Orð og tunga - 2020, Page 51
Orð og tunga 22 (2020), 39–68, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.4
© höfundar cc by-nc-sa 4.0.
Einar Freyr Sigurðsson og Heimir van der Feest
Viðarsson
Frá skiptisögn til ósamhverfrar
aukafallssagnar. Um líka í fornu
máli
1 Inngangur
Sagnir sem taka með sér frumlag í aukafalli í íslensku, eins og t.d. líka,
hér nefndar aukafallssagnir, eru af ýmsum toga.1 Hér er sjónum beint
að þágufallsnefnifallssögnum (þgf-nfsögnum), þar sem mögulegt er
að nota þágufallsliðinn sem frumlag og nefnifallsliðinn sem andlag.
(1) a. Þér(þgf.) hentar þetta(nf.).
b. Þér(þgf.) fellur þetta(nf.) vel í geð.
(2) a. Þér(þgf.) líkar þetta(nf.).
b. Þér(þgf.) leiðist þetta(nf.).
Sagnirnar henta, falla í geð, líka og leiðast geta allar tekið með sér þágu
fallsfrumlag og nefnifallsandlag.2 Dæmin hér að ofan sýna þetta þó
1 Við þökkum ritstjóra og tveimur ónafngreindum ritrýnum fyrir gagnlegar athuga
semdir. Efni þessarar greinar var kynnt í fyrirlestri á Hugvísindaþingi 2019 í
mál stofunni Málleg gagnasöfn og hagnýting þeirra í rannsóknum. Við þökkum
áheyr endum umræður um efnið.
2 Margvísleg rök hafa verið færð fyrir tilvist aukafallsfrumlaga í nútímaíslensku.
Sjá t.d. Andrews (1976), Zaenen, Maling og Höskuld Þráinsson (1985), Halldór
Ármann Sigurðsson (1989) og Jóhannes Gísla Jónsson (1996, 1997–1998).
tunga_22.indb 39 22.06.2020 14:03:50