Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 47

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 47
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 37 9 Vf * % % FYRSTA LANDSKEPPNI ÍSLENDINGA í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, háðum við Islendingar okkar fyrstu landskeppni i frjálsíþróttum 26. og 27. júní s.l. i Reykjavík. Voru Það írændur okkar Norðmenn, sem við átt- um í höggi við og reyndust ofjarlar okkar að þessu sinni. Vegna þrengsla í blaðinu hefir ítar- leg frásögn af þessari landskeppni orð- ið að bíða þar til nú og er því orðin nokkuð á eftir timanum. Verður því aðeins stiklað á því stærsta að þessu sinni, enda hafa dagblöðin, vikublöðin og Sport, Þegar gert keppninni hin beztu skil . Norska landsliðið kom hingað 25. júní og hlaut hlýjar viðtökur framkvæmda- nefndar og annarra iþróttaleiðtoga. f liðinu voru alls 24 keppendur. Farar- stjórar voru Olav Tendeland, formaður norska frjálsíþróttasambandsins og Kr. Schau úr stjórn þess, en þjálfari John Armand Christiansen. Um kvöldið var þeim haldið móttöku- samsæti í Tjarnarcafé. Jens Guðbjörns- son form. framkvæmdanefndar, Ben. G. Waage forseti fSl og Jóhann Bern- hard varaformaður Frjálsiþróttasam- bandsins héldu þar ræður og buðu hina norsku gesti velkomna, en Olav Tende- land þakkaði fyrir þeirra hönd. Sjálf keppnin hófst svo daginn eftir kl. 4 e. h. og lauk á sunnudag um sama Eftir Jóhann Bernhard leyti. Áður en keppni hófst fyrri dag- inn gengu íþróttamennirnir í einfaldri röð inn á völlinn með þjóðfána sína í broddi fylkingar. Jens Guðbjörnsson mælti nokkur ávarpsorð og þjóðsöng- varnir voru leiknir. Ung stúlka færði Norðmönnunum blómvönd og síðan hófst keppnin. Fyrri dagur. — Góð byrjun. Flestum á óvart unnum við tvöfaldan sigur í 200 metra hlaupinu og var það ef til vill því að þakka að Norðmenn- irnir voru mjög seinir að átta sig á skipunarorðum ræsis og „lá“ annar þeirra, Johnnsen, gersamlega eftir í viðbragðinu. Haukur bar mjög af, en Bloch og Trausti háðu harða baráttu um 2. sætið. Tókst Trausta að verða tæpum metra á undan við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Johansen hljóp mjög rösk- lega síðari hluta hlaupsins. Tími Hauks var prýðilegur, því golan var á móti fyrir beygjuna. Stig: ísland 8 Noregur 3. Norömenn liaröari í hástökJcinu. Norðmennirnir reyndust mun betri en búist var við og stukku 3 til 5 cm. hærra en þeir höfðu áður gert á sumr- inu. Kolbeinn féll út á 1,85, en hinir 3 fóru allir yfir 1,90 m. Þegar Norðmenn- irnir höfðu báðir stokkið næstu hæð, 1,93 m., var eins og Skúli missti sjálfs- traustið, enda hefði hann þá þurft að stökkva 1,95 til að vinna. Við 3. tilraun á 1,93 var hann þó yfir ránni, en snerti hana aðeins með öxiinni og það nægði. Leirud reyndi ekki hærra en 1,95 vegna rigningarinnar, sem kom í lok hástökks- ins, en hann virtist ekki taka nærri sér. Stökklag hans er allsérkennilegt, ekki ósvipað og hjá Bolinder. Paulson er mjög efnilegur nýliði, notar veltustílinn og hvolfir sér yfir rána (líkt og Jón Ólafs- son!) Skúli brást ekki vonum manna, en hér var við ofurefli að etja. Afrek Leirud’s er nýtt vallarmet. Nú voru stigin orði jöfn aftur 11:11. Vallarmet í 800 m. hlaupi. Við Vade þýddi vitanlega ekkert að reyna, en ef Óskar hefði verið betur fyrirkallaður (hafði lítið æft vegna bein- himnubólgu) hefði annað sætið átt að vera örugt. Að vísu hafði Óskar foruzt- una fyrri hringinn (56,5) en þá skelltu Norðmennirnir sér fram úr og stungu hann blátt áfram af. Var unun að sjá hve vel og skynsamlega þeir hlupu. — Tíminn er nýtt vallarmet. — Stigin: Noregur 19 — ísland 14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.