Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 36
26
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Hnefaleikar
Fluguvigt íupp aS 51 kg.)
1. P. Perez, Argentínu. 2. S. Bandinelli,
Ítalíu. 3. Soo Ann Han, Kóreu.
Bantamvigt (aö 51f kg.)
1. T. Czik, Ungverjalandi. 2. G. Zuddas,
Italíu. 3. J. Venegas, Puorto Rico.
FjaSurvigt (aö 58 kg.)
1. E. Formenti, Ítalíu. 2. D. Shepherd, S.-
Afríku. 3. A. Antkiewicz, Póllandi.
Léttvigt (aö 62 kg.)
1. G. Dreyer, S.-Afríku. 2. J. Vissers, Belg-
íu. 3. S. Wad, Danmörku.
Veltivigt (aö 67 kg.)
1. J. Torma, Tékkóslóvakiu. 2. H. Herr-
ing, Bandaríkjunum. 3. A.D. Ottavio, Ital.
höndina síðustu 15 mín. Þó voru mark-
tækifæri Svíanna ekki fleiri en Júgó-
slavanna í þessum hálfleik.
Seinni hálfleikurinn hófst með sókn af
Svía hálfu. Á 5. mín. ná þeir mjög góðu
upphlaupi, sem endaði með því, að Carls-
son leggur knöttinn vel fyrir Gunnar
Nordahl, sem sendir hann í netið, 2:1
fyrir Svia.
Eftir þetta ná Júgóslavar mörgum
góðum upphlaupum, sem ekkert varð þó
úr, af sömu ástæðu og áður, eða þá
að þau strönduðu á sænsku vörninni.
Annars fór nú að færast mikil harka
í leikinn og létu margir leikmanna skap-
ið hlaupa með sig i gönur. Hafði dóm-
arinn ekki við að stilla til friðar og lét
þó ekki allt á sig fá. A. m. k. vísaði hann
engum leikmanna útaf.
Sviar ná góðu upphlaupi um miðjan
seinni hálfleik, sem endaði með því að
G. Nordahl fær knöttinn i góðu færi,
en um leið og hann ætlar að skjóta,
setur einn varnarleikmaður Júgóslav-
anna fótinn fyrir hann, svo hann fellur.
Vítaspyrna er dæmd á Júgóslavana fyrir
þetta og skoruðu Svíar (G. Green) úr
henni, 3:1.
Við þetta harðnaði leikurinn enn meir
og sóttu Júgóslavar fast á mark Svíanna,
en án árangurs. Lauk leiknum því með
sigri Svia, 3:1 og eru það, eftir atvik-
um, sanngjörn úrslit.
Millivigt (aö 73 kg.)
1. L. Papp, Ungverjalandi. 2. J. Wright,
Bretlandi. 3. I Fontana, Italíu.
Léttþungavigt (aö 80 kg.)
1. G. Hunter, S.-Afríku. 2. D. Scott, Bret-
landi. 3. M. Cia, Argentínu.
Þungavigt
1. R. Iglesias, Argentínu. 2. N. Nilsson,
Svíþjóð. 3. J. Arthur, S.-Afríku.
Eg sá úrslitaleikina í öllum þyngdar-
flokkum og fannst yfirleitt ekki mikið til
þeirra koma. 1 mið og léttari flokkunum
voru þetta mestmegnis óharðnaðir ung-
lingar, sem að vísu voru efnilegir sumir
hverjir, en skorti flesta veruleg tilþrif.
Skæðasti og þunghöggasti hnefaleikarinn
var án efa Iglesias, sem sigraði á rot-
höggi í 2. lotu þungavigtarinnar. Þó var
Hunter, S.-Afríku (í léttþungavigt),
fremri hvað tækni og kunnáttu snerti,
enda hlaut hann sérstök verðlaun fyrir
bezta frammistöðu í allri hnefaleika-
keppninni.
