Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 34

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 34
24 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ KNATTSPYRNA Eftir Hafstein Guðmundsson Aðeins 18 þjóðir tóku þátt i knatt- spyrnunni á Olympíuleikunum.. Keppn- inni var hagað þannig, að það lið, sem tapaði einum leik, féll úr keppnlnni og var því um útsláttakeppni að ræða. Fyrsti leikurinn fór fram 26. júlí eða þrem dögum áður en Olympíuleikirn- ir voru formlega settir. Þann dag fóru fram tveir undanleikir til þess að fá hentugan fjölda af liðum í aðalkeppn- ina. Úrslit þessara leikja urðu þau að Holland vann Irland 3:1 og Luxemburg vann Afganistan 6:0. Aðalkeppnin hófst svo 31. júlí með því að leiknir voru 4 leikir af fyrstu umferðinni, en s'einni helmingur hennar fór fram 2. ágúst. Úrslit leikanna í fyrstu umferð urðu Danmörk—Egyptaland 3:1 (eftir fram- lengdan leik), England — Holland 4:3 (eftir framlengdan leik), Frakkland — Indland 2:1, Júgóslavía — Luxemburg 6:1, Svíþjóð — Austurríki 3:0, Italia — Bandaríkin 9:0, Tyrkland — Kína 4:0. Korea — Mexico 5:3. Sigurvegararnir frá þessum 8 leikj- um léku svo innbyrðis sín á milli í annarri umferð, sem fór fram 5. ágúst og urðu úrslit þar þessi: Danmörk -— Italía 5:3, England — Frakkland 1:0, Svíþjóð — Korea 12:0, Júgóslavía — Tyrkland 3:1. Undanúrslitin (semifinal) fóru fram á Wembleyvellinum dagana, 10. og 11. ágúst milli Svíþjóðar og Danmerkur annarsvegar og Júgóslavíu og Englands hinsvegar. Úrslit þessara leikja urðu þau að Svíþjóð vann fyrri leikinn 4:2, en Júgóslavía þann seinni 3:1. Þessi lönd komust því í úrslit, en þau sem töpuðu, Danmörk og England, kepptu um þriðja sætið. Föstudaginn 13. ágúst fóru svo þessir tveir leikir fram á Wembley. Fyrri leiknum, keppninni um þriðja sæt- ið, lauk með sigri Dana 5:3, en Svíar sigruðu Júgóslava í úrslitaleiknum, 3:1. Því miður er hér ekki rúm til að lýsa nema fjórum siðustu leikjunum, þ. e. undanúrslitunum, keppninni um þriðja sætið og úrslitaleiknum. UNDANÚRSLITIN. Fyrri leikurinn í undanúrslitunum var milli Svíþjóðar og Danmerkur. Danir skoruðu fyrsta markið strax í byrjun leiksins, eftir að v. útfr. h. þeirra hafði leikið á sænsku vörnina. Á 15. mín. jafna Svíar (Carlsson) með góð- um skalla, 1:1. — Þegar 30 mín. eru liðnar af fyrri hálfleik fær Rosen (h. útfr. h. Svía) skábolta inn fyrir vörn Dananna og skorar með óverjandi skoti í stöngina 2:1. Fimm mín. síðar skorar Rosen svo aftur fyrir Svía, en nú úr þvögu 3:1. Á síðustu min. fyrri hálf- leiks kemst Carlson (v. innfr. h. Svía) innfyrir dönsku vörnina og skorar auð- veldlega með þvi að spyrna lausum bolta fram hjá markverði Dananna, sem kom út á móti honum 4:1. Síðasta markið í leiknum kom þegar 10. mín. voru eftir af seinni hálfleik og setti J. Hansen (v. innfr.h. Dana) það af 20 m. færi 4:2. Svíar léku betur í þessum leik og áttu skilið að vinna, þó höfðu Danir yfirhöndina fyrst og síðast í leiknum Seinni leikurinn i undanúrslitunum var milli Júgóslaviu og Englands. Júgóslavar skoruðu fyrsta markið á 17. min. fyrri hálfleiks, en aðeins tveim mín. siðar jafna Bretar með skoti frá vítateig. Á 22. mín. skorar miðfr.h. Júgóslava ann- að mark þeirra með góðu skoti. 2:1. Snemma í seinni hálfleik skora þeir svo 3ja og síðasta mark leiksins eftir gott upphlaup, 3:1. Þessi leikur var mjög ójafn og hefði eins getað endað 6:0 fyrir Júgóslava. Þeir hugsuðu ekkert um að setja mörk i seinni hálfleik, heldur aðeins að leika sér að Bretunum, eins og köttur að mús. KEPPNIN UM ÞRIÐJA SÆTIÐ. I keppninni um þriðja sætið í Olym- píuknattspyrnunni, sigruðu Danir Breta með 5 mörkum gegn 3. Fyrsta markið í þessum leik skoruðu Bretar á 7. mín. með góðu skoti, sem markvörður Dananna hefði þó átt að verja. Nokkrum mínútum siðar jafnar Carl A. Præst fyrir Dani, 1:1. 5 mín. seinna skora Danir (Hansen aftur) og nú með glæsilegu skoti, 2:1. Um miðjan fyrri hálfleik er dæmd aukaspyrna á Dani, fyrir utan vítateig. Hardisty (v. framv. Breta) tekur hana og sendir knöttinn rólega í netið hjá Dönunum, 2:2. Þetta var annað klaufamarkið, sem Nilson fékk i leiknum. Siðast í fyrri hálfleik skorar svo L. Sörensen (v. út- fr. h. Dana) úr aukaspyrnu frá víta- teig með föstu og óverjandi skoti í blá- hornið, 3:2. Fyrst í seinni hálfleik skorar Carl A. Præst fyrir Dani, með góðu skoti, 4:2. Eftir þetta mark hefja Bretar mikla sókn, sem endar með því að miðframh. þeirra kemst i gott færi, en er haldið. þegar hann ætlar að skjóta. Fyrir þetta fá Danir dæmda á sig vítaspyrnu, sem Bretar skora auðveldlega úr, 4:3. Dönum tekst að ná nokkrum góðum upphlaupum eftir þetta og í einu þeirra setja þeir siðasta mark leiksins. Skoraði Hansen (h. innfr. h.) það með lagleg- um skalla. Leikurinn endaði því 5:3 Dönum í vil og voru það sanngjörn úrslit. ÚRSLITALEIKURINN. Úrslitaleikurinn milli Svía og Júgó- slava, fór fram 13. ágúst á Wembley- vellinum og var hinn sögulegasti. Veður var gott meðan á leiknum stóð, en fyrri hluta dagsins hafði rignt nokkuð og var völlurinn því þungur og háll. Áhorfendur voru mjög margir. Svíar mættu til leiks með sama liði og móti Dönum i undanúrslitunum, að undanteknum einum manni, Leander (h. bakverði), en í stað hans kom Knut Nordahl, bróðir Gunnars og Bertil Nor- dahl, sem báðir voru fyrir í liðinu. Jú- góslavar gátu aftur á móti ekki stillt upp sinu sterkasta liði, vegna meiðsla Þá vantaði að minnsta kosti tvo góða menn, sem léku móti Bretum, mark- vörðinn og miðframherjann. Sérstak- lega var bagalegt fyrir þá að missa m. framh. því að hann var ágætis leikmað- ur og eina verulega góða „skyttan", sem þeir áttu. 1 upphafi leiksins sýndu leikmenn beggja liða mikla varkárni. Báðir lögðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.