Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 17

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 7 Herma Baume, Austurríki, sigurvegari í spjótkasti. 4. V. Kade-Koudijs, Hollandi .... 5,57 5. N. J. Karelse, Hollandi ......... 5,54 6. K. M. Russell, Jamaica .......... 5,49 1 fjarveru heimsmethafans, Blankers- Koen, sem var upptekin í grindahlaupi, varð langstökkskeppnin mjög jöfn og spennandi. Reynslukeppnin fór fram 4. ágúst kl. 11 f. h. en aðalkeppnin síðar um daginn. Af um það bil 30 þátttakend- um komust 12 I aðalkeppnina og höfðu þó ekki allar náð hinu tilskilda lág- marki, 5,30 m. Hinsvegar tókst nokkr- um ekki að ná jafn góðum stökkum í síðara skiptið og má þar nefna þær Curtet-Chabot, sem setti franskt met (5,64) í reynslustökkinu og Russell frá Jamaica er stökk 5,60 m. Er ekki ó- hugsandi að atrennubrautin hafi brugð- ist og versnað eftir því sem leið á keppn- ina, svipað og átti sér stað hjá körlum bæði í langstökki og þrístökki. Þótt Gyarmati stykki 30 cm. styttra en hún hefir áður gert, sigraði hún all- örugglega. Höfðu þó ýmsir reiknað með því að Kade-Koudijs yrði henni skeinu- hætt. Hún varð nú að láta sér lynda að missa af bronceverðlaununum aðeins % cm. á eftir hinni geðþekku Önnu Ley- man, sem setti nýtt sænskt met. Mældist stökk hennar 5,57,5 og þótt alþjóðareglur mæli svo fyrir að hálfum centimetrum skuli sleppt, vann Leyman bronceverð- launin á þessum % cm. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem langstökk kvenna er tekið með í Olympíuleikunum, er á- rangur sigurvegarans nýtt Olympsmet. HÁSTÖKK: Heimsmet: 1,11 m. Blankers-Koen, Holl. Olympsmet: 1,65 m. Shiley og Didrikson Bandaríkjunum 1932. 1. Alice Coachman, U. S. A.......1,68 2. Dorothy Tyler, Bretlandi ..... 1,68 3. M. Ostermeyer, Frakklandi .... 1,61 4. V. R. Beckett, Jamaica ....... 1,58 5. D. M. Dredge, Kanada ......... 1,58 6. B. Crowther, Bretlandi ....... 1,58 Þessi síðasta frjálsíþróttakeppni leik- anna var einkennandi fyrir þá tvísýnu og taugaæsandi keppni, sem þessir 14. Olympíuleikar höíðu upp á að bjóða. Þær voru 19 stúlkurnar, sem hófu keppn- ina klukkan að ganga fjögur laugardag- inn 7. ágúst, skömmu eftir að Maraþon- hlaupararnir höfðu yfirgefið leikvang- inn, en hálfum fjórða tíma síðar um 7 leytið, stóðu enn tvær eftir í valnum og börðust upp á líf og dauða. Hinar 17 Gyarmati, Ungverjalandi, sigurvegari í langstökki. Alice Coachman, Bandaríkjunum, vinn- ur hdstökkiö. höfðu smátt og smátt fallið úr og yfir 1,58 komust 6. Þá hafði verið hækk- að í 1,61, en aðeins 3 stokkið þá hæð. Góðkunningi okkar Ostermeyer, sem var fleira til lista lagt en að kasta og leika á píanó fór yfir í öðru stökki og loks svertingjastúlkan Alice Coachman frá Bandarikjunum og brezk tveggja barna móðir, Dorothy Tyler, sem báðar flugu yfir í 1. stökki. Næstu hæð 1,64 felldi Ostermeyer þrisvar og var þar með úr keppninni. Afrek hennar 1,61 m., er nýtt franskt met. Verður frammistaða henn- ar, að sigra í 2 greinum og verða nr. 3 í þeirri þriðju, að teljast frábær, enda gekk hún næst Blankers-Koen á þessum leikum. Coachman og Tyler fóru báðar yfir 1,64 og var þá hækkað í 1,66 m. Fóru þær einnig yfir þá hæð og settu þar með nýtt Olympíumet. Fór nú að fara um áhorfendur, sem biðu eftir að fá úrslit í þessari tvísýnu keppni. Nú var hækkað í 1,68 m. og Coachman tók sér stöðu. En það leið langur tlmi áður en hún fór af stað í atrennuna og bætti slík bið ekki taugaspenninginn í áhorf- endum. Loks hljóp hún af stað og vatt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.