Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 48
38 ÍÞRÓTTABL AÐIÐ T. v.: 200 m. hlaupiö. Frá v.: Bloch, Trausti og Haukur (skyggir á Johanseni Miðmyndin: Leirud í hástökkinu. Neðst: Þóröur, Stefán, Wilhelmsen og Kjersem. i * Övænt annað sæti í spjótkastinu. Það kom á óvart að Jóel skyldi ná öðru sætinu í spjótkastinu, — enda var Dahle talsvert lakari en hans er venja. Hinsvegar háði rigningin mjög keppendunum og sigurvegarinn tók t. d. aðeins 3 köst. Afrek Mæhlum’s er nýtt vallarmet. Noregur 26, ísland 18. Lærdómsríkt 5000 metra hlaup. Nú sáum við svart á hvítu hversu langt viö eigum í land hvað ianghlaupara snertir og eru þeir Stefán og Þórður þó engir aukvisar á okkar mælikvarða. Norðmennirnir hlupu með stuttum en tíðum skrefum og höfðu brátt náð það góðri ferð að Þórður varð að láta und- an síga. Stefán fylgdi þeim í lengstu lög, hálfan þriðja km., en varð þá einnig að slaka á ferðinni. Þrátt fyrir ofsa- rigningu og þunga braut færði hinn ungi og efnilegi Kjersem vallarmetið niður um 47 sek. en öldungurinn Wil- helmsen (36 ára) var ekki langt á eftir. Millitímar voru þessir : 1500 (4:40,0) 3000 m. (9:11,2) og 4000 m. (12:10). Stefán hljóp á sinum bezta tíma, en Þórður var 6,6 sek. lakari en síðast. Voru Norð- menn nú með 34 stig gegn 21. Huseby illa fjarri t kúluvarpinu. Svona fór um sjóferð þá! Norðmenn unnu kúluvarpið, eina af okkar örugg- ustu greinum og þar með brást okkar síðasta von um að standa eitthvað í frændum okkar. Annars virtist lítill á- hugi vera fyrir þessari keppni þegar það kom i ljós að Huseby mætti ekki til leiks. Sigfús hafði foruztuna í fyrstu umferð, en í 2. umferð fóru báðir Norðm. lengra en Sigfús og Vilhjálmur hafa gert bezt. Hinn hávaxni og myndarlegi Arne Rohde tryggði sér sigurinn í 4. umferð með 15 m. kasti og landi hans hinn þrautreyndi norski methafi Thore- sen, hélt 2. sæti 19 cm. á undan Sig- fúsi Nú var munurinn orðinn ískyggi- lega mikill eða 42 gegn 24. Spennandi boöhlaup og kærkominn sigur. Loks unnum við „ótrygga" grein og ekki skaðaði að það skyldi vera boð- hlaup. Finnbjörn og Johansen voru svip- aðir á 100 metra sprettinum 'en Bloch komst brátt framúr á 200 m. og hljóp nú mun betur en áður. Varð Trausti að sjá á bak honum þrátt fyrir ágætt hlaup og Tangen fekk keflið 2 metrum á undan Hauk Clausen. En nú færðist nýtt fjör í íslenzku sveitina, því Hauk- ur tók á öllu, sem hann átti til og komst fram úr Tangen áður en beygjan byrj- aði. Skilaði hann keflinu til Reynis um 8 til 10 metrum á undan eftir frábært hlaup. Reynir fór mjúkt af stað en Dokka tók strax á öllu og át upp mikið af forskotinu. Hafði hann næstum náð Reyni þegar 100 m. voru eftir. En þá vaknaði landinn og hristi Dokka af sér á endasprettinum. Var hlaup Reynis mjög vel útreiknað. Tíminn er sá sami og ísl. metið. Millitímar voru um það bil þessir: Island: 11,0 — 22,4 — 34,8 — 50,4; Noregur: 11,0 — 22,0 — 36,0 — 50,8. Stig eftir fyrri daginn: Noregur 46, Island 31. Síöari dagur: Islenzkt met í 100 m. hlaupi! Það var viðbúið að tíminn yrði góð- ur, því veðrið var alveg framúrskar- andi gott og hagstætt með örlítilli golu af norðvestan. Haukur náði eins góðu viðbragði og hægt er að ná og hljóp með miklum tilþrifum. Kom hann í mark um 2 metrum á undan Bloch og Erni, sem virtust vera hnífjafnir. Johansen var svo tæpum 2 m. þar á eftir og hafði unnið mjög á endasprett- inum. Tími Hauks var ótrúlega góður — 10,6 sek. — eða nýtt ísl. met, 1/10 úr sek. betri en met Finnbjarnar frá 1947. Næstu tveir hlupu á persónulegum met- um. Bloeh var úrskurðaður á undan, en tími sami. Stigin Noregur 50, ísl. 38. Glæsilegt stangarstökk: Keppnin var langdregin, en þó laus við að vera leiðinleg, enda ekki á hverj- um degi sem Evrópumethafar sjást hér á vellinum. Bjarni Linnet byrjaði á 3,25 og fór síðan 3,40 og 3,50 i 1. stökki, en felldi 3,60. Bugjerde byrjaði á 3,40, en var næstum fallinn úr á 3,50. 3,60 fór hann í 1. og 3,70 í 2. stökki. Torfi byrjaði á 3,50 (í 2. stökki) og fór síðan 3,60, 3,70 og 3,80 í 1. stökki. 3,90 felldi hann tvisvar en fór yfir i 3ja og setti þar með nýtt met. Hærra komst hann ekki, og virtist hálfsmeykur við 4 metr- ana. Evrópumethafinn Erling Kaas byrj- aði ekki fyr en á 3,60, sleppti svo úr 3,70 fór síðan 3,80, 3,90 og 4,00 m. 4,10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.