á eðli
bóka, en kallar náttúrlega á að búið
sé að skrifa framhaldið, eða réttara
sagt öll framhöldin, sem verður mikið
maus. Og hýpertextinn tók ekki yfir
bókmenntaheiminn. En þetta eru
áhugaverðar tilraunir og alla daga
velur fólk í raun sínar eigin leiðir
til að lesa. Margir byrja að fletta
Mogganum aftast og sumir lesa
alltaf endinn fyrst í glæpasögum.“
Sigurbjörg segir það hálfgerða
tilviljun, fremur en meðvitaða
ákvörðun, að Brúður hafi raðast
niður á svipaðan hátt og Blysfarir.
„Brúður er aðeins öðruvísi, þar er
ekki bein framvinda, en það er sama
þema í öllum ljóðunum. Þau fjalla öll
um konur sem eru að gifta sig, að
fara að gifta sig eða rétt búnar að
gifta sig. Þetta er ekki alltaf sama
brúðurin en ljóðin hanga vissulega
saman sem bálkur.“
Skáldsöguna Stekk skrifaði
Sigurbjörg að sumu leyti með
svipaðri aðferð. „Þó er hún það mikið
njörvuð niður í tíma að kaflarnir eru
dagsettir og framvindan er skýr.
Mér fannst það gott haldreipi. En ég
skrifaði hana samt út og suður, og
var svo lengi að púsla öllu saman.“
AÐ HREYFA SIG
INNI Í TUNGUMÁLI
Blysfarir var tilnefnd til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
og kom auk þess út á þýsku í fyrra,
en Sigurbjörg segir erfitt að meta
viðtökurnar þar í landi, sérstaklega
vegna alls umstangsins í kringum
Einu sinni prófaði ég meira að
segja að skrifa glæpasögu en
datt ekkert betra í hug en að
skrifa um dauða ljóðsins. Heilt
rannsóknarteymi var mætt
inn á gólf á fyrstu síðunni því
að Ljóðið hafði fundist dautt.
Sem betur fer fékk nú enginn
að sjá þá sögu, þetta var
mjög furðulegt – og lítið um
blóðsúthellingar.