Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 11

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 11
XII. árg. Reykjavík, okt. - des. 1948. 10. - 12. tbl. Olympíuleikarnir í London 1948 1 síðasta blaði birti ég frásögn af frjálsíþróttakeppni karla, en hún hefir jafnan skipað öndvegi á Olympíuleik- unum. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið, og byrjað á frjálsíþrótta- keppni kvenna, en sú keppni hefir aldr- ei verið eins fjölskrúðug og skemmtileg eins og að þessu sinni. Hafði verið bætt við þrem nýjum greinum: 200 m_ hlaupi, langstökki og kúluvarpi og voru því alls 9 íþróttagreinar á dagskrá kvenþjóðar- innar. Því ber ekki að neita að margir telja að karlmenn eigi að hafa einkaleyfi á iðkun flestra íþrótta og Þá ekki sizt frjálsíþróttum, enda hefir frekar lítið verið gert til þess að lofa kvenfólkinu að reyna sig í þessum íþróttagreinum á alheimsvettvangi íþróttakeppninnar, Olympiuleikunum. Eftir þessa leika býzt ég við að marg- ir hafi breytt um skoðun á þessu máli, því frjálsíþróttakeppni kvenna gaf karla- keppninni lítið eftir hvað spenning og glæsileik snerti. Og Því verður ekki neitað að beztu kvenstjörnurnar urðu kunnari meðal áhorfenda og umheims- ins, en flestir karlmannanna. Ber þar fyrst að nefna Fanny Blankers-Koen, hina ókrýndu drottningu leikanna, svo og Micheline Ostermeyer, Maureen Gar- dner og Shirley Strickland, sem allar greyptu sig inn í hugi áhorfenda. Og hvílikur spenningur þegar þrjár stúlk- ur skelltu sér því sem næst samhliða á marksnúruna í 80 m. grindahlaupi með þeim árangri að sú fyrsta setti ------- Eftir ----- Jóhann Bernhard Fanny Blankers-Koen Síðari grein nýtt heimsmet, en sú næsta fékk sama tíma. — Eða boðhlaupið, þegar Blankers- Koen reif sig fram úr þrem keppinaut- um á síðasta sprettinum, og náði þó ekki þeirri síðustu fyrr en rétt við mark- ið. Og loks hið ógleymanlega og tauga- æsandi hástökkseinvígi Alice Coachman og Dorothy Tyler að kvöldi síð- asta keppnisdagsins. Og svona mætti lengi telja, en nú er bezt að snúa sér að efninu og byrja á fyrstu greininni —- 100 metra hlaupinu. En þess ber þó að geta að vegna rúmleysis í blaðinu hefi ég orðið að stytta nokkuð frásögn mína, frá því sem hún var upphaflega. FRJÁLSÍÞRÓTTAKEPPNI KVENNA. 30. júlí — 7. ágúst. — 100 METRA HLAUP: Hemismet: 11,5 sek. H. Stephens U.S.A. Olympsmet: 11,.£ sek. . Sama, 1936* 1. Fanny Blankers-Koen, Hollandi . 11,9 2. Dorothy Manley, Bretlandi .... 12,2 3. Shirley Strickland, Ástralíu .... 12,2 4. Viola Myers, Kanada .......... 12,3 5. Pat Jones, Kanada ......■..... 12,3 6. Cyntia Thompson, Jamaica .... 12.4 Undanrásirnar fóru fram laugardag- inn 31. júlí í ágætu veðri. Til leiks mættu 39 konur, og var þeim skipt í 9 riðla og skyldu 2 fyrstu komast í milliriðla (semi final). *Ekki staðfest sem heimsmet vegna of mikils meövinds.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.