Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 20

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 20
10 IÞRÓTTABLAÐIÐ í jl Ari í góöum félagsskap. Til vinstri er Olympíumeistarinn Walter Ris, en heimsmet- hafinn Alan Ford til hægri. röðin hélst óbreytt frú undanúrslitun- um (sé síðari riðillinn tekinn fyrst með í reikninginn) og leit þó lengi vel út fyrir önnur úrslit. Áður en skotið reið af voru flestir keppendur mjög taugaó- styrkir einkum Jany. Viðbragðið heppn- aðist vel og mátti varla á milli sjá fyrstu 50 metrana, þó virtist Ford vera fyrstur að grípa í bakkann. Strax eftir snún- inginn tók Jany fjörkipp og rótaði sér fram úr hinum og var orðinn fyrstur 35 til 40 m. frá marki. Þá kom Ford eins og skollinn úr sauðaleggnum og skreið framúr með óvenju fallegum stíl. Ætlar heimsmethafinn að hafa það eftir allt? Nei, Ris er á öðru máli og þegar aðeins 15 metrar eru eftir, rikkir hann sér fram fyrir hina og kemst fram úr Ford fáeina metra frá endamörkum. Um sömu mund- ir herti Kadas svo á sér að honum tókst að snerta markið á undan Carter og Jany sem-voru báðir búnir með allt púðrið. og hefði Kadas ekki rekið hendina í kað- alinn er ekki að vita nema Ford hefði einnig orðið á eftir honum. — En þó að svona rólega sé frá þessu skýrt hér, skeði þetta með svo skjótri svipan að erfitt var að átta sig á því, enda leið aðeins 1 sek. (um 1 metri) frá því fyrsti og 5. maður snertu markið. Tími Ris er nýtt Olympsmet — 2/10 úr sek. betra en það gamla, sem sett var í undanúr- slitunum í Berlín. Ris er enginn afburða stilisti eins og það er kallað, en mjög vel þjálfaður og sterkur keppnismaður, sem sést bezt á því að hann hefir verið ósigrandi s.l. 2 til 3 ár. Var sund hans mjög vel hugs- að og hnitmiðað. 400 METRA FRJÁLS AÐFERÐ: Heimsmet: 4:35,2 mín. A. Jany, Frl. '47 Olympsmet: 4:44,5 mín. J. Medica, U.S. 1. William Smith, Bandaríkjunum 4:41,0 2. James McLane, Bandaríkjunum 4:43,4 3. John Marshall, Ástralíu ..... 4:47,7 4. Geza Kadas, Ungverjalandi .. 4:49,4 5. Gyorgy Mitro, Ungverjalandi .. 4:49,9 6. Alex Jany, Frakklandi ....... 4:51,4 7. Jack Hale, Bretlandi ........ 4:55,9 8. Alfredo Yantorno, Argentinu .. 4:58,7 Sama kvöld og úrslit 100 metranna fóru fram, hófust undanrásir 400 metra sundsins þ. e. a. s. 3 fyrstu riðlarnir, en hinir 3 voru látnir bíða yfir helgina og teknir mánudaginn 2. ágúst. Tel ég það mjög ósanngjarnt fyrirkomulag, og hlýt- ur það að koma misjafnlega niður á keppendum. Annars var sunddagskráin svo hlaðin að keppni þeirra beztu og fjöl- hæfustu varð þeim hin mesta þolraun. Til leiks mætti 41 keppandi og fóru 2 fyrstu úr hverjum riðli í undanúrslit auk þeirra fjögurra fljótustu, sem næst stóðu. Strax í 1. riðli var sett nýtt Olympiu- met, 4:42,2 mín. Var þar að verki hinn kornungi bandaríkjapiltur, James Mc Lane. í þriðja riðli hafði Jany foruzt- una þar til á síðustu leiðinni að Bret- inn Hale komst upp að hlið honum og sigraði hann á sama tíma. Vakti þetta mikinn fögnuð áhorfenda, einkum þeirra brezku, en mér virtist sem Jany hefði ekki veitt hinum athygli, fyrr en það var orðið um seinan, og reyndar ekki lagt hart að sér þar sem hér var um undanrás að ræða, tími beggja var 4:53,3 mín. 2. ágúst fóru hinir 3 riðlarnir fram og var þá ekki laust við að við íslending- arnir værum spenntir. Ari var nefnilega meðal keppenda í 6. riðli (synti á 1. br.) og hafði bæði Olympíusigurvegarann Smith og Marshall, Ástralíu sér til v. handar. Viðbragðið heppnaðist vel og var Ari fyrstur við 40 metra markið, en eftir snúninginn (50 m.) var hann orðinn ann- ar (Smith fyrstur) og millitími 31,0 sek., en Gonzalez, Kolumbíu þriðji. Nú fóru hinir að skríða betur eða Ari að drag- ast aftur úr, því þegar 100 m. voru bún- ir var Ari kominn i 4. sæti (á 1:08,5 min), með Smith, Marshall, Gonzalez alla á undan sér. Eftir 150 metra hélt Ari sínu sæti (tími 1:48,0) en þá fór Puhar, Júgóslavíu snöggvast fram úr honum, en það stóð ekki lengi því við 200 m. markið var Ari aftur í 4. sæti og tíminn 2:28,0 mín. Rétt eftir snúninginn skreið Puhar aftur fram úr Ara og jók síðan stöðugt bilið. Tókst Ara með naumind- um að halda 5. sætinu, eftir harða keppni við Bretann Holt, sem sótti fast á hann síðustu 50 metrana. Millitímar Ará síðari helming sundsins voru þess- ir: 250 m. 3:11.0; 300 m. 3:53,0; 350 m. 4:39,0 og ioks 400 m. á 5:16,2. Þessi tími Ara skipar honum í 29. sæti meðal hinna rúmlega 40 keppenda og er það heldur lakari árangur en í 100 m. sund- inu, þar sem hann var sá 22. af sama fjölda. Hefði Ari þurft að synda á 5:01,7 min. til að komast í undanúrslit, en ísl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.