Spássían - 2012, Blaðsíða 23
22
ÍSLENSK skáldverk sem kalla má
hinsegin bókmenntir eru sundurleitur
og illa afmarkaður hópur.1 Á síðustu
árum hefur umfj öllunarefnið orðið æ
algengara en fátt er aft ur á móti vitað
um hinsegin bókmenntir á íslensku
fyrir 1970. Það þýðir þó ekki að þær
séu ekki til. Ástæðurnar fyrir þögninni
sem ríkir um þær eru margar;
umræðuefnið var tabú, erfi tt var að fá
gefnar út bækur um efnið og höfundar
þurft u því ýmist að gefa út bækur
undir dulnefni,2 fela viðfangsefnið
milli línanna – eða hreinlega sleppa
því að skrifa um það. Ef þeir skrifuðu
of opinskátt um samkynja ástir og þrár
áttu þeir á hættu að vera fordæmdir
eða, sem var jafnvel líklegra, þaggaðir.
Allt veldur þetta því að telja má líklegt
að í íslenskum bókahillum og kössum
leynist bækur sem hingað til hafa ekki
verið taldar hinsegin en eru það samt.
Eitt umhugsunarefnið varðandi
leitina að hinsegin bókmenntum
tengist þeim mun sem er á
samkynhneigð í nútímaskilningi og
þeim hugmyndum sem fólk hafði um
kynlíf og ástir fólks af sama kyni fyrr á
öldum og fram á 20. öld. Eldri textar,
sem nútímalesanda fi nnst augljóst
að fj alla um samkynja ástir, þurfa
ekki að hafa verið skrifaðir með slíkt
í huga. Við getum því staðið frammi
fyrir því að hafa bók í höndunum sem
augljóslega fj allar um samkynja ástir í
nútímaskilningi en gerir það kannski
ekki ef litið er til ritunartímans og
þeirrar bókmenntahefðar sem textinn
er skrifaður inn í. Hér verður fj allað
um eina slíka skáldsögu.
UNDRAELDUR
„Viltu þá yfi rgefa mig?“ spurði
hann með dýpri tilfi nningu en
Kjartan hafði grunað, að hann
ætti. „Nei, mig langar líka til að
vera með þjer, því jeg elska þig,
bróðir, meir en nokkurn annan í
heiminum […].“ Þá greip Ísvaldur
í sárri hugaræsingu utan um
Kjartan, og þeir fj ellust í faðma,
og Kjartan grjet heitum tárum,
sem hrundu niður á brjóst Ísvaldi,
og hann hjelt honum föstu taki
og þrýsti löngum og heitum
kossi á varir hans. En þá sleit
Ísvaldur sig lausan og stóð eins og
agndofa. Hann var eins og sá, sem
algjörlega er frá sjer numinn, og
yfi r andlit hans brá fagnaðarljóma,
og óvenjulegur roði kom á vanga
hans. Hann tók báðum höndum
um brjóst sjer og kallaði upp yfi r
sig: „Hvað er þetta! Hvað er þetta!
Það er eins og sjóðheitur straumur
læsi sig um mig allan! Og það er
eitthvað, sem berst svo hræðilega
um hjerna inni! Og þó líður mjer
svo vel.“ Hann stóð grafk yrr, og
það var sem undraeldur brynni úr
augum hans. „Hvað er þetta! Ætli
það sje dauðinn?3
Þessi sena er vissulega bæði dramatísk
og hómóerótísk. Vinirnir eru í
uppnámi, aðskilnaður er yfi rvofandi
en um leið og samband þeirra verður
líkamlegt birtir til í huga annars þeirra,
ástin/girndin fl æðir um æðar hans
og hann reynir að átta sig á þessum
óvæntu tilfi nningum sem hann hefur
ekki fundið fyrir áður, í það minnsta
ekki svo greinilega. Flestir lesendur
koma væntanlega auga á hvort tveggja
ást og líkamlega þrá milli þessara
tveggja karla og fl est bendir til þess
að þessi texti fj alli um ástir homma.
Málið er þó ekki svo einfalt.
