Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 12

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 12
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 200 METRA HLAUP: Heimsmet: 23,6 sek. Stella Walasiewicz. Pólland 1935. Olympsmet: Ekki til fyr. 100 m. hlaupið (úrslit). Frá vinstri: Manley (2), Jones (5), Strickland (3), Blanckers-Koen (1), Thompson (6) og Myers (lf). Sú fyrsta, sem sleit snúruna var eng- in önnur en Fanny Blankers-Koen frá Hollandi, sem síðar átti eftir að vinna 4 gullmedaliur á þessum leikum_ Tími hennar 12,0 sek. var sá bezti, sem náðist i undanrásunum. Af öðrum sigurveg'ur- um vöktu þær Shirley Strickland frá Ástralíu (12.4) og Dorothy Manley frá Bretlandi (12,1) mesta athygli og komu báðar nokkuð á óvart. 1 milliriðlunum þremur 2. ágúst, harðn- aði keppnin, enda áttu aðeins 2 fyrstu úr hverjum riðli að komast í úrslit. Var þetta gert til þess að losna við fjórða hlaupið. 1 1. milliriðli vann Koen með yfirburð- um á sama tíma og áður, en Strickland var önnur á 12,4 og vel á undan þeirri þriðju, Lovisa Nielsen frá Danmörku (12,7). — 1 2. milliriðli varð Manley greinilega fyrst á 12,4 sek. en baráttan um 2. sætið (og réttinn til úrslitahlaups- ins) varð svo hörð að yfirmarkdómarinn þurfti markkvikmyndina (photo-finish) til að skera úr um röðina. Reyndist Jones, Kanada, þá vera sjónarmun á undan Robb. S.-Afríku. Þó að mark- dómarinn hefði ekki getað séð á milli þeirra, gerði yfirtímavörðurinn 1 metra mun á þeim og gaf Jones 12,6 en Robb 12.7! Eru slík vinnubrögð torskilin. — 1 2. og 3. milliriðli varð keppnin lang hörðust, því fyrstu 4 fyrstu virtust koma samhliða i mark. Myers, Kanada varð þó fyrst á 12,4 en síðan þurfti enn úr- skurð „photo-finish" til að skera úr um röð næstu þriggja Jamaicasvertingja- stúlkan Thompson bjargaði heiðri hins dökka kynstofns og var úrskurðuð 2. að marki. Á milli hinna tveggja gat kvik- myndin ekki skorið og hlutu þær báðar 3ja sætið. Þær voru Sicnerova frá Tékkó- slóvakíu og Birthe Nielsen frá Danm. Nú brá svo við að klukkum tímavarða og kvikmyndavélinni bar saman og fengu 2. 3. og 4. allar sama tíma 12,5 sek. Þegar úrslitahlaupið fór fram 1% klst. síðar var brautin orðin rennblaut og þung (sama daginn og 5 km. hlaupið) _ Hefði tíminn vafalaust orðið betri annars. — Blankers-Koen náði strax forustunni og hljóp með slikum tilþrifum að hún gaf karlmönnum lítið eftir. Sigraði hún með yfirburðum og tókst jafnframt að komast undir 12 sek. þrátt fyrir hina gegnblautu braut. Um næstu sætin varð hörð bar- átta. Lengst af var hin laglega og stíl- fallega Dorothy Manley greinilega á und- an hinum, en á síðustu metrunum geyst- ist hin kröftuga Strickland upp að hlið hennar og fékk sama tíma hjá tímavörð- unum. Fast á eftir komu svo Kanada- stúlkurnar, hin granna Myers og hin risa- vaxna og dökkhærða Jones og loks rak sú svarta lestina rétt þar á eftir. Enn þurfti „photo-finish“ til að skera úr um röðina. Sennilega milli 3. og 4 frekar en 2. og 3. Fanny Blankers-Koen er þrítug, gift og tveggja barna móðir. Var meðal kepp- enda í hástökki og 4x100 m. boðhlaupi á síðustu Olympíuleikum þá 18 ára, en náði sér ekki á strik fyrr en á stríðsárunum. Hún er heimsmethafi í 80 m. grindahl., hástökki og langstökki og 100 yards hlaupi. Á hollenska metið í 100 m. á 11,7 sek. en hefir þó hlaupið á 11,5 sek. í blandaðri keppni. 1. Fanny Blankers-Koen, Hollandi.. 24,4 2. Audrey Williamson, Bretlandi .. 25,1 3. Audrey Patterson, U. S. A. .. 25,2 4. Shirley Striekland, Ástralíu .. 25,2 5. Margaret Walker, Bretlandi .. 25,5 6. Daphne Robb, S.-Afríku ........ 25,6 Það var ekki fyrr en 5. ágúst, sem undanrásir 200 m_ hlaupsins fóru fram. Var stúlkunum, sem voru 39 að tölu, skipt i 7 riðla og áttu 2 fyrstu (alls 14) að komast í 2 milli-riðla 1% klst. síð- ar. Enn féll það í hlut Blankers-Koen að hlaupa í 1. riðli og slita snúruna og var þó auðséð að hún sparaði mjög kraftana (25,7 sek.). Annars voru undanrásirnar að ýmsu ieyti sögulegar og sýndu m .a. að 200 m. hlaupið er fullerfitt fyrir kvenþjóð- ina. Datt ein 20 m_ frá marki og hafði þó verið í fararbroddi og önnur missti jafnvægið og steyptist á höfuðið þegar komið var í gegnum markið o. s. frv. Ein var rekin úr fyrir 2 „þjófstört“ og fannst mér það strangur dómur, eink- um þegar þess er gætt að ræsir hlífði bæði Ewell (í 100 m. karla) og Strick- land (í 100 m. kvenna) við sömu örlög- um, þrátt fyrir sama brot. Bezta undanrásartímanum náði Robb, S.-Afríku (25,3), en yfirleitt var áber- andi hve þær beztu tóku litið á. — 1 mílliriðlunum voru 7 í hvorum riðli og fóru þrjár fyrstu í úrslitin. Koen vann fyrri riðilinn með yfirburðum og hljóp á ágætum tíma, 24,3 sek„ eða 1/10 úr sek. betur en í úrslitahlaupinu. Er þessi tími hennar því Olympsmet. Bandaríkjasvertingjastúlkan Pattersson varð næst á 25,0 og Walker frá Bret- landi þriðja á 25,3 sek, en Thompson frá Jamaica var slegin út. — Siðari riðillinn var mun jafnari og meira spenn- andi. Hlupu tvær fyrstu, Strickland og Williamson, á sama tíma, 24,9 sek., og voru svo hnífjafnar að hvorki mark- dómarar né „photo-finish“ gátu gert upp á milli þeirra. Þriðja varð Robb á 25,1. Náðist Þannig heldur betri tími í undanrásunum en í sjálfum úrslitun- um, enda voru veður og hlaupaskilyrði mjög ólík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.