Orð og tunga - 2020, Síða 82
70 Orð og tunga
þann tilgang að varpa ljósi á samspil innlendra orða og töku orða fyrir
tíma hreintungustefnunnar, en fyrstu skýru heim ild irn ar um mál
ræktaráhuga eru frá tíma siðaskipta (Kjartan G. Ottós son 1990:20).
Markmið þessarar greinar er að skoða samspil tökuorða og inn
lendra orða í ÞMR. Eftir að hafa fjallað í örfáum orðum um ÞMR, fyrir
mynd ir hennar og varðveislu (2) er fræðilegur bakgrunnur rannsókn
ar innar kynntur og helstu hugtök skilgreind (3). Þessu næst er fjallað
um greiningarþætti rannsóknarinnar (4) og svo samheitapörin greind
(5). Þar á eftir er umfjöllun um samheitapörin eftir því hvernig þau
birtast í textanum annars vegar og hvernig þau eru sett saman hins
vegar, þ.e. með tilliti til tegunda tökuorða og innlendra orða (6). Loks
er fjallað um hvernig og til hvers höfundur ÞMR nýtir sér tökuorð og
innlend samheiti þeirra (7).
2 Nokkur orð um Þriðju málfræðiritgerðina,
fyrirmyndir hennar og varðveislu
Þriðja málfræðiritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn nefnist Mál
fræðinnar grundvǫllr og byggist hann á fyrstu tveim bindum Istitutiones
grammaticæ eftir Priscianus (6. öld e.Kr.). Síðari hlutinn, Málskrúðsfræði,
grundvallast á þriðja bindi Ars maior eftir Donatus (4. öld e.Kr.)3 en víða
sést að Ólafur hefur að mörgu leyti stuðst við skýringarrit, enda eru
margar skýringar sem Ólafur tilfærir hvergi að finna í texta Donatusar.
Skýringarritið sem Ólafur mun hafa farið eftir er rit sem hefur verið
eignað Remigiusi frá Auxerre (u.þ.b. 841–908) en mun samkvæmt tilgátu
Males (2018) ekki vera eftir hann. Males (2018:322) kallar höfund þessa
skýringarrits PseudoRemigius. Rannsóknir Frans (2019) á þessu riti
(hdr. Biekorf 537) styðja tilgátu Males.
ÞMR er varðveitt í fjórum handritum en þó hvergi í heilu lagi.
Handritin AM 242 fol., svokallað Codex Wormianus eða Wormsbók á
íslensku (= W, frá um 1350), og AM 748 i b 4to (frá fyrsta fjórðungi 14.
aldar) geyma hana að mestu leyti. Þar að auki geymir síðara handritið
elsta textann. Önnur brot af ÞMR eru varðveitt í AM 757 a og b 4to
(fyrra brotið er frá um 1400 en hið síðara frá 15. öld).
Samkvæmt rannsókn Wills (2001:52–56) á skyldleika handrita
ÞMR er honum þannig háttað að 748 og 757 a flokkast í sömu
grein en Wormsbók í annarri grein í ættartrénu, en Björn M. Ólsen
3 Nánar um tengsl ÞMR við Priscianus og Donatus hjá Jóni Axel Harðarsyni (2016).
tunga_22.indb 70 22.06.2020 14:03:52