Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 13

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 13
IÞRÓTTABLAÐIÐ 3 Úrslitahlaupið fór fram daginn eftir í úrhellisrigningu og bleytu (rétt á undan 1500 m. hlaupi karla) og voru margir sem vorkenndu stúlkunum að þurfa að ösla brautina eins og hún var. En þetta voru sem betur fer hinar mestu kempur og létu veðurskilyrðin lítt á sig fá. Koen dró innstu og linustu braut- ina og var því enn meira áberandi hve mjög hún bar af keppinautunum. Týndi hún þær upp hverja af annari á beygj- unni og jók síðan stöðugt bilið alla leið í mark. Þar tók á móti henni dóttur hennar (að sögn) með blómvönd, í til- efni þess að þetta var hennar 3ji ein- staklingssigur á leikunum (80 m. grinda- hlaupið fór fram á undan 200 m. hlaup- inu). Lengst af leit út fyrir að Strick- land yrði önnur, en á síðustu metrun- um náðu þær Pattersson og William- son henni og var sú síðarnefnda sérlega sterk á endasprettinum. Síðan komu þær Walker og Robb með stuttu milli- bili, um 3 metrum á eftir. Og enn þurfti „photo-finish“ til að skera úr um röð- ina á 2. og 3. og 4. Williamson hlaut 2. sætið og hin svarta Pattersson það þriðja, en Strickland varð að sætta sig við að missa af 3. verðlaununum hárs- Shirley Strickland, Ástralíu. I 200 m. hlaupið íúrslitJ. Myndin er tekin í lok beygjunnar. Frá vinstri: Robb (6), Patterson, (3), Williamson (2), Walker (5), Blanckers-Koen (1) og Strickland (Jf). breidd á eftir. Var þetta 9. hlaup henn- ar á leikunum og snerpan farin að láta á sjá. Annars var Strickland sú eina, sem slóst í fylgd með Blanckers-Koen í öllum þeim úrslitahlaupum, sem sú síðarnefnda tók þátt í, eða 100 og 200 m., 80 m. grindahlaupi og 4x100 m. boð- hlaupi. 80 METRA GRINDAHLAUP. Heimsmet: 11,3 sek. Testoni, ítalíu 1939 og Fanny Blankers-Koen, Hollandi 191^2. Olympsmet: 11,6 sek. Trebisonda Valla, Italíu 1936. 1. Fanny Blankers-Koen, Hollandi 11,2 2. Maureen Gardner, Bretlandi . . 11,2 3. Shirley Strickland, Ástralíu .. 11,3 4. Yvonne Monginou, Frakklandi .. 11,8 5. Maria Oberbreyer, Austurríki .. 11,9 6. L. Lomska, Tékkóslóvakíu .... 11,9 Þriðjudaginn 3. ágúst fóru undanrás- ir 80 m. grindahlaupsins fram. Kepp- endur voru 22 og hlupu í 4 riðlum. Áttu 3 fyrstu að komast i 2 milliriðla og það- an 3 i úrslit. Veður var gott og árangur eftir því. Blankers-Koen lenti enn einu sinni á 1. braut í 1. riðli og sigraði á nýju olympsmeti, 11,3 sek., eða jafnt hinu stað- festa heimsmeti. Hin snotra og stílfall- ega Gardner frá Bretlandi vann 2. riðil á 11,6 sek. (gamla Olympsmetinu) og var það næst bezti tími undanrásanna. Annars hlupu 6 aðrar undir 12. sek., þær Monginou (11,7), Upton (Bretl.) Lomska og Simonetto (Arg.) á 11,8 og loks Strick- land og Oberbreyer (11,9). 1 milliriðlunum (semifinal) 2 tímum síðar vann Koen fyrri riðilinn með sömu yfirburðum og áður, en nú á 11,4. Ober- breyer varð önnur á 11,9 og Lomska þriðja á 12,0, en Upton slegin út. 1 síðari riðlinum var engu líkara en aðalátrún- aðargoð Breta, Gardner, yrði slegin út, því að hún var svo óheppin að reka sig á 2 grindur og komst alveg úr jafnvægi. Með viljaþreki tókst henni þó að bjarga þriðja sætinu, rétt á undan Simonetto frá Argentinu og fékk tímann 11,8 sek. Strickland vann riðilinn á 11,7, en Mon- ginou varð önnur á 11,8. Þegar úrslitin fóru fram daginn eftir var almennt búist við því að Koen (á 1. braut) myndi sigra án verulegrar sam- keppni, en þetta fór þó á annan veg. Hún var nefnilega svo óheppin að liggja eftir í viðbragðinu og sá bara í bakið á Gardner (á 2. braut), sem fékk bezta viðbragðið. En Blankers-Koen var ekki alveg á því að láta sigurinn sleppa úr greipum sér og tók nú á öllu sem hún átti til. Um þessar mundir veitti ég þvi athygli að Strickland (á 5. braut). sem yfirleitt er sein á fætur, var komin á móts við Gardner og Koen, sem börð- ust upp á líf og dauða hlið við hlið. Á siðustu grindinni var Koen loks búin að ná forustunni, en Gardner, sem ávallt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.