Spássían - 2012, Side 47
47
það ást á einstaklingum, en ekki dýrum almennt.
Að öðru leyti er þetta væntumþykja sem tengist
stjórnun okkar á dýrinu; ef við töpum heilli
tegund er eins og við höfum ekki staðið okkur í
hlutverki drottnarans og þá skapast óánægja,
jafnvel sektarkennd yfi r því að hafa „leyft“ þessu
að gerast. Út frá því sjónarmiði verða aðrar
dýrategundir næstum því að skrautmunum sem við
höldum lífi nu í fyrst og fremst svo við, mannfólkið,
töpum ekki hinu fjölbreytilega dýraríki sem á
að umlykja okkur. Við viljum geta horft á dýrin,
jafnvel þótt við höfum eyðilagt náttúrusvæðin
þeirra og gert þeim ómögulegt að lifa „eðlilegu“
eða „villtu“ lífi . Þessi dýr enda í dýragörðum og
verða eins og ljósrit af fyrri tilveru, sem dofnar
með hverri kynslóð sem fæðist á bak við rimla.
Listfræðingurinn John Berger orðaði þetta vel í
frægri ritgerð, „Why Look At Animals“ frá 1980:
„Í dýragörðum eru dýrin lifandi minnisvarðar um
eigið hvarf.“
Ég get ekki hrist burtu tilfi nninguna að við
höldum lífi nu í hverfandi dýrum að einhverju leyti
af bjagaðri eigingirni frekar en af samúð og vilja
til að gera lífi ð sem allra best fyrir þau. Rétt eins
og fólkið í skáldsögu Dicks sem heldur dauðahaldi í
dýrin sín, ekki aðeins af virðingu fyrir dýrinu heldur
líka því það veit að ef dýrið hverfur, þá hverfur
eitthvað mannlegt með því. Ef við hugsum aðeins
um þessa framtíðarspá Dicks, þá er hún ekki fjarri
lagi. Dýrin eru að hverfa og villt svæði eru svo gott
sem ekki til lengur. Dýrin hverfa inn í dýragarða
eða á rannsóknarstofur þar sem erfðaefni þeirra
er safnað saman og geymt í bönkum, svo við getum
átt öll dýrin á skrá og mögulega endurskapað þau
seinna meir. Er dýrategund virkilega útdauð ef
erfðaefnið er varðveitt? Frá sjónarhóli dýrsins væri
svarið líklega já, en frá sjónarhóli mannfólks gæti
það vel verið nei. Við „eigum“ það enn einhvers
staðar.
Við framleiðum alidýr og útrýmum þeim
endalaust í brjáluðum vítahring, en hugsum ekki um
dýr sem einstaklinga fyrr en þau eru allt að því
orðin stök og hægt að telja þau á fi ngrum fáeinna
handa. Ef við gætum fjöldaframleitt bengaltígra,
hvíta nashyrninga, órangútana eða geirfugla á
færibandi rétt eins og hvert annað húsdýr, þætti
okkur enn vænt um þau? Hvernig myndi hugsun
okkar um alifugla breytast ef síðasta hænan í
heiminum væri drepin? Við yrðum líklega eins og
Rick Deckard, syrgjandi það sem áður var, óskandi
þess að rafræna hænan í kofanum uppi á þaki
lifnaði við.
ANNA Í GRÆNUHLÍÐ
eftir L.M. Montgomery
astriki.is
hin ástkæra
unglingabók
komin út í
nýrri þýðingu
klassískt verk
í jólapakkann