Annars gerðust þeir sögulegu atburðir
í sambandi við keppnina, að yfirdóm-
nefndin neyddist til þess að setjast á
rökstóla og hreinsa til meðal dómar-
anna vegna sívaxandi óánægju yfir úr-
skurðum þeirra. Varð endirinn sá, að
flestum var kastað fyrir borð, en eftir
urðu 8 hringdómarar og 16 utanhrings-
dómarar sem að áliti yfirdómnefndar
reyndust hafa gert hlutverki sínu sóma-
samleg skil. Dæmdu þessir 24 úrvalsdóm-
arar í undanúrslitunum og úrslitun-
um og brá þá svo við að engar óánægju-
raddir heyrðust. Orsök þessa mistaka
var sú að Alþjóðasambandið hafði orð-
ið að skipa 2 dómara frá hverju landi
án þess að hafa haft tækifæri til þess
að prófa kunnáttu þeirra fyrir leik-
ana. Kom þá í ljós að margir voru
ýmist hlutdrægir eða óhæfir til starf-
ans og það svo mjög að ekki gekk á
öðru en kærum og klögumálum fram-
an af keppninni. Alþjóðasambandið skaut
málunum því til yfirdómnefndar, sem
afgreiddi það vel og rösklega, eins og
að framan er getið. Þetta leiðinlega
en lærdómsríka atvik er gott íhugun-
arefni fyrir þá íþróttaleiðtoga hérlend-
is, sem enn hafa ekki fullkomlega skil-
ið gildi þess, að menn með sérþekkingu
á dómarastörfum fjalli um þau mál svo
sem lögin mæla fyrir um.
Hnefaleikakeppnin fór fram úti í
miðri Wembley-lauginni. Þ. e. a. s. á
palli, sem þar hafði verið reistur.
Urslit í öðrum greinum
Enda þótt frásögn mín af Olympíuleik-
unum sé þegar búin að taka mest af rúmi
2 siðustu hefta íþróttablaðsins 1948i,
ætla ég til frekari fróðleiks að birta hér
úrslit í öðrum helztu keppnisgreinum
leikanna. Er það fyrst og fremst gert
fyrir þá, sem halda blaðinu saman og
vilja eiga þess kost að geta síðar meir
gripið í úrslit leikanna öll á einum stað.
NÚTÍMA FIMMTARÞRAUT:
Reiöar, skilmingar, skotfimi, sund, hlaup.
1. W. Grut, Svíþjóð .......... 16 stig
2. G. B. Moore, Bandaríkjunum 47 stig
3. C. Gardin, Svíþjóð ........ 49 stig
GLÍMA
F J ÖLBRAGÐAGLlM A:
Fluguvigt (aö 52 kg.)
1. V. Viitala, Finnlandi. 2. H. Balamir,
Tyrklandi. 3. K. R. Johannsson, Svíþj.
Bantamvigt (aö 57 kg.)
1. N. Akar, Tyrklandi. 2. G. Leeman,
U.S.A. 3. C. Kouyos, Frakklandi.
Fjaöurvigt (aö 62 kg)
1. G. Bilge, Tyrklandi. 2. S. Sjölin, Svi-
þjóð. 3. A. Miiller, Sviss.
Léttvigt (að 67 kg.)
1. C. Atik, Tyrklandi. 2. A. Frándfors,
Svíþjóð. 3. H. Baumann, Sviss.
Veltivigt (aö 73 kg.)
1. Y. Dogu, Tyrklandi. 2. R. Garrard,
Ástralíu. 3. L. Merrill, U. S. A.
Millivigt (að 79 kg)
1. G. Brand, U. S. A. 2. A. Candemir,
Tyrklandi. 3. E. Linden, Svíþjóð.
Léttþungavigt (að 87 kg.)
1. H. Wittenberg, U. S. A. 2. F. Stöck-
li, Sviss, 3. B. Fahlkvist, Svíþjóð.