Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 91

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 91
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 81 | SKARÐ FYRIR SKILDI | skrá yfir hugsanlega keppendur 14 dög- um fyrir keppnina. c) 28. — 29. ágúst verður haldið Norð- urlandameistaramót í tugþraut og mara- þonhlaupi og fer það fram í Kaupmanna- höfn. d) 9. — 11. sept. fer Norræna keppn- in (Svíþjóð gegn hinum Norðurlöndun- um) fram í Stokkhólmi. En Þar verður hvorki keppt í tugþraut né Maraþon- hlaupi. Hinsvegar verður bætt við 3 kvennagreinum og 4x800 m. boðhlaupi. Samþykkt var að Norðurlöndin héldu Meistaramót sín um sama leyti 19. — 21. ágúst. Vegna gjaldeyrisvandræða gat Frjáls- íþróttasamband Islands ekki sent fulltrúa héðan, en Olle Ekberg fékk umboð til þess að vera fulltrúi FRl á ráðstefn- unni. 1 bréfi til ritstjóra þessa blaðs bað hann fyrir kveðju til kunningja sinna hér á landi með ósk um farsælt komandi ár. EVRÓPUNEFND ALÞJÓÐA- FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDSINS samþykkti á fundi sínum í París í nóv. s. 1. að fresta til 1951 hinni fyrirhug- uðu keppni milli Evrópu og Ameriku, en ákvað hinsvegar að keppnin milli Bandaríkjanna og Norðurlandanna yrði háð í Oslo 27. — 29. júlí 1947. ÞING ALÞJÓÐAHANDKNATTLEIKS- SAMBANDSINS var haldið í París í ágústlok. Fulltrúar voru mættir frá öllum Norðurlöndum nema Islandi og Finnlandi. Á þinginu var ákveðið að heimsmeistarakeppni í útihandknattleik skuli fara fram annað hvert ár einu sinni á milli hverra Olympíuleika og svo á leikunum sjálf- um. TIL ÁSKRIFENDA IÞRÓTTABLAÐSINS. Þar sem gjalddagi blaðsins var 1. apríl, verður það vart talið ósanngjarnt þótt áskrifendur séu minntir á að senda, við fyrsta tækifæri, ársgjald s.l. árs til gjald- kera blaðsins, pósthólf 546. Ársgjaldið er aðeins 25 kr. Gleðilegt nýar! BRYNJÓLFUR JÓNSSON eða Binni eins og við íþróttafélagar hans vorum vanir að kalla hann, hlaut þau óblíðu örlög að deyja sviplega fyrir aldur fram, tæpra 25 ára. Fæddur var hann 14. des. 1923 á Isafirði, sonur Jóns Þór- ólfssonar kaupm. (sem nú er látinn) og Guðbjargar Gísladóttur konu hans. ■— Brynjólfur var gagnfræðingur frá Isa- firði, en gekk síðan í Verzlunarskólann og útskrifaðist þaðan. Stundaði hann um hríð verzlunar- og skrifstofustörf hér í bæ, en hvarf haustið 1945 til ísa- fjarðar og tók við verzlun föður síns. Skömmu áður en Brynjólfur flutti vest- ur gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Kristbjörgu Jónsdóttur frá Flat- eyri og eignuðust þau tvö börn. S.l. haust brugðu þau búi og fluttu til R- vikur. Lét Brynjólfur þá gamla ósk ræt- ast, þ. e. a. s. að fara á sjóinn, og réði sig á togarann Skallagrim. En vist hans var þar eigi löng, því að hann tók út af skipinu í óveðri 23. nóvember s.l. Brynjólfur heitinn var kunnur íþrótta- maður og keppti hér í bæ um 3ja ára skeið við ágætan orðstír. Hann var meðal okkar beztu stökkvara og grindahlaup- ara og prýðilegur fjölþrautarmaður. — Sökum anna gat Brynjólfur lítið iðkað íþróttir eftir að hann flutti vestur, en hætti þó ekki með öllu. Má í því sam- bandi geta þess að hann tók að sér að vera umboðsmaður þessa blaðs, s. 1. 2 ár og innti það svo vel af hendi að á betra var ekki kosið. Nú hefir þessi fríði og efnilegi piltur verið kvaddur á burt á þann hátt sem vér mennirnir MATTHÍAS EINARSSON YFIRLÆKNIR heiðursfélagi Iþróttasambands Islands, lézt í Reykjavík 15. nóv. s 1. kominn fast að sjötugu, fæddur 7. júní 1879. Hér er hvorki rúm né réttur vettvangur til Þess að rekja aðalstarf Matthíasar, enda er alþjóð kunnugt hvílíkur atorku- og hæfi- leikamaður hann var á lækningasviðinu. Hins er vert að geta hér að hann var mikill íþróttamaður í æsku, fimur og glíminn, syndur sem selur og knatt- spyrnumaður góður. Og enda þótt hann hætti snemma allri íþróttakeppni, bar hann velferð íþróttamanna mjög fyrir brjósti og skipaði lengi ýmsar trúnaðar- stöður i þeirra þágu. Með Matthíasi er fallinn í valinn hið mesta valmenni, hraustleikamaður á lík- ama og sál og starfs- og hæfileikamaður mikill, en umfram allt óvenjulegur dreng- skaparmaður. Iþróttamenn geyma minn- ingu verðugs heiðursfélaga. eigum erfitt með að skilja, en þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hans er sárt saknað af eiginkonu, börnum, móður og systkinum svo og af öðrum vinum og félögum. Guð blessi minningu hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.