Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 24

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 24
14 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Atli Steinarsson, 1. R. en Hallet hafði dregist aftur úr. Eg leit á skeiðúrið um leið og Sigurður sneri við og sýndist tíminn vera 1:19,5, svo að hraðinn var hæfilegur. Enda virtist Sigurður vera búinn að ná Lucien þegar þeir sneru við í síðasta sinn, eftir 150 metra. En mér til mikillar gremju var það Lusien sem herti á sér og komst fram úr Sigurði, sem virtist skorta snerpu í hinn alkunna endasprett sinn. Kom hann því í mark sem 4. maður, 1 metra á eftir Lucien, en um 5 metrum á eftir þeim fyrsta. Úrslit: 1. Kandill, Egypta- landi 2:45,5. 2. Cerer, Ungverjalandi, 2:46,3. 3. Lusien, Frakklandi, 2:49,5. 4. Sigurður Jónsson, (HSÞ) Islandi, 2:50,6. 5. Linhart, Tékkóslóvakíu, 2:53.8. 6. Cayco, Filippseyjum, 2:54,0. 7. Hallet, Ástralíu 3:02,0. 8. Mullick, Indlandi, 3:14.9. Árangur Sigurðar er góður og samsvarar 2:46,6 á 25 metra braut, en þar er met hans 2:44,6. Hinsvegar hafði maður vonað, að bæði hann og Ari bættu tíma sinn er þeir kæmu í harða keppni, þar sem hvorugur þeirra hafði haft næga samkeppni heima á Islandi. Jæja, Sig- urður var þó í 13. — 14. sæti eftir und- anrásirnar, en hvernig var það, dugði það ekki til þess að komast i undanúr- slit? Eg spurði Jónas Halldórssön að þessu, og sá strax á svip hans að svar hans yrði jákvætt. Enda tilkynnti þul- urinn rétt á eftir að Sigurður T. Jóns- son, Islandi væri einn þeirra 6, sem bættust við í undanúrslitin auk 2ja fyrstu úr hverjum riðii. Svo að markinu var náð eftir allt. Eftir hádegi daginn eftir fóru hin lang- þráðu úrslit fram og lenti Sigurður í fyrra riðli ásamt fyrri keppinaut sínum, Kandil, en auk þess Sohl, Jordan, Davies og Romain, svo að útlitið var langt frá því að vera gott. Áttu 3 fyrstu úr hvor- um riðli áð komast i úrslit auk þeirra 2ja, sem næst stóðu hvað tíma snerti. Sigurður var á 8. braut og synti með svipuðum hraða og í undanrásinni, en hér var bara við algert ofurefli að etja. Sohl tók strax foruztuna með Romain, Kandil og Davies næsta á eftir sér. Hélst þessi röð þar til sundið var hálfnað að Kandil komst i annað sætið, og Jordan í 4., Davies í 5. og Sigurður í 6. sæti. Þegar 50 m. voru eftir var Sohl enn fyrstur, en nú var Kandil byrjaður að vinna á og Jordan kominn í 3. sæti, Davies í 4. Romain í 5., Amabuyok í 6. og Sigurður í 7. sæti tai=vert á undan þeim siðasta. Á síðustu leiðinni komust þeir Kandil og Jordan fram úr Sohl — en að öðru leyti breyttist röðin ekki og Sigurði tókst ekki að ná Amabuyok aft- ur, þótt litlu munaði. Úrslit: 1. Kandil. Egyptalandi, 2:43,7; 2. Jordan, Brazilíu, 2:43,9; 3. Sohl, USA, 2:44,4; 4. Davies, Ástralíu 2:44,8; 5. Romain, Bretlandi, 2:49,6; 6. Amabyok, Filippseyjum, 2:51,8; 7. Sigurður Jónsson (HSÞ) Islandi 2:52,4 og 8. Nakachc, Frakklandi 2:59,1 mín. Þetta var það lengsta, sem við Islending- ar komumst i sundinu að þessu sinni og á Sigurður þakkir skilið fyrir frammi- stöðu sína. 1 síðari riðlinum varð Verdeur fyrstur á svipuðum tíma og áður, 2:40,7, Carter 2. á 2:43,0, Bonte 3. á 2:47,0 og Cerer 4. á 2:47,3 mín. Komust 4 fyrstu úr hvorum riðli í úrslitin,sem fóru fram daginn eftir, 7. ágúst, síðasta keppnisdag leikanna. I úrslitunum tók Verdeur tafarlaust foruztuna og hélt henni sundið út. Var byrjunarhraði hans gífurlegur, enda dró nokkuð af honum síðustu 50 metrana. Landi hans, Carter, (sem var 4. í 100 m. skriðsundi), synti mun jafnara sund og sást það bezt með því að bera sam- an millitími þeirra. Fyrri 100 m. synti Verdeur á 1:13,1 og Carter á 1:16,8 en þá síðari synti Verdeur á 1:26,2 og Carter á 1:23,4 min. Framan af sundinu leit út fyrir að Verdeur fengi enga sam- keppni, og baráttan yrði einkum um 2. sætið. Það vakti því mikla athygli og óvæntan spenning þegar Carter setti á fullt 50 metra frá marki og og fór ekki aðeins fram úr Sohl og Davies, heldur dró hann svo á heimsmethafann, að sá síðarnefndi átti aðeins 1 metra til góða við endamarkið. 3 metrum aftar börð- ust þeir Sohl og Davies um 3. verðlaun með þeim árangri að markdómarar úr skurðuðu Sohl á undan þótt tímaverðir gæfu Davies 2/10 úr sek. betri tima! Var úrskurður markdómara tekinn fram yfir og Sohl afhent 3. verðlaun, án þess að verið væri að ómaka sig á því að lag- færa tímann samkvæmt því. Hefði sann- arlega ekki veitt af því að hafa „photo- finish“ við hendina eins og í frjáls- íþróttunum. Jordan og Kandil virtust hafa eytt öllu sínu púðri og urðu að sleppa Cerer fram úr sér. Svo rak Hollendingurinn Bonte lestina fast á eftir, en hann var líka sá eini sem synti hið venjulega bringu- sund. Annars var þetta sund mjög jafnt og aðeins 3% metra munur á 3. og 8. manni. I þessu sambandi er vert að geta þess að Bonte var nýbúinn að setja heimsmet í 400 og 500 metra bringusundi, sem hann synti á 5:40,2 mín. og 7:10,6 min. Heina, Þýzkalandi átti gömlu metin. — Timi Verdeur’s er nýtt Olympsmet og skorti hann þó talsvert á að ná heims- meti sínu. Flugsund hans er mjög sér- kennilegt, takthraðinn óvenju mikill og axlirnar liðugar. Vakti sund hans mikið umtal meðal sundsérfræðinganna, sem höfðu all skiptar skoðanir á því. Sigurður Jónsson, HSÞ, sá eini af ísl. sundkeppendunum er komst í undanúrslit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.