Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 75

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 75
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 65 DRENGJAMEISTARAMOT ISLANDS Gunnar Sigurðsson Siguröur Björnsson KR hafði foruztuna fyrsta sprettinn (Har. Björnsson), Ármann annan (Hörð- ur Hafliðason), en síðan tók ÍR foruzt- una í sínar hendur og sigraði með mikl- um yfirburðum. Er tíminn nýtt ísl. met og 22 sek. betri en gamla metið, sem Ármann setti 1945. Methafar og meist- arar iR eru: örn Eiðsson, Sigurgísli Sigurðsson, Pétur Einarsson og Óskar Jónsson. Þar með var meistaramótinu lokið og hafði verið keppt í 21 grein af þeim 23, sem eru viðurkenndar meistaramóts- greinar. 5000 m. víðavangshlaup sem er ný meistaramótsgrein fór fram 9. mai í vor. Meistarastigin hafa fallið þannig, að IR hefir fengið 9, KR 8, Ármann 2 og Ums. Kjalarness 2 stig. Flest einstaklings- ipeistarastig hlaut Sigurður Björnsson KR, alls 4, þar af 2 fyrir boðhlaup. — Bezta afrek mótsins vann Stefán Sör- ensson, IR, 14,88 í þrístökki, er gefur 912 stig og hlaut hann því meistara- mótsbikarinn. Næst var spjótkast Jóels 65,49 m. gefur 898 stig og þriðja 1500 m. hlaup Óskars 4:02,2 mín. gefur 896 stig. Þrátt fyrir frekar litla þátttöku og óhagstætt veður, fór mótið vel fram og gekk rösklega. KR sá um mótið fyrii hönd Frjálsíþróttasambands íslands. ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, KR hefir sett 5 drengjamet á sl. sumri: 3 í sleggjukasti og 2 í kringlukasti beggja handa. Siðustu met hans eru 47,95 m. 1 sleggjukasti og 79,03 m. (41,86 + 37,17) í kringlukasti beggja handa. Þórður er aðeins 19 ára. 7. Drengjameistaramót Islands í frjáls- um íþróttum var haldið í Reykjavík dagana 30. og 31. ágúst, en sunnudag- inn 29. ágúst fór þó fram reynslukeppni í nokkrum greinum. Þátttakan var meiri en nokkru sinni fyrr og Þó einkum utan af landi. Bar mótið þess merki að utan- baejardrengir gefa Reykvíkingum ekkert eftir, enda hrepptu Þeir 9 meistara af 14. Til samanburðar skal þess getíð að i fyrra hlutu þeir aðeins 5 meistara af 14, svo Reykvíkingar mega fara að vara sig! Eins og áður er sagt var þátttakan svo mikil að hafa varð reynslukeppni í nokkrum greinum daginn áður til þess að fá hæfilegan fjölda í aðalkeppnina. Gafst þetta fyrirkomulag vel, þótt það yki að vísu nokkuð á erfiði þeirra, sem kepptu í flestum greinum. Þær grein- ar, sem reynslukeppni fór fram í voru Þessar (lágmark innan sviga): 100 m. hlaup <8 beztu), kúluvarp (13,00 m.) kringlukast (38,00 m.) og langstökk (6 m.). 1 kúlu og kringlu voru þó teknir 10 beztu þar sem aðeins 6 náðu lág- markinu. Þetta mót var bæði skemmtilegt og spennandi enda hjálpaði veðrið mjög til að létta undir með framkvæmd mótsins. Því miður er ekki rúm til þess að geta hér nema 4 beztu í hverri grein, þótt fleiri ættu sannarlega skilið að þeirra væri getið sérstaklega. Til h.: Eggert Sigurlásson kemur að marki í 1500 m. hlaupinu. Fyrir neöan: Úrslitaspretturinn t 100 m. frá vinstri: Siguröur, Guðm., Hörður og Reynir. — Úrslit fyrri daginn: 100 M. HLAUP: 1. Sigurður Björnsson, KR, 11,5 sek. 2. Hörður Haraldsson, Á. 11,5. 3. Reynir Gunnarsson, Á. 11,5. 4. Guðmundur Árnason, FlS 11,7. Keppendur voru alls 24 og urðu Þeir, sem komust í úrslit þvi að hlaupa sprett- inn 4 sinnum. Undanúrslitin fóru þannig: I. riðill: 1. Reynir 11,5; 2. Guðmundur II, 7; 3. Friðrik Friðriksson, Selfossi 11,7; 4. Magnús Ingólfsson, Isl. 11,8. 2. riöill: 1. Sigurður 11,6; 2. Hörður 11,6; 3. Bald- ur Jónsson, iBA 11,8; 4. Ól. Örn Arnarson, lR 12,0 sek. — Úrslitahlaupið var mjög jafnt og spennandi (sjá mynd). HÁSTÖKK: 1. Sigurður Friðfinnsson, FH. 1,70 m. 2. Þórir Bergsson, FH, 1,65. 3. Sigurður Guðmundsson, Umf. Isl. 1,60. 4. Þorgeir Þorgeirsson, lR. 1,60. KÚLUVARP: 1. Vilhjálmur Vilmundar- son, KR, 16,02 m. 2. Gylfi Magnússon, Umf. Ölfushr. 14,51. 3. Bjarni Helgason, Ums. Vestf. 14,39. 4. Þórður Sigurðsson, KR, 14,07 m. (Vilhj. Pálsson, HSÞ varp- aði 14,18 m. í reynslukeppninni.) 1500 M. HLAUP: 1. Eggert Sigurlásson, iBV, 4:20,8 mín. 2. Ingi Þorsteinsson, KR, 4:27,2. 3. Stefán Finnbogason, ÍBA. 4:32,8. 4. Þorsteinn Friðriksson, IR 4:38,4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.