Orð og tunga - 2020, Page 38
26 Orð og tunga
um eignarfallsendinguna ur, eróbíkur. Þar sem kvenkynsdæmin sýna
ákveðna aðlögun að öðrum íkorðum er orðið tekið með hér en einnig
vegna upprunans.
Það er ekki aðeins form orðanna sem fengið er að láni heldur
líka merk ing þeirra. Enda þótt íkorðin séu af merkingarfræðilegum
orsökum ein tölu orð finnast þó dæmi um fleirtölunotkun, sbr. t.d.
taktíkar í Rmh. Orðið klíník er líka notað í fleirtölu enda er merkingin
þá ‘lækn ingastofa/stofur (eða eð því líkt)’.
4.1 Listi yfir fleirkvæð orð sem enda á -ík
Í Töflu 1 vísa upplýsingar í öðrum og þriðja dálki til urendingarinnar
í eignarfalli. Í öðrum dálki er eingöngu vísað til BÍN; ástæða þess er
fyrst og fremst sú að þar er mörg orðanna að finna. Þriðji dálkur bæt ir
annan dálk upp enda eru þar upplýsingar um urendinguna úr öðr
um heimildum. Í fjórða og síðasta dálkinum eru upplýsingar um end
inguna ar. Sé orð stjörnumerkt liggja engar eignarfallsupplýsing ar
fyrir.12 Tölur í sviga merkja fjölda dæma.
Orð sem
endar á -ík
Eignar-
falls-
endingin
-ur í BÍN
Heimildir þar
sem finna má
eignarfalls-
endinguna -ur
Eignarfalls end ing in -ar í
ýms um heim ildum
akústík*
antík já
dídaktík Google (1)
dramatík já
elektróník já
epík já Google (2)
eróbík Tímarit.is (1)
erótík já Tímarit.is (2), Google (8)
etík*
fanatík
ÍO, Tímarit.is,
Google
fónetík*
fýsík*
genetík Google (1)
grafík já Fjöldi dæma; sjá líka 4.2
12 Stjörnumerktu orðin eru níu: akústík, eik, fónetík, fýsík, kínetík, kosmetík, lingvistík,
matematík og pólemík. Öll orðin eru sérfræðiorð, þó kannski ekki kosmetík.
tunga_22.indb 26 22.06.2020 14:03:50