Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 44

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Qupperneq 44
34 IÞRÓTTABLAÐIÐ að keppninni, en þó þannig að skipta mætti á mönnum eftir getu, þannig ig að ef nýir og efnilegir menn kæmu fram á sjónarsviðið er æfingar og keppnir byrjuðu á vorin mætti taka þá inn i æfingarnar. Það var þvi nokk- urskonar ábætir fyrir hina óánægðu og tortryggnu að landsliðsnefndin var ekki skipuð fyrr. en 29. apríl s.l.. en aftur á móti ögrun fyrir þá bjartsýnu, sem létu sér hvergi bregða og sögðu að nógur væri tíminn. En eitt var víst, að eins og sakir stóðu valt það á mestu fyrir KSÍ að velja vel í landsliðsnefndina, því að við óteljandi örðugleika var að etja við- víkjandi æfingunum, þótt ekki væri tekin til greina andstaða sú og hæðni, er ríkti í andrúmsloftinu, næstum því hvernig sem menn sneru sér. Menn þeir, sem KSÍ valdi að lokum til þess að taka þetta ábyrgðarmikla starf á hendur, ég vil segja menn þeir, sem KSÍ valdi til þess að skapa grund- völl fyrir áframhaldandi þróun knatt- spyrnunnar hér á landi voru: Guð- jón Einarsson, Jón Sigurðsson (rakari), Jóh. Bergsteinsson, allir úr Reykja- vík, Lárus Árnason frá Akranesi og Friðþjófur Pétursson frá Akureyri. Landsliðsnefndin tók þegar til starfa. Fyrsta verk hennar var að ráða þjálf- ara, og varð þjálfari Vals Joe Divine fyrir valinu. Siðan voru 23 menn tekn- ir til landsliðsæfinga, 19 frá Reykjavik og 4 frá Akranesi. Þjálfari liðsins og fulltrúar frá nefndinni fóru til Akra- ness og Akureyrar í því augnamiði að velja menn til landsliðsæfinganna. Á báðum stöðum voru menn valdir, en sá ljóður var á að Akureyringarnir sáu sér einhverra htuta vegna ekki fært að koma suður, og gátu því ekki tekið þátt i landsliðsæfingunum. Ætlunin var að landsliðið skyldi æfa tvisvar til þrisvar í viku fram til 2. júli, en þá átti landsleikurinn að fara fram, en svo varð þó ekki, þvi að við allsltonar örðugleika var að etja, eink- um þann, sem allra sízt átti að geta komið til greina, sem sé að íþrótta- völlurinn reyndist svo upptekinn að landsliðið komst þar varla að með æf- ingar sinar. Þessi erfiða aðstaða gerði það að verkum að KSÍ sá sér ekki annað fært en að fresta íslandsmótinu, GuÖjón Einarsson. „Þið eruð hér á vellinum, sem fulltrúar íslands til þess að verja heiður og hlut þjóðarinnar........ til þess að landsliðið gæti fengio nokkr- ar æfingar á vellinum áður en það átti að mæta Finnunum- Við þessa erfiðleika og ekki sízt vegna þess að enn liafði bætzt nýr draugur við tortryggni almennings á getu knattspyrnumanna okkar, þar sem úrvalsliðið úr Reykjavík hafði fengið svo slæma útreið gegn sænska liðinu Djurgaarden, sem raun varð á, þá kom það sér vel að landsliðsnefndin var skipuð mönnum, sem einhver myndi kalla að hefðu bein i nefinu, og þeir sýndu það í verki, að þeir voru starfi sínu vaxnir. Og reyndist þjálf- arinn ekki hvað sízt vel, og vann með sinni skozku ró, hvað sem á dundi. Og þótt völlurinn væri ekki til staðar þá útskýrði hann fyrir piltunum knatt- spyrnuna á töflu, og tók upp og spurði Hermann Hermannsson Maðurinn, sem lengst allra Islendinga hefir staðið i markinu, og þolað eldraun- ir 20 ára knattspyrnuferils, jafnt með sínu eigin félagi, Val, og úrvalsliðum. Hann hefir staðið í markinu alla þrjá landsleikina, sem fsland hefir háð. þá um stöður þeirra á vellinum, líkt og kennari spyr nemenda um hvernig á að reikna jöfnudæmi. En þó að mikið sé komið undir starfi landsliðsnefnd- arinnar viðvíkjandi æfingum landsliðs- ins, þá er þó aðalskylda hennar þýð- ingarmest s. s. að velja rétta menn í liðið. Þungamiðja knattspyrnuliðsins er niðurröðun leikmanna. Það sögðu einhverjir gárungar að landsliðsnefnd- in hefði dæmi fyrir sér um það hvernig ætti ekki að stilla landsliðinu upp, og áttu þeir við niðurröðun úrvalsliðs- ins móti Svíum. En eðlilega hefði mátt gera sömu eða svipaða vitleysu aftur, ef ekki hefðu menn verið að verki, sem vissu hvað þeir voru að gera, og ekki hvað sizt menn, sem létu hvorki hreppa-, félaga- né vinskaparpólitik hlaupa m'eð sig, í gönur. Af þvi að það að velja í landslið, er tiltölulega nýtt fyrirbrigði hér, en hins- vegar dvelst hér á landi maður, sem hefir leikið i Þýskalandsliðinu í 10 ár samfleytt, leikið fyrir Þýskaland á tveimur Olympíuleikum og tveim heimsmeistarakeppnum og fjölda milli- ríkjakeppnum bæði við smærri og stærri ríki, held ég að væri fróðlegt að heyra álit hans á skyldum þeim, er landsliðsmaður þarf að uppfylla, til þess að landsliðnefndarmaður geti greitt honum atkvæði sitt við val lands- liðsleikmanna. Maður þessi er Fritz Buchloh, þjálfari Víkings. Fer álit hans hér á eftir: „Eg hefi verið beðinn að skýra frá minni reynslu viðvíkjandi því hvaða skyldur hvíli á herðum þess leikmanns, sem valinn hefir verið til þess að leika i landsliði. Eg verð að viðúrkenna að þetta er ekki eins einfalt og margur gæti haldið, vegna þess að í hverju landi eru mismunandi skilyrði til knattspyrnuiðkana. Þær kröfur, sem gerðar eru til landsliðs t- d. í Þýzka- landi, þurfa alls ekki að gilda hér á landi, og væri ef til vill ekki svo auð- velt að framkvæma hér. Þrátt fyrir það er þó hægt að segja að samkvæmt alþjóðareynslu séu til kröfur sem gera verður til þeirra, sem leika i landsliði. Kröfur, sem þeir verða fyllilega að taka til greina, og þeim vildi ég gjarnan skýra frá i stuttu máli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.