Orð og tunga - 2020, Síða 94
82 Orð og tunga
(cœlestis) armonia – (himnesk) hljóðagrein: Lat. harmonia ‘sam svör
un, samræmi, samhljómur’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to
1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er tökuorð af grískum uppruna í
latínu. Fgr. ἁρμονία ‘samræmi, samkomulag’ er leitt af lýsingarorði
*ἅρμων sem er ekki varðveitt sem sjálfstætt orð en spor þess má þó
finna í mannsnafninu Ἁρμωνίδης og nafnorðinu βητάρμων ‘dansari’
(sbr. GeW, u. ἁρμονία).
Físl. hljóðagrein ‘samsvörun, samræmi, samhljómur’ (Gramm3748
u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) sam
svarar hljóðsgrein og hljóðgrein (sbr. ONP, u.o.). Í ÞMR er orðið notað
í tveim merkingum: annars vegar þegar talað er um samhljóm reiki
stjarnanna (þ.e. cœlestis armonia) og hins vegar þegar Ólafur heimfærir
gríska áherslukerfið upp á íslensku. Í síðara tilvikinu samsvarar físl.
hljóðagrein lat. tenor.
Innlenda heitið gæti hafa verið smíðað eftir lat. soni differentia. Lat
neska heitið hlýtur að hafa verið þekkt. Vitneskja um latneska heitið
er möguleg forsenda þess að mynda hið íslenska orð. Samt sem áður
virðist latneska heitið ekki notað í íslensku annars staðar en í ÞMR. Ef
til vill má stinga upp á að latneska orðið hafi verið fengið í ÞMR sem
virðingartökuorð (sbr. einnig neðar u. fígúra – mynd/vǫxtr).
cismus – brugðning/spell, slita/sundrskorning: Orðið *cismus (Gramm3748
u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er ekki
til í latínu en í ÞMR er það partur af alþýðuskýringu á gríska orðinu
σολοικισμός ‘málslöstur’ (þ.e. lat. solœcismus; sbr. σολοικίζω ‘skrifa
eða rita ranglega’, σόλοικος ‘er sem talar slæma grísku’ sem leidd
eru af nafni borgarinnar Soli (Σόλοι). Annað dæmi um þessa afleiðslu
er ἀττικίζω ‘vera á bandi Aþenubúa’, GeW, u. σολοικίζω).
Físl. brugðning (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325,
Björn M. Ólsen 1884) er leitt af so. bregða (innlent nýgert orð). Físl.
spell (HSt Rst 12th c. > AM 61 fol. 1350–1375, LP) er erfðaorð (sbr. OE
spild ‘eyðing, tortíming’ og spildan ‘eyða’, OSax. spildian ‘drepa’, OHG
spilden ‘eyða’, sjá einnig IdgeW, u. (s)p(h)el1), Físl. slita (Gramm3748
u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er leitt af
so. slíta en físl. sundrskorning (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to
1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er leitt af so. skera sundr, og eru bæði
orðin innlend nýgerð orð.
Lat. *cismus er augljóslega augnablikstökuorð, en það er hluti af
skýringu Ólafs á orðinu solœcismus. Orðið á uppruna sinn að rekja til
skýringarrits eftir PseudoRemigius og þá til frg. σχισμός ‘klofning’,
tunga_22.indb 82 22.06.2020 14:03:52