Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 79

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 79
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 69 ÁRSÞING FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS Ársþing Frjálsíþróttasambands Islands 1948 var haldið að Félagheimili Verzl- unarmanna (V. R.) i Reykjavík 30. ág. og 1. sept. s.l. Formaður FRl, Konráð Gíslason, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Þingforseti var kosinn Lárus Halldórs- son Brúarlandi, en þingritari Öskar Guð- mundsson, Reykjavík. Að loknum nefndarkosningum flutti formaður ársskýrslu stjórnarinnar. Að því loknu gaf varaformaður, Jóh. Bernhard, stutta skýrslu um 16. þing Al- þjóðasambands frjálsíþróttamanna, sem haldið var í London dagana 9. og 10. ág. s.l. Sátu tveir Islendingar þingið, þeir Jóhann Bernhard, sem var aðalfulltrúi og Brynjólfur Ingólfsson. Loks las gjaldkeri, Oliver Steinn, upp reikninga FRl og voru þeir samþykktir án umræðu. Gerðar voru nokkrar fyrirspurnir til stjórnar FRl meðal annars varðandi: a) þau ummæli forseta ISl, sem prent- uð voru í ársskýrslu ISl að formenn sér- sambandanna hefðu gert samning við stjórn ISÍ um rétt og afstöðu sérsam- bandanna til Isl. b) fararstjóra íslenzku frjálsíþrótta- mannanna á Olympíuleikana. Formaður FRl varð fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar.. Kvað hann ummæli forseta og ársskýrslu ISl byggjast á einhverjum misskilningi, þvi formenn sérsambandanna hefðu einmitt verið sammála um að ÍSl hefði ekki rétt til að gripa inn í innlend sérgreinamál. Þá kvað hann Olympíunefnd hafa á- kveðið fararstjóra frjálsíþróttamanna án samráðs við FRl. 1 sambandi við þessar fyrirspurnir komu fram eftirfarandi 2 tillögur, sem voru samþykktar einróma: 1) Ársþing FRl 1948 mótmælir þeim skilningi á rétti sérsambandanna og afstöðu þeirra til ISl, sem fram kem- ur í ársskýrslu ISl 1947-48 (bls. 19), og telur það ekki samrýmast 23. gr. laga ISl (samanber einnig lögin bls. 6) að stjórn ISl geti gripið inn í inn- lend sérgreinarmál eftir vild, þar sem æðsta vald innlendra sérgreinamála er tvímælalaust í höndum sérsam- bandanna samkvæmt æðstu lögum í- þróttahreyfingarinnar. 2) Ársþing FRl 1948 mótmælir þeim gerðum Olympíunefndar Islands að skipa fararstjóra Olympísku frjáls- iþróttamannanna, að stjórn FRl for- spurðri. Síðari dag þingsins skiluðu fjárhags- nefnd og laga- og leikreglnanefnd áliti. Urðu um það nokkrar umræður. Eftirfar- adi samþykktir voru gerðar: 1) Varöandi álit fjárliagsnefndar: a) að leggja á það höfuðáherzlu, að stjórn ISÍ greiði FRl eftirstöðvar þær, sem nú eru í vörzlum stjórnar ISl, af sjóði þeim, er myndaðist við þátttöku Islendinga i Norðurlanda- mótinu í Stokkhólmi 1947. Upphæð sú, sem um er að ræða er kr. 13.557, 85 að viðbættum vöxtum. b) að ársgjald fyrir hvern löglegan full- trúa á ársþingi FRl, verði kr. 50,oo, og greiðist það árlega eigi síðar en 1. ágúst. c) að stjórn FRl láti teikna merki sam- bandsins og smíða nælur svo hægt sé að bera þær i barmi sér. Verði næl- ur þessar síðan seldar við hæfilegu verði. d) að heimsóknir erlendra frjálsíþrótta- manna verði skattlagðar um 15% af nettó hagnaði. e) að stjórn FRl gangist fyrir því að bjóða hingað árlega nokkrum fræg- um erlendum frjálsíþróttamönnum og sjái um mót fyrir þá. f) að FRl beiti sér fyrir þvi að afla sér afrekamerkja til sölu. 2. Varöandi álit laga- og leikreglna- nefndar. a) að kjósa milliþinganefnd, er skili á- liti sínu fyrir næsta ársþing á fram- komnu lagafrumvarpi, og núgildandi leikreglum í frjálsíþróttum. I nefndina voru kosnir þeir Jóh. Bern- hard, Steindór Björnsson og Brynjólfur Ingólfsson. Formaður var kosinn Lárus Halldórs- son, Brúarlandi (Konráð Gíslason baðst eindregið undan endurkosningu), og meðstjórnendur: Jóhann Bernhard, Guð- mundur Sigurjónsson og Sigurpáll Jóns- son, allir úr Reykjavík, og Sigurður Sig- urjónsson, Hafnarfirði (Oliver Steinn baðst eindregið undan endurkosningu). I varastjórn voru kosnir: Sigurður S. Ólafsson, Brynjólfur Ingólfsson og Þór- arinn Magnússon. Endurskoðendur: Jens Guðbjörnsson og Erlendur Pétursson. I frjálsiþróttadómstól voru kosnir 3 menn: Fyrsta stjórn FRl 1947 - 1948. — Frá vinstri: Guöm. Sigurjónsson ritari, Jóh. Bernhard varaform., Konráö Gíslason form., Olíver Steinn gjaldkeri og Lárus Halldórsson fundarritari (núverandi formaöurj.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.