Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 19

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 19
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9 unum alltaf að ná í vélrituð úrslit á kvöldin þegar keppni var lokið og áttum við þar hauk í horni, þar sem var hin geðþekka brezka skrifstofustúlka Wemb- ley sundhallarinnar, sem vildi allt fyrir okkur gera! — En nú er bezt að snúa sér að sjálfri sundkeppninni og þá fyrst að karlasundinu 100 metra frjáls aðferð. KARLAR 100 METRA FRJÁLS AÐFERÐ: Heimsmet: 55,4 seJc- Alan Ford, USA ’48. Olympsmet: 57,5 sek. M. Taguchi, Jap. ’36 1. Walter Ris, Bandarikjunum .... 57,3 2. Alan Ford, Bandarikjunum .... 57,8 3. Geza Kadas, Ungverjalandi .... 58,1 4. Keith Carter, Bandarikjunum .. 58,3 5. Alex Jany, Frakklandi ....... 58,3 6. Per Olof Olsson, Svíþjóð .... 59,3 7. Zoltan Szilard, Ungverjalandi . . 59,6 8. T. Y. E1 Gamal, Egyptalandi .. 60,5 Undanrásir þessa sunds, sem var fyrsta sundkeppni leikanna, fór fram föstudag- inn 30. júlí kl. 2 e. h. í Wembley-laug- inni. Keppendur voru 41 talsins og syntu í 6 riðlum, 6 til 8 í hverjum. Skyldu tveir fyrstu úr hverjum riðli komast i undanúrslit (semifinal) alls 12 menn, en auk þess þeir 4, sem næst stóðu hvað árangur (tíma) snerti. Er þessi aðferð algert nýnæmi fyrir okkur Islendinga, og ólík þeirri, sem notuð var í frjáls- íþróttakeppninni. Hinsvegar verður því ekki neitað að hún virðist í flestum til- fellum sanngjarnari en sú gamla. Strax í fyrsta riðli sá maður hinn heimsfræga franska sundgarp, Alex Jany, sem s.l. 2 ár hefir sett hvert heimsmetið af öðru á 100 — 400 m. frjálsri aðferð. Vann hann riðilinn á hinum ágæta tima, 58,1 sek., og virtist lofa góðu um framhaldið. En eftir að hafa séð alla hina riðlana og kynnst þeim sundgörpum, sem þar komu fram þ. á. m. Carter (58,7). Kadas (58,2), Ris (58,1) og heimsmethafanum Ford (59,2), komst maður að raun um það að þarna yrði ekkert gefið bardagalaust. Áhugi okkar íslenzku áhorfendanna beindist að vonum mest að síðasta riðl- inum, þar sem landi okkar Ari Guð- mundsson hafði tekið sér stöðu á 5. braut. — Útlitið var samt ekki sem bezt því meðal keppinauta hans voru sjálfur heimsmethafinn Ford, Gamal og Lund- en. Viðbragðið tókst vel og sömuleiðis fyrstu 50 m , en þá var Ari í þriðja sæti á 27,4 sek. en ísl. met hans i 25 m. laug er 27,2. Eftir snúninginn komst Gamal aðeins framúr Ara og skömmu síðar Kanadamaðurinn Salmon. Fór nú að fara um okkur því Bretinn Harrop var einnig kominn ískyggilega nálægt Ara. Til allr- ar hamingju gat Ari hrist hann af sér og kom í mark sem 5. maður af 8. Gef- ur það þó ekki allskostar rétta mynd af riðlinum því að bilið milli 1. manns, Ford á 1. braut, og Ari á 5. braut, var aðeins rúmir 2 metrar (2,4 sek.) (Sjá mynd), en hinsvegar hálfur fjórði metri milli Ara og síðasta manns (3,5 sek.) Úrslit 6. riðils: 1. Alan Ford„ U. S. A. 59,2; 2. Gamal, Egyptalandi, 59,7; 3. M. Lunden, Svíþjóð, 60,2 sek. 4. P. Salmon, Kanada, 61,0 sek. 5. Ari GuSmundsson, ísland. 61,6; 6. J. Harrop, Bretlandi 62,3; 7. R. Vidal, Kúba, 62,5; 8. W. Schneider, Sviss 65,1. Til samanburðar skal þess getið, að ísl. met Ara 59,5 sek., sem sett er í 25 m. laug hér heima, samsvarar um 61 sek. á 50 m. braut Wembley laug- arinnar. Verður frammistaða hans því að teljast mjög sómasamleg, þótt meiri snerpa siðari helming leiðarinnar hefði getað bætt tíma hans um þá 7 tíundu- hluta úr sek, sem hann skorti til að kom- ast í undanúrslit. Kl. 7 sama kvöld fóru undanúrslit fram og urðu þau allsöguleg. 1 fyrri riðlin- um beið Jany ósigur fyrir Bandarikja- manninum Carter, og hafði það mjög neikvæð áhrif á sjálfstraust hans. Tími beggja var mjög góður 57,6 og 57,9 3. Szilard, Ungv.l. 59,6 og 4. Gamel, Egypta- landi 59,9 sek. 1 síðari riðlinum varð keppnin þó enn harðari og tíminn betri. Sigraði Ris á 57,5, sem var sami timi og Olympíumetið, en Ford varð að láta sér nægja annað sætið á 57,8, sjónarmun á undan hinum bráðefnilega ungverska sundmanni, Geza Kadas 58,0. Svíinn Ols- son var 4. á 59,1 sek. Daginn eftir fóru svo úrslitin fram með þeim árangri sem hér að framan greinir. Svo einkennilega vildi til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.