Spássían - 2012, Side 36

Spássían - 2012, Side 36
36 innri líffæri og taugakerfið, veldur ofnæmi, krabbameini og fósturskaða. Í kjölfar hneykslisöldunnar sem metsölubók Carson hrinti af stað var bannað að nota DDT í landbúnaði í Bandaríkjunum, og flestum Evrópuríkjum. Raddir vorsins þagna er skrifuð í ritgerðastíl og flokkast ekki undir skáldskap eða „bókmenntir” í þrengstu merkingu orðsins. Það er áhugavert að Draumaland Andra Snæs Magnasonar, ein áhrifamesta bók um umhverfismál sem skrifuð hefur verið á íslensku, er líka pólitísk og flokkast ekki undir skáldskap. En umhverfisverndarbókmenntir (í merkingunni bókmenntir sem reyna að svara spurningum er varða umhverfismál) geta tekið á sig annað form. Þetta átti ekki hvað síst við um áttunda áratuginn, þegar umhverfisútópíur áttu sitt blómaskeið. Hið áhrifamikla rit Endimörk vaxtarins (1972)2 átti stóran þátt í að hrinda því af stað. Þar birti Rómarklúbburinn svokallaði3 niðurstöður tölvulíkans sem sýndu að ef mannfjöldi héldi áfram að vaxa óhindrað, sem og neysla á óendurnýjanlegum náttúru- auðlindum og mengun umhverfisins, myndi vistkerfi jarðarinnar ná sínum náttúrulegu takmörkum og hrun yrði óumflýjanlegt. Dystópíur á borð við Uår-skáldsögur (1974/76) norska höfundarins Knut Faldbakken draga upp ljóslifandi mynd af slíku hruni mannlegra samfélaga sem hafa farið yfir mörk hins náttúrulega. En í Endimörkum vaxtarins var því einnig haldið fram að ef mannkyninu tækist að draga úr byrðunum sem það lagði á jörðina ættu framtíðarsamfélög með auknum lífsgæðum kost á að blómstra. Þessi bjartsýni endurspeglast í Ecotopia, sem var skrifuð af Ernest Callenbach árið 1975. Þar segir frá ferð blaðamanns til Ecotopiu, nýs lands í Vestur-Ameríku sem hefur sagt sig úr Bandaríkjunum og þar sem hátæknisamfélag þrífst í fullkomnum samhljómi við náttúruna. Kostir þess að nota skáldskapinn í þessu samhengi eru augljósir. Skáldskapur getur lýst því hvað gæti gerst ef eitthvað af atburðarásinni í Endimörkum vaxtarins gengi eftir, á mun líflegri hátt en flókin módel og oft þurrar lýsingar rannsóknarinnar sjálfrar. Eftir að hafa lesið Uår er auðvelt að ímynda sér hvernig nútíma borgarsamfélag gæti hrunið í kjölfar þess að vistfræðileg takmörk jarðarinnar hafa ekki verið virt. Að sama skapi geta skáldsögur eins og Ecotopia sýnt fram á að það er ennþá von; að annars konar hagkerfi og óskaðlegri lífsstíll eru möguleg. Jarðnæði fellur þó í hvorugan fyrrnefndan flokkinn. Bókin sver sig ekki í ætt við esseyjuna, eins og Raddir vorsins þagna eða Draumalandið, en er heldur ekki algjör skáldskapur eins og Uår eða Ecotopia. Textinn er settur fram eins og hann sé tekinn úr dagbók höfundarins. Sögusviðið er Ísland nútímans (fyrir utan nokkrar ferðir sögumannsins til útlanda) og tímaramma sögunnar má áætla nokkuð nákvæmlega. Bókin nær yfir um það bil tveggja ára tímabil sem hefst 13. desember 2009 og endar 4. október 2011. Sögumaðurinn er greinilega Oddný sjálf og þannig látið að því liggja að dagbókarfærslurnar séu hennar. Það líður þó oft langur tími milli dagbókarfærslna, ósjaldan nokkrar vikur, sem gerir það að verkum að lesandinn veit ekki alltaf nákvæmlega hvað gerðist í millitíðinni. Þrátt fyrir það er talsvert samræmi milli einstakra færslna, ekki síst hvað varðar nokkur endurtekin þemu, sem gefur til kynna að höfundurinn hafi endurunnið textann töluvert. Aðalpersónur bókarinnar eru Oddný sjálf, bróðir hennar Ugli (fornleifafræðingur) og elskhugi hennar Fugli (fuglafræðingur). Sagt er frá atburðum á raunsæislegan hátt, þótt sumir þeirra séu greinilega skáldaðir. Jarðnæði á sér þó nokkrar hlið- stæður í bókmenntum tengdum umhverfishreyfingunni, og tveir textar sem Oddný hefur greinilega nýtt sér sem innblástur eru beinlínis nefndir í bókinni. Annar er Grasmere Journal (sem kom fyrst út árið 1897) eftir Dorothy Wordsworth (1771-1855), systur frægasta skálds ensku rómantíkurinnar, William Wordsworth (1770-1850), sem er reyndar líka einn af fyrstu aðgerðasinnum í umhverfismálum á Englandi. Í dagbókarfærslum sínum lýsti Dorothy hversdagslífinu með bróður sínum, sem hún átti í afar nánu sambandi við – en þannig lýsir Oddný líka samskiptunum við bróður sinn Ugla í Jarðnæði. Hinn textinn, en Oddný nefnir ekki titil hans þrátt fyrir að vitna í hann og segja lesandanum að hún hafi lesið „þessa bók mér til mikillar gleði” (152), er Walden; or, Life in the Woods (1854) eftir Henry David Thoreau. Thoreau bjó í tvö ár í litlum kofa við Walden-tjörn nálægt Concord, Massachusetts. Hann hélt dagbók um hið einfalda líf sitt þar og daglegt samneyti sitt við náttúruna, og byggði síðar bókina Walden á þessum dagbókarfærslum, sem hann hafði þá endurskrifað að miklu leyti. Walden varð klassík amerísku umhverfisve rndarhreyfingarinnar, ekki aðeins vegna þess að Thoreau upphefur hinar ósnertu óbyggðir, heldur einnig vegna þess að hún setur fram hugleiðingar um lífsstíl sem byggist ekki á stritvinnu og hagvexti en fremur á grunnþörfum mannlegrar tilveru og óefnislegum gæðum.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.