SAGAN UM SÖLVA
Textinn sem hér um ræðir er tekinn úr
skáldsögunni Sölvi (1947–1948) eft ir
séra Friðrik Friðriksson (1868–1961),
æskulýðsfrömuð og einn áhrifamesta
og virtasta Íslending fyrri hluta 20.
aldar.4 Séra Friðrik var hámenntaður
maður, kennari og prestur, og hann
helgaði líf sitt félagsstarfi fyrir
drengi og unga menn. Hann stofnaði
Kristilegt félag ungra manna (KFUM)
árið 1899 og raunar einnig Kristilegt
stúlknafélag sama ár, sem síðar varð
KFUK. Út frá unglingastarfi KFUM
stofnaði hann Knattspyrnufélagið Val
árið 1911 og seinna átti hann upptök
að sumarbúðastarfi , stofnun fyrsta
karlakórsins á Íslandi, skátahreyfi ngar,
UM MÖGULEGA
HINSEGIN
SKÁLDSÖGU
EFTIR ÁSTU KRISTÍNU BENEDIKTSDÓTTUR
það var sem
undraeldur
brynni:
E
23
lúðrasveitar, tafl félags og fl eira. Hann
var afar virtur og vinsæll maður og
var meðal annars sæmdur stórkrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu.
Sagan um Sölva varð til þegar
Friðrik vantaði fundarefni handa
unglingadeild KFUM. Í eft irmála
að skáldsögunni segist hann hafa
skrifað fyrsta kafl ann fyrir fund í
byrjun nóvember 1926 og lesið kafl a á
hverjum fundi þar til í febrúar 1930.
Hann segist aldrei hafa skipulagt hana
fram í tímann og að hann hafi verið
jafnspenntur fyrir framhaldinu og
drengirnir. Skáldsagan ber þess glögg
merki að hafa orðið til á þennan hátt;
byggingin er lausleg og útúrdúrar
margir, enda sagðist séra Friðrik aldrei
hafa ætlast til þess að hún kæmi út.5
Margir Íslendingar þekktu söguna um
Sölva því vel áður en hún kom út og
biðu þess með óþreyju að hún birtist á
prenti, enda seldist fyrra bindið upp á
örstuttum tíma fyrir jólin 1947.
Sölvi er söguleg skáldsaga og
gerist á 18. öld. Þar segir frá Sölva,
ungum munaðarlausum dreng sem
fi nnst nær dauða en lífi á fl ótta frá
vondum húsbændum og er tekinn
í fóstur af góðhjörtuðum manni
og syni hans í Kaldárseli, nálægt
Hafnarfi rði. Sagan fylgir honum
fram á fullorðinsár en Sölvi fer í
vinnumennsku norður í Skagafj örð
þar sem hann fi nnur móðurfólk
sitt, er styrktur til náms, eignast
jörð og verður trúnaðarsendimaður
biskupsins á Hólum. Hann er loks
sendur í nám til Danmerkur, ferðast
vítt og breitt um Evrópu og í ljós
kemur að hann er hvorki meira né
minna en sonur dansks greifa. Sölvi
er þannig gerður að allir elska hann og
vilja hjálpa honum; hann er óskaplega
næmur ungur maður, hrífst af fallegri
náttúru og er trúr öllum kristilegum
siðferðisgildum. Hann breytir alltaf
rétt, fyrirgefur óvinum sínum, er góður
við alla, bjargar oft ar en ekki fólki úr
lífsháska, handsamar glæpamenn og
tekur á áfengisvandamáli rektorsins
á Hólum, svo fátt eitt sé nefnt. Sölvi
er þannig afar dæmigerð söguhetja
drengjabóka frá fyrri hluta 20. aldar;
fullkomin fyrirmynd ungra drengja,
og tekst allt sem hann tekur sér fyrir
hendur, en er engu að síður einsleitur
– og fremur leiðinlegur – karakter.
