Orð og tunga - 2020, Page 13
Orð og tunga 22 (2020), 1–18, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.2
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
Þóra Björk Hjartardóttir
Allur er varinn góður
Orðið hvað sem orðræðuögn
1 Inngangur
Orðið hvað er ekki eingöngu notað í íslensku talmáli sem hreint
spurn ar orð í opnum spurningum eins og t.d. hvað er að frétta? (sjá Ís
lenska nútímamálsorðabók).1 Orðið hvað má einnig nota á margvíslegan
hátt annan svo sem til að láta í ljós afstöðu til þess sem sagt er, eins
og undrun eða aðdáun, eða til að gefa til kynna stefnubreytingu á
umræðuefni, sbr. t.d. Hvað, er hann farinn strax!, Hvað þú ert fín!, Nema
hvað! (Íslensk orðabók 2007). Einnig má nota hvað sem eins konar merki
frá mælanda m.a. til að beina athyglinni að tilteknum tíma, magni
eða heiti og er orðið þá ætíð í innstöðu, þ.e. inni í lotu á undan þeim
lið sem tilgreinir tímann eða magnið, eins og sýnt er í (1) og (2), eða
sértæka heitið en dæmi af slíkum toga eru umfjöllunarefni þessarar
greinar.2
1 Þakkir fá ritstjóri og ónefndur ritrýnir að fyrri gerð þessarar greinar fyrir gagn
merkar og uppbyggilegar athugasemdir.
2 Með lotu er átt við samfellt mál eins mælanda þar til annar fær orðið og lotuskipti
verða. Lota getur verið allt frá einu orði upp í margar setningar (sjá t.d. Steensig
2001:39).
tunga_22.indb 1 22.06.2020 14:03:49