Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 84

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 84
74 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Þegar ég tala um hnefaleika á ég við áhugamannahnefaleika. Atvinnuhnefa- leikar eru t flestum tílfellum ekki íþrótt, heldur hrein og bein viöskipti. Það er hcegt að líkja atvinnuhnefáleikurum við listamenn. Þeir, sem eru góðir, fó góða samninga og geta eftir hœfilega langan tíma dregið sig í hlé og hafa þá handa á milli álitlega ujiphœð, en hinum, sem eru hrottafengnir og stíga ekki t vitið, eru allar dyr lokaðar. Þeir verða að draga sig í hlé jafn fátækir og þeir byrjuöu. Eg vona að heimsókn mín til Reykja- víkur verði til þess að augu sem flestra æskumanna opnist fyrir því, að hnefa- leikar eru góð íþrótt, sem enginn þarf að hræðast að læra og að foreldrar skilji, að það er nokkuð öryggi fólgið i því að vita, að sonur þeirra getur varið sig ef þörf krefur. Islenzkir œskumenn hafa sýnt áþreyf- anlega hæfileika sína í frjálsum íþrótt- um og náð þar svo framúrskarandi á- rangri, að ég er handviss um, að einnig í hnefaleikum geta fslendingar. komizt á alþjóðamœlikvarða. Að endingu þetta: Árangur sá, sem íþróttamennirnir ná og það menningar- stig, sem íþróttirnar standa á, á hverjum tím,a, fer eftir foruztumönnunum og tel ég það lögmál ekki hvað sízt eiga við í hnefaleikamálum. KENNSLUBÓK I HNEFALEIK. S.l. haust kom út fyrsta kennslubók- in, sem gefin hefir verið út hér á landi í hnefaleik. Bókin er 121 bls. að stærð og fylgir henni skrá yfir helztu nýyrði I islenzku hnefaleikamáli. Hjörtur Hall- dórsson hefir þýtt bókina af ensku. — Margar myndir fylgja til skýringar efn- inu. Útgefandi er hnefaleikadeild KR. íþróttablaðið vill nota tækifærið og benda öllum hnefaleikamönnum á að kaupa þessa þörfu bók og kynna sér hana. TIL UMBOÐSMANNA IÞRÓTTABLAÐSINS Þeir, sem enn hafa ekki gert skil fvrir 1947 og 1948, eru vinsamlega beðnir að láta það ekki dragast lengur. Gleðilegt nýár! Hnefaleikameistaramóí íslands Eftir Jóhann Bernhard Hnefaleikameistaramót Islands 1948 fór fram sunnudaginn 19. des. s.l. í 1- þróttahúsi iBR við Hálogaland. I fyrstu hafði verið ætlunin að halda mótið s.l. vor eins og venja hefir verið, en það fórst fyrir og mun þátttökuleysi hafa valdið. Mátti varla tæpara standa að það lenti á réttu ári, en meistara- mótið hefir nú farið fram árlega síðan 1943. Fyrsta íslandsmótið fór hinsvegar fram 1936. Að þessu sinni hafði tekizt að fá kepp- endur í 7 þyngdarflokka af 8 eða alla nema fluguvigt. Voru 2 keppendur í hverjum flokki, alls 14. 10 Ármenning- ar og 4 KR-ingar. Á síðustu stundu gekk annar keppandinn í millivigt úr leik og fór því ekki fram keppni í þeim flokki. Helztu úrslit urðu þessi. Bantamvigt: Gunnar Sveinsson Á. vann Steinar Guðjónsson úr sama félagi á'stig- um, eftir mjög jafnan leik. Steinar sótti þó meira á, en var of opinn fyrir högg- um hins. Gunnar virðist hafa meiri kunn- áttu til að bera, en báðir voru þeir á- berandi lakari í vörn en sókn. Leikur þessi var annars allharður og sáust kepp- endur lítt fyrir um högg síðustu loturn- ar, enda þreyttir orðnir. Fjaðurvigt: Kristján Jóhannsson Á. vann Guðmund Karlsson Á. á stigum eftir frekar jafnan leik Stærðarmunur þeirra var annars heldur mikill (Krist- ján stærri og þyngri). Þrátt fyrir það var það sá minni, sem sótti meira á, þótt hann væri oft óviss í sveifluhöggum sínum, er lentu mörg aftur á hnakka. Yfirleitt var leikur þessi of þófkenndur. Léttvigt: Gissur Ævar Á. sigraði Jón Bjarnason, KR., sem keppti í forföllum Kristjáns Pálssonar úr sama félagi. — Keppni þessi varð mjög jöfn og spenn- andi og virtust sumir áhorfendur kunna illa dómsúrskurðinum, en þess ber að geta i þessu tilfelli að keppni má ekki dæma jafna, hversu jafnir sem leikmenn virðast vera. Ber því að dæma þeim sigur er meira sótti á. Ævar mun vera reyndari hnefaleikamaður, en þó voru högg hans oft óhrein. Hinsvegar sótti hann meira á, en Jón varðist prýðilega. I 2. og 3. lotu harðnaði leikurinn nokkuð og fóru þá að sjást þreytumerki á kepp- endunum. Þessir þrir leikir, sem hér hafa verið taldir, höfðu annars á sér nokkurn viðvaningsblæ, enda um nýliða að ræða flesta hverja. Veltivigt: Birgir Þorvaldsson KR. vann Björn Eyþórsson Á. með talsverðum yfir- burðum. 1 rauninni urðu hér þáttaskipti í mótinu, þvi hér sá maður fyrst bregða fyrir raunverulegum hnefaleik og tals- verðum tilþrifum. Keppendur komu á- horfendum skemmtilega á óvart með hraða og höggtækni. Vöktu tilburðir Birgis þegar í stað óskipta athygli, enda hefir hann óvenju snöggar og stílfallegar líkamshreyfingar og er svo slagharður að það minnir ósjálfrátt á sjálfan Dempsey. Birni virtist þó ekki vaxa Þessir kostir Birgis í augum og tók hraustlega á móti hverri leiftursókninni af annari. 1 lok fyrstu lotunnar kom Birgir svo góðu höggi á Björn, að hann steinlá í gólf- inu, og þótt hann risi fljótt upp aftur var hann svo viðutan (groggy) að Birgir hefði hæglega getað gert út um leikinn með öðru höggi. En nú kom í ljós að Birgir hafði fleiri góða kosti en að slá fast, því hann lofaði Birni að jafna sig og sótti ekki á hann. Lauk lotunni um þessar mundir svo að Birni tókst að jafna sig að fullu í hléinu. 1 næsu lotu hafði Birgir enn yfirhöndina, en Björn varð- ist vel. Þriðja og síðasta lotan var einna hörðust, sótti Birgir mjög á, en Björn varðist eins og sært ljón. Tókst honum að halda velli út leikinn, enda voru báðir farnir að þreytast nokkuð. Björn var meistari í fluguvigt 1946, en tapaði á síðasta meistaramóti i Bantam- vigt fyrir Friðrik Guðnasyni. Hann er efnilegur hnefaleikamaður. Birgir hefir ekki keppt hér síðan árið 1946 en þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.