Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 42

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 42
32 Hnakkatak með krækju. þjóSlegu fangbrögS, svo að búast mœtti við að fleiri myndu vilja ota sinu fram. Á Olympíuleikunum í London 1908 sýndum við glímuna og Jóhannes Jósefsson keppti i grísk-rómversku fangi. í Stokkhólmi 1912 sýndum við enn glímuna og kepptum innbyrðis í glímu og Sigurjón Pétursson keppti í grísk-rómversku fangi. Það má því segja að við höfum þjóða bezt reynt að halda á lofti fornum fangbrögðum, en sú viðleitni að koma glímunni sem slíkri inn á alheims keppnisvettvang hefir mistekist. Á að láta þar við sitja? Eg álít ekki. Við eigum að koma glim- unni inn á Olympiuleika og önnur leik- mót óheint úr því að ekki tekst að koma henni þangað á beinan hátt. Eg skal leitast við að skýra þetta nánar. , Tyrkir, Grikkir, Egyptar, Rússar og Svisslendingar eru taldir meðal fremstu þjóða heims í fangbrögðum. Ekki þarf annað en líta á tista yfir sigurvegara á liðnum Olympíuleikum til þess að sjá að 3 fyrst töldu eiga þar marga fulltrúa. Eg tel áreiðanlegt að rekja megi vel- gegni þeirra til þeirra þjóðlegu fang- bragoa, sem hjá þeim hafa verið og eru iðkuð. Eg er því viss um, að glíman gæti ver- ið okkur góð stoð á þeim illstæða vett- vangi. Er það ekki staðreynd að glímu- menn hafa staðið sig vel í fangbrögð- um á erlendum vettvangi (t. d. Jóhannes ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Byrjun á mjaömahnykk. Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Ágúst Jóhannesson). Væri þvi ekki reynandi að við létum ekki lengur bíða að tileinka okkur al- þjóða fangbrögð, svo að glímumenn okkar geti sýnt umheiminum, að á ís- iandi eru til snjöll forn fangbrögð, sem gert hafa einstaklinga snarpa, sterka, fótmjúka og táglimna. Eg vildi þvi leggja til að annaðhvort væri boðið hingað snjöllum fangmanni frá Sviþjóð og á ég þar við frjáls fang- brögð eða að snjall glímumaður fari ut- an og lærði frjáls fangbrögð. Eg miða liér frekar við frjáls fang- brögð, því að innan þeirra komum við öllum glímubrögðum okkar við. Með því að tileinka okkur frjáls fangbrögð, ynn- um við glímunni tviþætt gagn, kynntum hana út á við og sköpuðum hér heima fjölbreyttni i fangbrögðum. Eg er ekki hræddur við að frjálsu fangbrögðin út- rými glímunni eða glíman myndi líða. Þetta eru hugleiðingar i lok Olympiu- ársins 1948, en á því ári fékkst glíman ekki tekin með inn á leikana, sem sýn- ingariþrótt, og þvi spyr ég — og óska eftir svörum, eigum við að fara bónar- veg að hinum Olympísku nefndum leng- ur? Eigum við ekki að tileinka okkur frjáls fangbrögð og láta glímuna sýna þar gildi sitt? Látum glimuna færa okkur fyrstu 01- ympiuverðlaunin. Þorsteinn Einarsson. OFFICIAL REPORT OF THE LONDON OLYMPIC GAMES er nafn á riti, sem íþróttablaðinu barzt 29. nóv. s.l. og fjallar eins og nafnið bendir til, um Olympíuleikana í London 1948, en auk þess er þar og að nokkru getið Vetrarleikanna í St. Moritz. Þetta rit er gefið út af brezku Olympíu- nefndinni og hefir inni að halda fyrstu opinberu skýrsluna um leikana. Þarna getur maður séð árangur hvers riðils og sérhverrar reynslukeppni í öllum þeim fjölmörgu íþróttagreinum, sem keppt var í á leikunum. Er hér ekki einungis um tölur og nöfn að ræða, því að tveir tugir sérfræðinga í hinum ýmsu grein- um hafa skrifað stuttar en fróðlegar lýsingar á því helzta, sem í frásögur er færandi. T. d. ritar Harold Abrahams um frjálsíþróttakeppni karla, Jack Crump um kvennakeppnina, W. J. Howcroft um sundkeppnina, Willy Meisl um knattspyrnuna og George Whiting um hnefaleikana o. s. frv. Þá eiga nokkrir heimsfrægir íþrótta- og stjórnmálaleiðtogar þarna ávörp og greinar, má þar nefna J. Sigfrid Ed- ström forseta Alþjóða-Olympíunefndar- innar, Portal markgreifa forseta leik- ana og Philip Noel-Baker ráðherra, sem var foringi brezku frjálsíþróttamann- anna á Olympíuleikunum 1920 og 1924. Ritið er 112 bls. að stærð í sama broti og Iþróttablaðið og prýtt fjölda mynda, þar á m. nokkrum heilsiðu litmyndum. Ytri frágangur ritsins er ágætur, les- mál smekklega sett og myndir vel prent- aðar. Því miður hafa slæðst inn í ritið nokkrar prent- og efnisvillur, sem reynd- ar er ekki undarlegt i öllum þeim mý- grút talna og nafna, sem þarna eru saman komin. En þar sem opinber skýrsla verður að vera áreiðanleg er þess að vænta að aðalskýrslan um leikina, sem kemur út í bókarformi, verði hárná- kvæm og áreiðanlegri í hvivetna. Því mið ur munu bókabúðir ekki hafa fengið gjaldeyrisleyfi fyrir þessu ódýra en fróð- lega iþróttariti (kostar aðeins 5 sh.), annars hefði ég notað tækifærið til þess að hvetja sem flesta til að eignast ritið til minningar um hina stórkostlegu 14. Olympiuleika 1948. J. B.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.