Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 33
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
23
Sundknattleikur
Sundknattleikskeppni Olympíuleikanna
hófst að kvöldi 29. júlí, sama daginn og
leikarnir voru settir. Fóru þá fram 2
leikir. Sá fyrri milli Svíþjóðar og Sviss
og vann Svíþjóð með 6:1 og sá síðari
milli Ungverjalands og Eygptalands og
vann Ungverjaland með 4:2.
Síðan hélt keppnin áfram daglega og
laku laugardaginn 7. ágúst. Alls tóku 18
þjóðir þátt i keppninni og var þeim skipt
í 6 flokka, 3 í hverjum, sem háðu nokk-
urskonar úrsláttarkeppni innbyrðis. ■—
Þannig að ein þjóð féll úr í hverjum
flokki (sú lægsta að stigum).
Var þetta fyrsta umferð keppninnar.
1 næstu umferð var hinum 12 eftirlif-
andi þjóðum skipt á ný í 4 flokka, 3 í
hverjum. Loks tóku 8 þær beztu þátt í
undanúrslitunum og þaðan fóru svo 4
þær beztu í úrslit. Þegar úrslit voru
fengin milli þeirra, kepptu 4 næstu um
5. — 8. sætið. Þess ber þó að gæta að
ef sömu þjóðirnar lentu aftur saman
í 2. umferð gilti þau úrslit, sem höfðu
orðið milli þeirra í 1. umferð o. s. frv.
Yrðu tvær þjóðir jafnar í undankeppn-
inni réði markatala
Vegna rúmleysis verður aðeins get-
ið þeirra leikja, sem fram fóru í undan-
úrslitunum og sjálfum úrslitunum.
UNDANÚRSLIT:
Fyrri flokkur:
Belgia — Holland ............... 3:3
Belgía — Spánn ................. 4:1
Holland — Svíþjóð .............. 5:3
Holland -— Spánn ............... 5:2
SíÖari flokkur:
Ungverjaland — Frakkland ....... 5:4
Italía — Egyptaland ............ 5:1
Italia — Frakkland ............. 5:2
Italía — Ungverjaland .......... 4:3
Olympíumeistarar
Itala í sundknatt-
leik, en þeir eru:
Arena, Bonocore,
Bulgarélli, Fabiano
Ghira, Maioni, Og
nio, Pandolfini, T.
Pandolfini, Rubini,
Toribolo.
ÚRSLIT:
Holland — Ungverjaland ......... 4:4
ítalia — Belgía ............... 4:2
Italía — Holland ............... 4:2
Ungverjaland — Belgía .......... 3:0
Keppni um 5. — 8. sæti:
Svíþjóð — Frakkland ............ 1:1
Egyptaland — Spánn ............. 3:1
Svíþjóð — Egyptaland ........... 3:2
Frakkland — Spánn .............. 2:1
URSLITARÖÐ:
1. Italía .................... 4 stig
2. Ungverjaland ............... 2 —
3. Holland .................... 1 —
4. Belgía..................... 1 —
5. Svíþjóð .................... 4 —
6. Frakkland................... 3 —
7. Egyptaland ................. 1 —
8. Spánn ...................... 0 —
Olympíumeistarar Itala eru: Arena,
Bonocore, Bulgarelli, Fabiano, Ghira,
Maioni, Ognio, G. Pandolfini, T. Pandol-
fini, Rubini, Toribolo.
Um þessa sundknattleikskeppni er hægt
að vera stuttorður. Hún var bæði hörð
og ljót og mikið ósamræmi í túlkun hinna
ýmsu dómara á reglunum. Flestir þeirra
leyfðu allt of mikið og misstu því allt
taumhald á leikmönnum, en örfáir voru
strangari og ráku þá upp, sem brutu
settar reglur. T. d. má geta þess að þeg-
ar leiknum milli Belgíu og Hollands
lauk (3:3) voru aðeins 4 menn eftir í
lauginni, 2 í hvoru liði. Hinir höfðu
allir verið reknir uppúr fyrir leikbrot.
Voru þar á meðal báðir markverðirnir!
Annars er enginn hægðarleikur að vera
dómari hjá svona körlum, þegar regl-
urnar eru svo teygjanlegar að það fer
eftir smekk hvers og eins hvernig þær
eru túlkaðar. Má búast við því að þessi
Olympíukeppni setji skrið á útgáfu nýrra
og ákveðnari sundknattleiksreglna, og er
þá ef til vill ekki unnið fyrir gíg. —
Italirnir léku all harkalega og notfærðu
sér linkind dómarans út í yztu æsar.
Annars voru staðsetningar þeirra ágætar
og tæknin góð, þótt hún virtist ekki
síðri hjá tveim næstu þjóðum, Ungverj-
um og Hollendingum.