Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 24
14
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Atli Steinarsson, 1. R.
en Hallet hafði dregist aftur úr. Eg leit
á skeiðúrið um leið og Sigurður sneri
við og sýndist tíminn vera 1:19,5, svo
að hraðinn var hæfilegur. Enda virtist
Sigurður vera búinn að ná Lucien þegar
þeir sneru við í síðasta sinn, eftir 150
metra. En mér til mikillar gremju var
það Lusien sem herti á sér og komst
fram úr Sigurði, sem virtist skorta snerpu
í hinn alkunna endasprett sinn. Kom
hann því í mark sem 4. maður, 1 metra
á eftir Lucien, en um 5 metrum á eftir
þeim fyrsta. Úrslit: 1. Kandill, Egypta-
landi 2:45,5. 2. Cerer, Ungverjalandi,
2:46,3. 3. Lusien, Frakklandi, 2:49,5. 4.
Sigurður Jónsson, (HSÞ) Islandi, 2:50,6.
5. Linhart, Tékkóslóvakíu, 2:53.8. 6.
Cayco, Filippseyjum, 2:54,0. 7. Hallet,
Ástralíu 3:02,0. 8. Mullick, Indlandi,
3:14.9. Árangur Sigurðar er góður og
samsvarar 2:46,6 á 25 metra braut, en
þar er met hans 2:44,6. Hinsvegar hafði
maður vonað, að bæði hann og Ari bættu
tíma sinn er þeir kæmu í harða keppni,
þar sem hvorugur þeirra hafði haft næga
samkeppni heima á Islandi. Jæja, Sig-
urður var þó í 13. — 14. sæti eftir und-
anrásirnar, en hvernig var það, dugði
það ekki til þess að komast i undanúr-
slit? Eg spurði Jónas Halldórssön að
þessu, og sá strax á svip hans að svar
hans yrði jákvætt. Enda tilkynnti þul-
urinn rétt á eftir að Sigurður T. Jóns-
son, Islandi væri einn þeirra 6, sem
bættust við í undanúrslitin auk 2ja fyrstu
úr hverjum riðii. Svo að markinu var náð
eftir allt.
Eftir hádegi daginn eftir fóru hin lang-
þráðu úrslit fram og lenti Sigurður í
fyrra riðli ásamt fyrri keppinaut sínum,
Kandil, en auk þess Sohl, Jordan, Davies
og Romain, svo að útlitið var langt frá
því að vera gott. Áttu 3 fyrstu úr hvor-
um riðli áð komast i úrslit auk þeirra
2ja, sem næst stóðu hvað tíma snerti.
Sigurður var á 8. braut og synti með
svipuðum hraða og í undanrásinni, en
hér var bara við algert ofurefli að etja.
Sohl tók strax foruztuna með Romain,
Kandil og Davies næsta á eftir sér. Hélst
þessi röð þar til sundið var hálfnað að
Kandil komst i annað sætið, og Jordan
í 4., Davies í 5. og Sigurður í 6. sæti.
Þegar 50 m. voru eftir var Sohl enn
fyrstur, en nú var Kandil byrjaður að
vinna á og Jordan kominn í 3. sæti,
Davies í 4. Romain í 5., Amabuyok í 6.
og Sigurður í 7. sæti tai=vert á undan
þeim siðasta. Á síðustu leiðinni komust
þeir Kandil og Jordan fram úr Sohl —
en að öðru leyti breyttist röðin ekki og
Sigurði tókst ekki að ná Amabuyok aft-
ur, þótt litlu munaði. Úrslit: 1. Kandil.
Egyptalandi, 2:43,7; 2. Jordan, Brazilíu,
2:43,9; 3. Sohl, USA, 2:44,4; 4. Davies,
Ástralíu 2:44,8; 5. Romain, Bretlandi,
2:49,6; 6. Amabyok, Filippseyjum, 2:51,8;
7. Sigurður Jónsson (HSÞ) Islandi 2:52,4
og 8. Nakachc, Frakklandi 2:59,1 mín.
Þetta var það lengsta, sem við Islending-
ar komumst i sundinu að þessu sinni og
á Sigurður þakkir skilið fyrir frammi-
stöðu sína.
1 síðari riðlinum varð Verdeur fyrstur
á svipuðum tíma og áður, 2:40,7, Carter
2. á 2:43,0, Bonte 3. á 2:47,0 og Cerer
4. á 2:47,3 mín. Komust 4 fyrstu úr
hvorum riðli í úrslitin,sem fóru fram
daginn eftir, 7. ágúst, síðasta keppnisdag
leikanna.
I úrslitunum tók Verdeur tafarlaust
foruztuna og hélt henni sundið út. Var
byrjunarhraði hans gífurlegur, enda dró
nokkuð af honum síðustu 50 metrana.
Landi hans, Carter, (sem var 4. í 100
m. skriðsundi), synti mun jafnara sund
og sást það bezt með því að bera sam-
an millitími þeirra. Fyrri 100 m. synti
Verdeur á 1:13,1 og Carter á 1:16,8 en
þá síðari synti Verdeur á 1:26,2 og Carter
á 1:23,4 min. Framan af sundinu leit
út fyrir að Verdeur fengi enga sam-
keppni, og baráttan yrði einkum um
2. sætið. Það vakti því mikla athygli
og óvæntan spenning þegar Carter setti
á fullt 50 metra frá marki og og fór ekki
aðeins fram úr Sohl og Davies, heldur
dró hann svo á heimsmethafann, að sá
síðarnefndi átti aðeins 1 metra til góða
við endamarkið. 3 metrum aftar börð-
ust þeir Sohl og Davies um 3. verðlaun
með þeim árangri að markdómarar úr
skurðuðu Sohl á undan þótt tímaverðir
gæfu Davies 2/10 úr sek. betri tima! Var
úrskurður markdómara tekinn fram yfir
og Sohl afhent 3. verðlaun, án þess að
verið væri að ómaka sig á því að lag-
færa tímann samkvæmt því. Hefði sann-
arlega ekki veitt af því að hafa „photo-
finish“ við hendina eins og í frjáls-
íþróttunum.
Jordan og Kandil virtust hafa eytt öllu
sínu púðri og urðu að sleppa Cerer fram
úr sér. Svo rak Hollendingurinn Bonte
lestina fast á eftir, en hann var líka
sá eini sem synti hið venjulega bringu-
sund. Annars var þetta sund mjög jafnt
og aðeins 3% metra munur á 3. og 8.
manni.
I þessu sambandi er vert að geta þess
að Bonte var nýbúinn að setja heimsmet
í 400 og 500 metra bringusundi, sem
hann synti á 5:40,2 mín. og 7:10,6 min.
Heina, Þýzkalandi átti gömlu metin. —
Timi Verdeur’s er nýtt Olympsmet og
skorti hann þó talsvert á að ná heims-
meti sínu. Flugsund hans er mjög sér-
kennilegt, takthraðinn óvenju mikill og
axlirnar liðugar. Vakti sund hans mikið
umtal meðal sundsérfræðinganna, sem
höfðu all skiptar skoðanir á því.
Sigurður Jónsson, HSÞ, sá eini af ísl.
sundkeppendunum er komst í undanúrslit