Orð og tunga - 2020, Side 85
Matteo Tarsi: Samspil tökuorða og innlendra orða 73
frumgermönskum tíma. Merking þeirra er hvorki í heild né að hluta
fengin vegna erlendra áhrifa (t.d. feldr, hlutr). Undir skilgreininguna
erfðaorð falla einnig afleidd orð sem eiga samstofna í öðrum ger
mönsk um málum, og þá í mismunandi greinum málaættarinnar, án
þess að vera tökuorð. Þannig má segja að þau hafi orðið til á a.m.k.
frumgermönskum tíma. Tökumerkingar eru í rauninni erfðaorð eða
jafnvel afleidd orð sem hafa þó sætt merkingarútvíkkun vegna áhrifa
erlends orðs (t.d. dróttinn < lat. Dominus, væntanlega um fe. dryhten).
4 Um rannsóknina
Samheitapörin sem rannsóknin beinist að eru skilgreind sem orðapör
þar sem annað orðið er tökuorð en hitt innlent. Einnig koma fyrir til
felli þar sem fleiri tökuorð samsvara einu innlendu orði eða öfugt í
einu verki, t.d. samsvara tökuorðinu djǫfull þrjú innlend orð í Ís lensku
hómilíubókinni, þ.e. andskoti, fjándi og óvinr. Samt sem áður er fyrir
bærið ávallt skilgreint sem samheitapar.6
Samheitapörin, og þar með orð sem þau samanstanda af, eru greind
sem hér segir: handritafræðilega og textafræðilega, merkingar fræði
lega og eftir tegund tökuorða annars vegar og innlendra orða hins
vegar.
Handritafræðileg greining varðar dreifingu tökuorða og innlendra
orða í textum þar sem þau koma fyrir á sambærilegum stöðum í mis
munandi handritum sama texta. Tilgangurinn er þar af leiðandi að at
huga hvort varðveisla tiltekins texta í handritum segi eitthvað til um
notkun tökuorða annars vegar og innlendra orða hins vegar þegar þau
mynda samheitapar í orðaforðanum. Textafræðilega greiningin segir
hins vegar til um hvort og hvernig orðin skiptast á í ákveðnum texta,
þ.e. á mismunandi stöðum þar sem oftast er samræmi milli hand rita.
Merkingarfræðileg greining tekur til þess hvaða merkingar fræði
lega sviði orðin tilheyra.
Flokkun orða er tvenns konar. Gerð er grein fyrir gerð tökuorða
annars vegar og innlendra orða hins vegar. Tökuorðin eru flokkuð sem
nauðsynja eða virðingartökuorð. Innlend orð eru hins vegar greind
í eftirfarandi flokka: tökuþýðingar, innlend nýgerð orð, erfðaorð og
tökumerkingar. Greining þessi varpar ljósi á það hvernig samheiti af
þessu tagi skiptast á í textum sem skrifaðir voru áður en hægt er að
6 Forníslensku orðin fylgja stafsetningu ONP.
tunga_22.indb 73 22.06.2020 14:03:52