Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Page 55

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Page 55
Nú hefur verið farið yfir þau högg sem kallast forhandarhögg. Snúum við okkur þá að bak- handarhöggum. Bakhandarhögg eru vinsæl enda skemmtileg viðureignar. Varast ber þó að nota bakhönd í óhófi og oft er hægt að koma við forhandarhöggi þegar bakhönd er tekin. Þett aá að vísu frekar við um bakhönd uppi. Þótt varað sé við bakhönd í óhófi, er nauðsynlegt að hafa hana tiltæka. því leikendur kom- ast auðvitað oft ekki hjá því að taka hana. Lítum þá nánar á aðferðina við að slá bakhönd fyrst niður. Hugsaðu þér að mótherji þinn hafi slegið háan, langan knött í bakhandarhorn þitt. Þú flytur þig, eins og rætt er um í hreyf- ingu, til bakhandar endalínu. Gleymdu ekki taktinum í fóta- burðinum. Ef flutningurinn hefur tekist vel ætti knötturinn að falla út af hægri mjöðm og vera í arm- lengdarfjarlægð. Verið ekki of nærri knettinum. Haldið spaða- hausnum upp og handleggnum bognum niður. Höggið hefst á því að líkams- þunginn er fluttur frá vinstri til hægri fótar á móti knettinum. Um leið og þungaflutningur lík- amans hefst réttist handleggur- inn út og olnboginn réttir úr sér. Knötturinn er sleginn á móts við hægri mjöðm. Handleggurinn ræður því í hvaða hæð knöttur- inn er sleginn. Vinstra handlegg er haldið létt og afslöppuðum að líkamanum. Til þess að gefa högginu mýkt eru hnén aðeins bogin. Á því augnabliki sem knöttur- inn er sleginn með útréttum handlegg réttist úr úlnliðnum og gefur það knettinum aukinn hraða í högginu. Sporthúyd Hafnarstræti 94, sími 96—24350 Akureyri. LOKSINS KNEISSL-skíði í úrvaN 55

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.