Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 30

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 30
20 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Bandaríkjastúlkurnar, sem unnu hiö spennandi 4x100 m. boösund og settu nýtt Olympsmet. Frá vinstri: Brenda Helser, Ann Curtis, M. Corridon og T. Kálama. 7. Frakkland ................... 4:49,8 (Arene, Vallerey, Thomas, Jany) Sviþjóð (Thidholm, Ahlgren, Lundquist, Fredin) var dæmd úr leik vegna ólög- legrar 2. skiptingar, en synti á 4:34,7 — Hafi nokkuð eitt sund sameinað þann spenning, þau óvæntu tilþrif og þann margfalda metaslátt, sem einkenndi sund- keppni hina 14. Olympíuleika, þá var það 4x100 metra boðsund kvenna. Strax í undanrásunum, 4. ágúst, byrj- aði spenningurinn, því dönsku stúlkurn- ar unnu fyrri riðilinn á 4:33,5 mín. að- eins 6/10 úr sek. á undan þeim banda- rísku, en tímar beggja voru langt undir gamla Olympíumetinu. Skorti þær brezku í 3. sæti, aðeins 1/10 úr sek. á gamla metið. Þessar þrjár sveitir báru mjög af, en þó komst sú fjórða, Frakkland, einnig í úrslitin vegna tímans, 4:50,0. Nú synti Greta Andersen síðasta sprett- inn fyrir Danmörku, því þetta var dag- inn fyrir 400 m. undanrásirnar, þegar slysið kom fyrir hana, en Harup vantaði. En þetta Olympsmet, 4:33,5 átti ekki langa lifdaga fyrir höndum, því 10 mín. síðar höfðu hollensku stúlkurnar í seinni riðlinum bætt það um 2,2 sek og syntu á 4:31,3 mín! Kom þetta mjög á óvart og vakti mikinn spenning og getgátur um það hvernig úrslitin færu. Svíþjóð varð 2. í síðari riðlinum á tímanum 4:38,5, Ungverjaland 3. á 4:47,5 og Brazilía 4. á 4:51,4 mín. Tveim dögum síðar að kvöldi 6. ágúst, fór hið sögulega úrslitasund fram. Danir höfðu nú endurheimt Olympiumeistarann sinn Gretu Andersen, en þar sem hún var ekki alveg búinn að ná sér, kaus hún að synda næst síðasta en ekki síðasta sprettinn. Kann að vera að þetta hafi haft einhver áhrif á úrslit sundsins. — Beztu sveitirnar höfðu lent hlið við hlið, Bretland á 3. braut, Danmörk á 4. Hol- land á 5. og Bandaríkin á 6. og Svíþjóð á 7. braut. Skotið reið af og 8 velþjálf- aðir meyjarkroppar klufu vatnið. Og hvílíkur hamagangur! Danska stúlkan Eva Riise tók brátt að sér foruztuna, örlitið á undan Schumacher og Corridon, en þegar fyrsta skiptingin fór fram mátti varla á milli sjá. Harup tókst þó að halda foruztunni á næsta spretti en síðan tók Greta Andersen við og þá fór fyrst að draga verulega i sundur með Danmörku og hinum sveitunum. Þegar Fritze Car- stensen stakk sér leit út fyrir glæsileg- an danskan sigur, því Holland var 1 m. á eftir og Bandarikin og Bretland sam- hliða enn lengra á eftir. Carstensen synti líka mjög rösklega fyrri 50 metrana og þegar fyrstu sveitirnar höfðu snúið við í síðasta sinn var Carstensen orðin 1 til 2 metrum á undan Termeulen, og um 3 metra á undan Curtis og Gibson. Þetta er búið sögðu sumir, Danmörk vinnur, Holland verður annað og Bandaríkin þriðja. En Curtis var ekki á sama máli, því nú tók hún þann snarpasta endasprett sem sögur fara af og þaut blátt áfram eftir vatnsfletinum. 25 m. frá marki var hún enn í þriðja sæti, en nokkrum metr- um síðar skreið hún fram úr Termeulen og byrjaði að síga á Carstensen. En það virtist ganga kraftaverki næst að ná henni. 10 m. frá marki er Carstensen 1 m. á undan, en þá kemur Curtis eins og raketta og flýgur framhjá henni á síðustu 5 metrunum. Það ótrúlega hafði skeð, hinar vinsælu dönsku stúlkur sem höfðu haft foruztuna 395 metra af 400, þurftu að bíta i hið súra epli ósigursins i Hrópin og æsingurinn var nú liðin hjá og mér varð litið á skeiðúrið mitt, er sýndi að Curtis hafði synt síðustu 100 metrana á 1:04,4. eða 2/10 úr sek. undir heims- metinu! Síðar frétti ég að 12 klukkur hefðu verið á henni, sú bezta hefði sýnt 1:04,2 og sú lakasta 1:04,7, en flestar þó sýnt 1:04,4 mín. — Hinum óvænta sigri Bandarikjanna var mjög fagnað en jafn- framt reyndu menn óspart að hugga hinar heillum horfnu dönsku stúlkur. Annars var árangur sundsins met út af fyrir sig, því 5 fyrstu sveitirnar syntu undir gamla Olympiumetinu frá 1936. Að vísu skyggði það dálítið á að sænska sveitin skyldi vera dæmd úr leik vegna þess að sú þriðja þeirra stakk sér of fljótt, en þeirri fjórðu, Fredin, hafði einmitt tekist að ná Gibson, og fá sama tíma, 4:34,7 mín. Millitímar tveggja fyrstu sveitanna vou á þessa letð: USA 1:09,2 — 1:07,6 — 1:08,0 — 1:04,4 og Danmörk 1:09,2 — 1:07,6 — 1:05,9 — 1:07,2 og þar með lýkur frásögninni af hinni skemmtilegu sundkeppni Olympíu- leikanna. Sigurvegararnir í Berlín 1936: 100 metra frjáls aðferð: Rita Mastenbroek, Hollandi * 1:05,9 400 metra frjáls aðfero: Rita Mastenbroek, Hollandi * 5:26,4 100 metra baksund: Nina Senff, Hollandi........ c 1:18,9 200 metra bringusund: Hideko Maeliata, Japan...3 3;03,0 4x100 metra boðsund: Holland................... * 4:36.0 * = Olympsmet. ** = Heimsmet. ' Taguchi, Japan setti nýtt Olympsmet, 57,5, í undanrás, en varð aðeins 4. i úrslitunum. -Senff setti nýtt heimsmet, 1:16,2 í undanrásinni. 8 Maehata synti á nýju Olympsmeti, 3:01,9, í undanrásinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.