Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 22

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 22
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ið, 4:58,4, en Mitro var í þriðja, 4:59,1. Eftir þetta hélst staðan að mestu ó- breytt þar til sundið var rúmlega hálfn- að(ca 900 m.) að Marshall herti enn á sér og náði McLane. Syntu þeir sam- hliða um hrið en loks reif Marshall sig framúr og hélt sig víst hafa afgreitt keppi naut sinn. En McLane var ekki alveg á því að gefast upp svo löngu áður en sundið var búið og skreið á ný fram úr Marshall og var nú svo ferðmikill að sá síðarnefndi varð að láta undan siga. Jók McLane siðan bilið alla leið í mark og sigraði með yfirburðum allvel á sig kominn. Marshall hefir sennilega ekki þolað þennan rikk um mitt sundið og virtist með daufara móti er í mark kom. Á síðari helming sundsins hafði Mitro dregist nokkuð aftur úr, en tók nú fjör- kipp mikinn síðustu 100 metrana og náði aftur 3. sætinu örugglega á undan Ung- verjanum Csordas. Þótt sigur hins korn- unga McLane’s væri glæsilegur tókst honum ekki að hnekkja Olympíumeti þvi sem Japaninn Kitamura setti í Los Angeles 1932. James McLane er aðeins 17 ára, en hefir þó verið bezti þolsundmaður Bandaríkjanna frá því hann var 14 ára. Stíll hans er mjög til fyrirmyndar. 100 METRA BAKSUND: Heimsmet: 1:04,0 mín. A. Stack, US ’48 Olympsmet: 1:05,9 mín. A. Kiefer, US ’36 1. Alan Stack, Bandaríkjunum . . 1:06,4 2. Robert Cowell, Bandaríkj...1:06,5 3. Georges Vallerey, Frakklandi.. 1:07,8 4. Mario Chaves, Argentinu .... 1:09,0 5. Clemente M. Avila, Mexico .... 1:09,0 6. Jack Wiid, S-Afríku ...... 1:09,1 7. John Brockway, Bretlandi . . 1:09,2 8. Albert D. Kinnear, Bretlandi . . 1:09,6 Hér áttum við Islendingar einn þátt- takanda og var því ekki að undra þótt áhugi okkar væri mikill. Undanrásirnar fóru fram eftir hádegi 4. ágúst og voru með sama fyrirkomulagi og 100 m. frjáls aðferð, 6 riðlar, 2 fyrstu í undanúrslit auk næstu 4ra með beztu tímana. 1 fyrsta riðli vakti athygli hinn 18 ára gamli Suður-Afrikumaður, Jack Wiid, sem vann á hinum ágæta tima, 1:08,5. 1 3. riðli vakti það hinsvegar athygli flestra að þriðji maður skyldi fá 2/10 Sigfrid Edström afhendir Alan Stack 1. verölaun fyrir 100 m. baksund. — úr sek. betri tima en næsti maður á und- an!! Skýrði þulurinn þetta undarlega fyrirbrigði á þann hátt að úrskurður markdómara um röð og tímavarða um tíma hvers keppenda væri óháð hvoru öðru. Hinsvegar gat hann þess að úr- skurður markdómara réði í þessu til- felli. Fyrst úrskurður markdómara um röð gildir, hlýtur það að koma af sjálfu sér að 3. maður geti ekki fengið betri tíma en 2. maður, heldur í mesta lagi sama tíma. Yfirdómari eða yfirtímavörð- ur virðist ekki hafa verið á sama máli, því slíkar tímatilkynningar komu oft fyrir í sundkeppninni og hafa ekki enn verið leiðréttar opinberlega. 1 4. riðli fékk maður að sjá hinn nýbakaða heims- methafa Alan Stack og hreifst af hinum fullkomna stíl hans, stærð (1,92 m. > og getu. Fékk hann bezta tímann 1:06,6, og það án þess að taka nokkuð á. En nú var kominn röðin að 5. riðli, þar sem Guðmundur Ingólfsson hafði tekið sér stöðu á 4. braut. Keppinautar hans voru Bandaríkjamaðurinn Cowell og Frakk- inn Pirolley, en alls voru 5 í þessum riðli. Guðmundur náði 'góðu viðbragði og synti rösklega fyrri 50 metrana (tími 36,5) en var þó orðinn siðastur þegar eftir snúninginn. Hafði hann þó fullan hug á að halda í við Egyptann E1 Sayed og var lengi vel á hlið við hann, en hafði ekki næga snerpu síðustu metrana svo að Egyptinn snart endamarkið broti úr sék. á undan. Úrslit: 1. Cowell, USA 1:06,9 min. 2. Pirolley, Frakkl. 1:11,4 min. 3. Shanks, Bermuda 1:17,1. 4. E1 Sayed, Egyptal 1:19,0 og 5. GuÖm. Ingólfsson, Islandi 1:19,4. Eins og búist hafði verið við sigraði Cow'ell með yfir- burðum á næstbezta tíma undanrásanna. Árangur Guðmundar er mjög sæmilegur, þar sem met hans, 1:15,7, samsvarar 1:17.5 mín. á 50 m. braut. Hefði hann þurft að syhda á 1:11,3 til Þess að kom- ast í undanúrslit og sliks gat enginn krafist af honum með neinni sanngirni. Af 39 keppendum var Guðm. sá 35. í röðinni hvað tíma snertir. 1 6. riðli sigr- aði Evrópumeistarinn Vallerey, Frakk- landi á þriðja bezta tímanum 1:07,4. Undanúrslitin daginn eftir voru lítið spennandi því beztu mennirnir lentu sinn í hvorum riðli. Stack vann þann fyrri á 1:07,3 en Vallerey varð 2. á 1:08,3. Bretinn Brockway 3. á 1:09,1 og Avila, Mexico 4. á 1:09,6 mín. Cowell vann svo síðari riðilinn í rólegheitum á 1:08,5 með Bretann Kinnear og Suður-Afríkupilt- inn Wiid í næstu sætum á 1:09,2. 4. mað- ur varð Patterson, USA, á 1:09,9, en hann komst ekki í úrslitin vegna þess að 5. maður úr fyrra riðli, Chaves, Argent- inu, hafði 1/10 úr sek. betri tíma. 3. fyrstu úr hvorum riðli fóru í úrslit á- samt þeim 2, sem næst stóðu kvað tíma snerti, burt séð frá því hvort þeir væru báðir úr sama riðil eins og nú kom fyrir. 1 úrslitunum kvöldið eftir var almennt búist við því að Stack myndi sigra með yfirburðum og þegar sundið var hálfnað var hann góðan spöl á undan. Synti hann mjög vel og virtist gersamlega óháður keppinautum sínum. A. m. k. virtist hann ekkert herða á sér þegar landi hans tólc endasprettinn og át upp mest allt for- Guömundur Jngólfsson, 1. R.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.