Orð og tunga - 2020, Síða 67

Orð og tunga - 2020, Síða 67
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 55 í ekki stærra safni texta. Þar að auki er almennt gert ráð fyrir því að í skyldum málum hafi rótskyld sögn getað tekið þágufallsandlag en þetta atriði er reyndar flóknara en svo að hér sé hægt að leggja dóm á rétta greiningu dæma í öðrum tungumálum (sbr. t.d. ofansagt um fornensku og önnur skyld mál). Varðandi aldur textanna er mikilvægt að benda á að meginþorri varðveittra íslenskra miðaldatexta er umtalsvert yngri en þeir textar sem vitnað er til í (25)–(28) hér á undan: þýdd, kristileg rit voru með því fyrsta sem skráð var á bókfell og þessi rit varðveita ýmis forn leg málleg einkenni sem alls ekki eða sárasjaldan er að finna í yngri textum eins og Íslendingasögunum (sjá t.d. umræðu hjá Heimi Frey Viðarssyni 2017). Möguleg skýring á dreifingunni væri þá sú að um sé að ræða málbreytingu, þar sem tilbrigðin sem eldri textar varðveiti hafi horfið. Þetta er sú skýringartilgáta sem við göngum út frá hér en við áréttum þó að við lítum alls ekki svo á að þessi dæmi sé hægt að hafa til marks um að aukafallsliðir til forna hafi aldrei verið frumlög eða að aukafallsfrumlög séu einhver nýjung, eins og sumir málfræðingar hafa reynt að færa rök fyrir (sbr. t.d. Faarlund 2001). Hér er enn fremur ónefndur sá möguleiki að líka hafi ekki verið skiptisögn í forníslensku en hafi e.t.v. verið það í fornnorsku. Þá ber reyndar að líta til þess að sumir textanna hér að ofan eru íslenskir, a.m.k. í þeim skilningi að þeir eru varðveittir í íslenskum handritum. Ef við gefum okkur að málstig (þ.e. aldur dæmanna) sé raunveru­ lega úrslitaatriði í þessu sambandi gætum við átt von á að finna dæmi um líka með nefnifallsfrumlagi í fornum lagatextum; slíkir textar voru einnig á meðal þess efnis sem fyrst var skráð á bókfell. Í lögbókinni Grágás eru hins vegar engin dæmi um sögnina líka og skýringar þess væntanlega að leita í textategundinni. Við lítum því ekki á dreifinguna sem röksemd gegn því að greina líka sem skiptisögn. Almennt má segja að sú staðreynd að fá dæmi finnist um fyrrnefndar formgerðir sé í sjálfu sér ekkert óviðbúin, því stýrinafnhættir eins og hér á undan eru ekki sérlega algeng setningagerð í textum og það er líka með stýrisögn ekki heldur. Samkvæmt Orðstöðulykli Íslendingasagna eru aðeins 42 dæmi um líka í nafnhætti og um girnast eru í heildina aðeins 11 dæmi en þar eru engin dæmi um að þessar sagnir standi saman. Niðurstaðan hér er þá sú að líka hafi getað tekið nefnifallsfrumlag í eldra máli. Ef við föllumst á að sögnin hafi einnig getað tekið þágu­ fallsfrumlag eru hér komin rök fyrir því að líka hafi verið skiptisögn á eldri málstigum. Við gerum þá almennt ráð fyrir að einn og sami málhafinn hafi getað notað líka sem skiptisögn. Í elstu textum finnast tunga_22.indb 55 22.06.2020 14:03:51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.