Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 15

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 5 I/.X100 m. boðhlcmp (úrslit), Blankers-Koen hefir tekizt að pína sig fram úr King en Jones (á 3. braut), Garndner, (1).. br.) og Nielsen (6. braut) berjast um 3. sætið um 4 metrum á eftir. Chile hljóp á 51,5, en síðasta ítalska stúlkan var svo óheppin að detta og verða að hætta. Loks vann Holland 3. og síðasta riðilinn á bezta tímanum, 47,6 sek., en Danmörk skaut Banda- ríkjunum ref fyrir rass og krækti I annað sætið á 48,1 móti 48,3. I úrslitunum fékk Ástralía 1. braut, Kanada 2., Bretland 3., Austurríki 4., Holland 5. og Danmörk 6. braut. Mörgum á óvart héldu dönsku stúlk- urnar á yztu brautinni foruztunni 3 fyrstu sprettina, en Ástralía og Kanada voru rétt á eftir. Eftir síðustu skipt- ingu virtist sem Ástralíustúlkan King ætlaði að tryggja sér sigurinn, því hún var strax orðin 3—4 metrum á undan næstu sveit. Þá verður manni allt í einu lítið á hollenzku stúlkuna, sem hleypur síðasta sprettinn. Hún hefir þegar rifið sig fram úr Danmörku, Bretlandi og Kanada og nálgast óðum foruztuna. Það er Blankers-Koen, sem hér er á ferð- inni og þótt hún sé búin að vinna 3 gullmedalíur virðist sem þessi fjórðá raun muni verða henni fullerfið viður- eignar. 10 m. frá marki er Ástralíustúlk- an enn vel á, undan, en þegar i mark er komið hefir foruztan skyndilega skipt um handhafa. Blankers-Koen er komin að snúrunni 1/2 metra á undan þeirri áströlsku. 4 — 5 metrum aftar berjast þrjár um þriðja sætið með þeim úrslit- um að Jones (Kanada) hreppir það. Gardner frá Bretlandi var tæpum metra á eftir og hafði tekizt að skjóta þeirri dönsku álíka langt aftur fyrir sig. Sá tímamunur, sem tímaverðir gáfu upp milli 2. og 3. sveitar var víðs fjarri lagi eins og margt fleira, sem þeir góðu menn sendu frá sér. Létu þeir Ástra- líu fá 47,6 og Kanada (4 m. aftar) 47,8, en það samsvarar því að síðasta Kan- adastúlkan hafi verið 20 sinnum fljótari með þessa 4 metra en tímaverðirnir töldu LaBeach hafa verið x úrslitum 100 m. hlaupsins! Til þess að lesendur fái einfalda en góða hugmynd um þessi allt of tíðu mistök tímavarða Olympíu- leikana er bezt að líta á meðfylgjandi mynd af boðhlaupinu. Til skýringar skal þess getið að tímaverðir gerðu sama mun (2/10) á 2. og 3. og 3. og 4. sveit (47,5 — 47,6 — 47,8 — 48,0 — 48,2). Þetta síðasta afrek Koen að vinna hlaupið fyrir Holland, en það gerði hún bókstaflega, skipar henni sess meðal hinna ódauðlegu Olympíusigurvegara, eins og Kranzlein, Nurmi og Owens. Hún keppti í 4 greinum og vann sigur í öll- um og varð þó að hætta við þátttöku í hástökki og langstökki, þar sem hún á hin staðfestu heimsmet. Blankers-Koen er gift þjálfara sínum, Jan Blankers, fyrrverandi þrístökksm. og er því ekki að undra þótt stíll henn- ar sé góður. Annars er hún eins og sköpuð fyrir íþróttir, og hefir, þrátt fyrir gift- ingu og barneignir, tekizt að halda sér í fullkominni þjálfun síðustu 14 árin. KRINGLUKAST: Heimsmet: 48,31 m. G. Mauermeyer Þýzkalandi 1936. Olympsmet: 47,63 m. G. Mauermeyer, Þýzkalandi 1936. 1. Micheline Ostermeyer, Frakkl. 41,92 2. Cordiale Gentile, Italíu .. 41,17 3. J. Mazeas, Frakklandi ..... 40,47 4. J. Wajs-Marcinkiewicz, Póllandi 39,30 5. L. Haidegger, Austurríki .. 38,81 6. A. E. Panhorst-Niesink, Hollandi 38,74 Þetta var fyrsta keppnisgrein leik- anna og fór reynslukeppni fram föstu- daginn 30. júli s.l. kl. 11, f. h. en úrslit- in síðar um daginn, hvorttveggja í glaða sólskini og hita. Lágmarksskilyrði til aðalkeppni var 36 m., en þar sem svo fáar náðu því fengu 12 beztu að taka þátt í aðalkeppn- inni (samanber karlakeppnina í síðasta blaði). Annars voru keppendur 31 að tölu. Búizt hafði verið við því að hin karl- mannlega stúlka Gentile Cordiale yrði hlutskörpust, en hún virtist mjög óviss í hringnum og gerði helming kastanna ógild þ. á. m. lengstu köstin. Eftir undan- úrslitin var franski píanósnillingurinn Ostermeyer með lengsta kastið, 40,05 m. en yfirleitt var keppnin jöfn og spenn- andi. 1 næst síðustu umferð náði Mazeas frá Frakklandi foruztunni með 40,47 m. kasti og þótt Ostermeyer vandaði sig gat hún aðeins svarað með 40,45 m., en hin heillum horfna Gentile gerði ógilt enn lengra kast. 1 síðustu umferð heppn- aðist þeirri ítölsku loks að ná gildu kasti sem var lengra en hinar höfðu náð. Mældist það 41,17 m. og virtist nú sem sigur hennar væri fyrirsjáanlegur. A. m. k. var Mazeas litla svo taugaóstyrk að hún missti kringluna niður á 35 m. strikið. Nú var Ostermeyer eina vonin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.