Spássían - 2012, Qupperneq 41
41
REYKJAVÍK er ein af sex
Bókmennta-borgum UNESCO,
en eins og fram kom í
sumarblaði Spássíunnar 2011 er
Bókmenntaborgum fyrst og fremst
ætlað að vekja athygli á bók-
menntum og bókmenntaviðburðum
og sinna hlutverki tengslanets
og upplýsingaveitu. Auður
Rán Þorgeirsdóttir og Kristín
Viðarsdóttir, verkefnastjórar hjá
Bókmenntaborginni Reykjavík,
segja að aðaláhersla hafi í
fyrstu verið lögð á að kynna
verkefnið fyrir borgarbúum,
sér í lagi að útnefningin sé ekki
tímabundin heldur varanleg. Þá
hefur Bókmenntaborgin staðið
fyrir fyrstu bókamessunni í
Reykjavík í samvinnu við Félag
íslenskra bókaútgefenda og
komið tilvitnunum í íslenskar
bókmenntir fyrir í Leifsstöð og á
götum Reykjavíkur, svo fátt eitt
sé nefnt. Á næstunni verða settar
upp umhverfi smerkingar sem er
ætlað að gefa borgarbúum og
gestum tækifæri til að fræðast
um bókmenntasögu Reykjavíkur
á göngu um borgina. Þar verða
stuttir textar um höfund og stað
og tilvitnun í verk en ítarlegri
upplýsingar verður hægt að sækja
á vef með snjallsímum. Einnig
verður hægt að hlusta á upplestur
úr íslenskum skáldskap á nokkrum
skáldabekkjum í borgarlandinu.
Fyrsta umhverfi smerkingin er tengd
Elíasi Mar.
Auður og Kristín segja
lestrarhátíðina byggða á
verkefnum á borð við „Ein borg
– ein bók“ sem haldin er í Dublin
í apríl ár hvert, en engu að síður
sé hátíðin löguð að Reykjavík.
„Stefnan er sú að hátíðin verði
árleg og haldin í október ár hvert.
Í þetta skipti völdum við eina bók
en það er alls ekki víst að svo verði
alltaf,“ segir Kristín. „Við vildum
leggja áherslu á að ná til ungs
fólks vegna umræðu undanfarinna
missera um stöðu læsis,“ segja
verkefnastýrurnar þegar þær
eru spurðar af hverju Vögguvísa
hafi orðið fyrir valinu. „Við vildum
borgarsögu sem næði til breiðs
lesendahóps, hefði víða skírskotun
og væri ekki of þekkt. Vögguvísa
hefur allt þetta. Það eru ekki
margir sem hafa lesið hana síðustu
ár en hún nær til fólks á öllum
aldri. Sérstaklega er mikilvægt
að hún fjallar um líf unglinga í
Reykjavík en er algjörlega laus
við prédikanir. Unglingar vilja ekki
láta tala þannig við sig.“ Einnig
taka þær fram að aðstandendur
Bókmenntaborgarinnar
hafi viljað gefa Elíasi Mar
meira og verðskuldað pláss í
bókmenntaumfjöllun samtímans.
GRASRÓTARHÁTÍÐ
Ýmislegt er á döfi nni í október
og Vögguvísa verður lesin í
fjölmörgum skólum og leshópum.
Einnig munu leikskólar borgarinnar
taka þátt í lestrarátakinu þótt
þeir vinni ekki beinlínis með bók
Elíasar, því í nokkrum þeirra verður
vögguvísuþema í október.
Auður og Kristín ítreka að
lestrarhátíðin er grasrótarhátíð
og viðburðirnir eru alls ekki allir
á vegum Bókmenntaborgarinnar.
Sem dæmi má nefna að
Vögguvísa í lestri höfundar er
útvarpssaga mánaðarins á Rás
1, í aðalsafni Borgarbókasafns
er ljósmyndasýning helguð
Elíasi og málþing um Vögguvísu
verður haldið á vegum
Bókmenntafræðistofnunar Háskóla
Íslands og Bókmenntaborgarinnar
í Þjóðarbókhlöðunni 27. október.
Skólar geta pantað dagskrá
um Elías Mar og Vögguvísu hjá
Rithöfundasambandi Íslands sem
sér um verkefnið „Skáld í skólum“.
Síðast en ekki síst er sérstakri
vefsíðu inni á bokmenntaborgin.
is upplýsingabanki um Elías
Mar og Vögguvísu. Þar eru
birtar upplýsingar um viðburði
októbermánaðar, ásamt lifandi
efni sem tengist hátíðinni, Einnig er
vefsíðan vettvangur fyrir umræður
um bókina, eins konar opinn
leshringur sem allir geta tekið þátt
í.
NAUÐSYNLEG ÚTGÁFA
Þegar búið var að velja
skáldverkið sem skyldi vera í
brennidepli þurfti að huga að
útgefanda því Vögguvísa var
FYRSTA BÓKIN Í BRENNIDEPLI Á ÁRLEGRI LESTRARHÁTÍÐ
BÓKMENNTABORGARINNAR REYKJAVÍKUR, „ORÐIÐ ER FRJÁLST“, ER
SKÁLDSAGAN VÖGGUVÍSA EFTIR ELÍAS MAR SEM KOM UPPHAFLEGA ÚT
ÁRIÐ 1950. HÁTÍÐIN MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ HVETJA TIL BÓKMENNTAUMRÆÐU
MEÐAL ALMENNINGS Á SEM FLESTUM SVIÐUM SAMFÉLAGSINS. VALIÐ
ER EITT SKÁLDVERK SEM TENGIST BORGINNI OG ÞAÐ KYNNT SEM BÓK
MÁNAÐARINS. BORGARBÚAR ERU HVATTIR TIL AÐ LESA OG RÆÐA UM
VERKIÐ OG TAKA ÞÁTT Í ÝMSUM VIÐBURÐUM Í TENGSLUM VIÐ ÞAÐ.
Orðið er frjálst
EFTIR ÁSTU KRISTÍNU BENEDIKTSDÓTTUR