Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 29

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 29
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 19 synti á næstu braut við Önnu, voru eng- in lömb að leika sér við og unnu jafnt og þétt framúr Önnu og hinum keppend- unum. Þessi mikli byrjunarhraði fór líka alveg með Önnu, og Þótt hún héldi stöð- ugt uppi baráttunni, var sýnilegt að hún var alveg komin út úr stílnum og hafn- aði í síðasta sætinu 1 metra á eftir beztu bandaríkjastúlkunni, en um 15 m. á eftir þeim fyrstu. Úrslit: 1. Lyons, 3:02,9; 2. Novak, 3:02,9; 3. De Groot, 3:04,4; 4. Church, 3:07,4; 5. Turnbull, 3:12,2; 6. Kobl, 3:16,2; 7. Wilson, 3:18,2; 8. Anna Ólafsdóttir, íslandi 3:19,9 mín. Isl. met Önnu í 25 m. laug er 3:08 2, en það sam- svarar um það bil 3:12,5 mín. í þessari 50 m. braut Wembley-laugarinnar. Var Anna því alllangt frá sínu bezta og hefði þó ekki þurft að synda á betri tíma en 3:17,0 til að komast í undanúrslitin. Alls höfðu 17 af 22 keppendum betri tíma en Anna. 1 næsta riðli setti Ungverjastúlkan Eva Szekely nýtt Olympsmét, 3:01,0 mín. og synti þróttmikið flugsund alla leið. Loks vann heimsmethafinn, Vliet 3. og síðasta riðilinn með miklum yfirburðum á 2:57,4 og bætti þar með allrækilega hið nýsetta Olympiumet, 1 þessum riðli var Þórdís meðal keppenda og synti á 7. braut, við hliðina á heimsmethafan- Um. Dróst Þórdís fljótt aftur úr og virt- ist njóta sin enn ver en Anna. Nelly van Vliet, sem syndir venjulegt bringu- sund, stakk hinar allar af og kom í mark um 10 metrum á undan þeirri næstu, sem var danska stúlkan Jytte Hansen, 15 ára. Síðan komu þær hver af annarri en síðastar voru þær Lemora frá Banda- ríkjunum og Þórdís, með 2 metra milli- bili. Vrslit: 1. Vliet, 2:57,4; 2. Hansen, 3:09,1; 3. Leskinen, 3:11,4; 4. Gordon, 3:13,3; 5. Strong, 3:14,2; 6. Lamore, 3:23,6 7 Þórdís Árnadóttir, íslandi, 3:26,1 mín. Syntu alls 19 af 22 á betri tíma en Þór- dís. Bezti tími hennar hér heima í 25 m. laug er 3:08,7, er samsvarar tæplega 3:13,0 í 50 m. laug. En þótt árangur Önnu og Þórdísar yrði þannig töluvert lakari en efni stöðu tif, er rétt að hafa það i huga að þær eru aðeins 15 ára gamlar og hafa aldrei fyrr keppt á stóru alþjóðamóti. Daginn eftir fóru undanrásirnar fram og voru báðir riðlarnir mjög spennandi og skemmtilegir. Þann fyrri vann hin óþekkta en bráðefnilega Ástralíustúlka Nancy Lyons, sem hefir sérlega drjúg an endasprett. Átti hún þó i höggi vi: De Groot og flugsundshetjuna Szekeh Tími þeirra var mjög jafn eða 3:00,í 3:01,4 og 3:02,8 i sömu röð og þær vor nefndar. I síðari riðlinum vaki það mikl og óvænta athygli, að Novak skyldi hang í heimsmethafanum og synda vel und' 3 mín. Vliet bætti enn Olympsmetif og synti á 2:57,0 mín., en Novak va^ fast á eftir á hinum ágæta tima 2:58,0. Þriðja varð Jytte Hansen á 3:05,5, en 4. og 5. Hom og Church, komust einnig i úrslitin, þar sem þær höfðu betri tíma en sú fjórða i fyrri riðlinum eða 3:05,7 og 3:07,1 min. Úrslitasundið fór ekki fram fyrr en 2 dögum siðar, að kvöldi 3. ágúst og varð bæði spennandi og viðburðaríkt. Töldu margir að Vliet myndi sigra án veru- legrar samkeppni með þær ungversku næstar sér, en þetta fór á annan veg. 1 byrjun háðu þær ungversku harða bar- áttu við Vliet um foruztuna og virtist mér Szekely, sem synti ein flugsund, vera ívið á undan fyrstu 50 metrana. Þegar sundið var hálfnað voru Novak og Vliet samhliða í fararbroddi, en Szeke- ly örlítið á eftir. Um þessar mundir fór ég að veita Lyons eftirtekt, en hún hafði skyndilega rifið sig út úr síðari Nelly van Vliet, Hollandi, Olympíumeist- ari og methafi í 200 m. bringusundi. Anna Ólafsd. Á. og Þórdís Árnad. Á. hópnum og var nú kominn á móts við Szekely. Vliet hafði nú loks tekizt að hrista Novak af sér og geystist áfram sem öruggur sigurvegari, að þvi er virtist. En þá skeði hið óvænta. Síðustu 50 m. herti Lyons enn meira á sér, skreið fram úr Novak og át jafnt og þétt upp bilið milli sín og Vliet. En rétt um það leyti sem hún var kominn upp að hliðinni á henni, birtist endamarkið og Vliet tókst að snerta bakkann broti úr sek. á undan. 2 til 3 metrum aftar kom svo Novak, en félagi hennar Szekely virtist alveg út- keyrð á flugsundinu og hafnaði í 4. sæti. Hinar 4 komu svo með örstuttu millibili nokkrum metrum aftar. Vliet er óþarfi að kynna fyrir les- endum, en hún er nú bæði Evrópu og heimsmeistari í 200 m. bringusundi. Ást- ralska stúlkan Nancy Lyons hefir aldrei synt á svona góðum tíma enda er hún upprennandi stjarna. Bringusund hennar er mjög látlaust og gott jafnvægi yfir því. 4x100 METRA BOÐSUND: Heimsmet: 4:27,6 mín. Danmörk 1938 Olympsmet: 4:36,0 mín. Holland 1936 1. Bandarikin ................. 4:29,2 (Corridon, Kalama. Helser, Curtis) 2. Danmörk .................... 4:29,9 (Riise, Harup, Andersen, Carstensen) 3. Holland..................... 4:31,6 (Schum. Marsm., Vaessen, Termeul.) 4. Bretland ................... 4:34,7 (Nielsen, Wellington, Preece, Gibson) 5. Ungverjaland ............... 4:44,8 (Littomer., Novak, Temes, Szekely) 6. Brazilía.................... 4:49,1 (Schmitt, Da Costa, Rodrigues, Tavar.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.