Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 72

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 72
62 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ MEISTARAMÓT ÍSLANDS í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM Aðalhluti 22. Meistaramóts Islands í frjálsum iþróttum fór fram 2. og 3. sept. á íþróttavellinum í Reykjavík. Næstu 2 daga var svo keppt í báðum boðhlaup- unum og fimmtarþraut, en tugþrautin fór fram helgina 11. og 12. sept. Loks var síðasta grein mótsins 4x1500 m. boð- hlaup haldin þriðjudaginn 14. sept. — Vegna þátttökuleysis féll keppnin nið- ur í bæði 5 og 10 km. hlaupi og er það leiðinlegt afspurnar. • Upphaflega stóð til að mótið byrjaði 5 dögum fyrr -— eða laugardaginn 28. ágúst, en vegna ófyrirsjáanlegra atvika varð að fresta þvi og færa það á næstu daga eftir Drengjameistaramótið 1. og 2. sept. Þegar til kom reyndist 1. sept. ekki falur að áliti iBR, vegna héraðs- móts í knattspyrnu, og hófst mótið þvi ekki fyrr en 2. sept., eins og áður er sagt. Var þessi bið mjög bagaleg fyrir utanbæjarmennina, sem voru flestir mjög tímabundnir. Einn kost hafði fresturinn þó í för með sér og hann var sá, að 2 af Norður- landaförunum tókst að ná til landsins nógu tímanlega til þess að geta keppt síðari dag mótsins. Hinir 4 gátu þvi miður ekki tekið þátt í mótinu. Clau- sensbræður komu ekki heim fyrr en 25. sept., Torfi var meiddur og Sigfús missti af kúluvarpinu, sem var fyrri dag mótsins. Þetta ,stjörnuleysi“ setti að sjálfsögðu sinn svip á mótið og dró mjög úr áhuga áhorfenda. Auk þess var veður mjög óhagstætt flesta dagana og þátttaka með EFTIR JÓH. BERNHARD minna móti. Annars komu þarna fram margir ungir og efnilegir frjálsíþrótta- menn, en margir hinna eldri og reynd- ari sýndu greinlegar framfarir, svo þeg- ar á allt er litið er kannske ekki rétt að vera óánægður með mótið, þótt á- rangur meistaranna hafi i sumum grein- um verið lakari en efni stóðu til. Vegna rúmleysis í blaðinu verður hér aðeins getið um helxtu úrslit og Þess sem sérstaklega er i frásögur færandi. Fyrri dagur: 200 METRA HLAUP: 1. Trausti Eyjólfsson, KR, ......... 22,7 2. Ásmundur Bjarnason, KR...........22,9 3. Sigurður Björnsson, KR, ......... 23,8 Keppendur voru aðeins þrir. Vindurinn var á móti fyrir beygjuna, en síðan í bakið. Trausti og Ásmundur háðu harða keppni um meistaratignina, en Trausti var sterkari og vann. KÚLUVARP: 1. Friðrik Guðmundsson, KR, .... 14,47 2. Vilhjálmur Vilmundarson, KR, 14,03 3. Hallgrimur Jónsson, HSÞ, .... 13,55 4. Ástvaldur Jónsson, Á, ..... 12,75 Friðrik kom nokkuð á óvart með því að sigra Olympíufarann og Islandsmeist- arann frá 1947. Annars voru köst hans jafnbetri en Vilhjálms og sigurinn því verðskuldaður. Veðrið háði mjög. HÁSTÖKK: 1. Halldór Lárusson, UMSK.......1,70 2. Sigurður Friðfinnsson, FH, .... 1,70 3. Þórir Bergsson, FH, ......... 1,70 4. Hermann Magnússon, KR, .... 1,65 Halldór vann á því að fara fyr yfir úr- slitahæðina. Kom sigur hans á óvart, því hann er kunnari sem langstökkvari, a. m. k. hér í Reykjavík. 800 METRA HLAUP: 1. Pétur Einarsson, IR............2:04,2 2. Magnús Jónsson, KR.............2:05,4 3. Stefán Gunnarsson, Á, ........ 2:06,2 4. Hörður Hafliðason, A.......... 2:06,3 Pétur vann örugglega, en Magnús kom á óvart sem sterkur 800 m. haupari. Stef- án fór fram úr Herði á endasprettinum. Páll Halldórsson hætti skömmu eftir fyrri hringinn. Kuldinn og hvassviðrið komu í veg fyrir betri tíma. SPJÓTKAST: 1. Jóel Sigurðsson, IR, ........ 65,/f9 2. Adolf Óskarsson, iBV, ....... 56,29 3. Hjálmar Torfason, HSÞ, .... 54,27 4. Gisli Kristjánsson, IR, ..... 51,93 Loks tókst Jóel vel upp. Átti hann 3 köst lengri en gamla metið og hafði mikla yfirburði yfir keppinauta sína. Þetta nýja met hans er mjög gott, jafn- vel á erlendan mælikvarða. Fyrra met Jóels var 61,56.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.