ÁSTIR SÖLVA
Greinilegt er að Sölvi hefur mun
meiri áhuga á körlum en konum og
hið sama má segja um söguhöfund
skáldsögunnar, því sárafáar konur eru
nefndar á þeim 700 blaðsíðum sem
skáldsagan telur og þær hafa lítil áhrif
á gang mála eða Sölva sjálfan. Sölvi
á aft ur á móti náinn vin, Sigurð, en
þeir deila rúmi, ganga í fóstbræðralag
að fornum sið og eru saman öllum
stundum áður en Sölvi fer til
Danmerkur í skóla. Í upphafi seinna
bindis er Sölvi orðinn fullorðinn
og kemur aft ur heim til Íslands en
þá kemst hann að því að Sigurður
hefur snúist gegn honum, logið
upp á hann og gifst heitkonu hans,
Steinunni. Ekki nóg með það heldur
kemur Sigurður af stað orðrómi um
að Sölvi sé göldróttur, Sölvi verður
smám saman óvinsæll og ofsóttur og
á endanum kærður fyrir morð. Að
lokum sannast þó sakleysi hans og þeir
Sigurður sættast fullum sáttum.
Samband Sölva og Sigurðar er annar
af tveimur megin spennuvöldum
í skáldsögunni6 og í raun eins upp
byggt og sambönd gagnkynja para í
hefðbundnum ástarsögum. Parið er
ástfangið, misskilningur eða rógur
verður til að þeim sinnast þótt ástin
hverfi aldrei og að lokum kemst
sannleikurinn upp á yfi rborðið og
parið sameinast á ný. Sambönd
Sölva og Sigurðar við konur eru
aft ur á móti fá og fyrirferðarlítil og
mun tilfi nningasnauðari en vinátta
fóstbræðranna. Sölvi og Steinunn tala
saman í örfá skipti áður en hann fer
út og heitbindast án þess að nokkur
snerting hafi átt sér stað. Eft ir að
Steinunn gift ist Sigurði er Sölvi aldrei
við kvenmann kenndur og sýnir í
raun engan áhuga á konum þar til
hann hittir barónsdótturina Agnesi
sem hann er trúlofaður í sögulok.
Innilegustu samskipti Sölva og
Agnesar sem sagt er frá eru þó aðeins
eitt faðmlag og samtöl en engir kossar.
Þegar Sölvi er á heimleið eft ir
skólavistina í Danmörku er Sigurður
honum efstur í huga en honum virðist
vera nokkuð sama um Steinunni. Þegar
hann fréttir svik Sigurðar verður hann
ekki reiður heldur sorgmæddur, þráir
ekkert heitar en að þeir verði vinir á ný
og segir meðal annars við vin sinn:
Jeg elskaði þig sem drengur heitar
en hægt er að elska bróður. Þú
varst upphaf hamingju minnar.
Þú varst mjer það, sem Jónatan var
Davíð, meir mat jeg vináttu þína
en konuást.7
Þegar þeir loksins ná sáttum eft ir langa
mæðu, dómsmál og harkaleg slagsmál,
eru tilfi nningarnar sterkar:
Sölvi settist niður og tók höfuð
Sigurðar og lagði það upp að
sjer. Hann strauk með hendinni
um enni hans, og í strokunum lá
nákvæmni og ástúð næstum því
móðurlegra atlota. Þeir voru í
þessum sömu skorðum nokkra
stund alveg þegjandi. Hönd
Sölva hvíldi ljett á enni Sigurðar,
og inni fyrir ómuðu ótöluð orð:
„Bróðir minn, vinur minn!“ Báðir
voru eitthvað svo undur sælir, án
þess að geta gjört sjer grein fyrir
tilfi nningum sínum. Þeir reyndu
ekki til þess einu sinni. […] Loks
um miðaptan stóðu þeir upp og
tókust í hendur fast og innilega;
þeir horfðust í augu, og svo lagði
Sölvi hendur um háls Sigurði,
og þeir föðmuðust og kysstust
bróðurkossi, hinum fyrsta síðan
þeir voru unglingar.8
Samband fóstbræðranna er því bæði
tilfi nningaþrungið og líkamlegt – og
gerólíkt samböndum þeirra við konur.
Áður en sú ályktun er dregin að Sölvi
og Sigurður séu samkynhneigðir
er þó nauðsynlegt að glöggva sig á
hugmyndum um rómantíska vináttu
karla.
Greinilegt er að
Sölvi hefur mun
meiri áhuga
á körlum en
konum og hið
sama má segja
um söguhöfund
skáldsögunnar.