Orð og tunga - 2020, Síða 95
Matteo Tarsi: Samspil tökuorða og innlendra orða 83
sem hann nefnir, frekar en frg. σχίσμα ‘rauf, brestur’, eins og Finnur
Jónsson hefur getið til í útgáfu sinni á verkinu (Finnur Jónsson 1927:
50, nmgr. á l. 1).
diphthongus – tvíhljóðr : Lat. diphthongus ‘tvíhljóð’ (Gramm3748 u.þ.b.
1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er tökuorð úr
fgr. δίφθογγος ‘tvíhljóð’, þ.e. fgr. φθόγγος ‘hljóð’ með forskeytinu
δι- ‘tví’ (sjá nánar Lex.Lat.GT, u. diphthongus).
Físl. tvíhljóðr (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325,
Björn M. Ólsen 1884) er tökuþýðing á lat. diphthongus. Orðið er
einvörðungu að finna í ÞMR skv. ONP. Auk þess er orðið notað aðeins
einu sinni í ritgerðinni þar sem Ólafur notar annars tökuorðið.
Af notkun orðanna tveggja í ÞMR virðist það sennilegt að töku
orðið sé tilkomið af nauðsyn og að innlenda orðið hafi því verið
smíðað eftir að tökuorðið var komið í notkun. Að auki má stinga upp
á að Ólafur hafi staðið að smíði íslenska orðsins, en það er notað sem
skýring á latneska heitinu. Í ÞMR er orðið límingarstafr einnig notað í
merkingunni ‘tvíhljóð’ en þar er rætt um tvíhljóð í rúnum (Björn M.
Ólsen 1884: 4733–481, sbr. enn fremur Raschellà 2004:22–25).
elementum – hǫfuðskepna : Lat. elementum ‘höfuðskepna, hljóð, staf
ur’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M.
Ólsen 1884) er af óljósum uppruna (sjá LeW, u.o. og einnig Lex.Lat.
GT, u. elementum og littera). Það að kalla stafi elementa er í latínu eftir
alexandrínskri málfræðihefð, þ.e. fgr. στοιχεῖον (flt. στοιχεῖα).
Físl. hǫfuðskepna (Eluc674(1989) seinni hluta 12. aldar > AM 674 a 4to
1150–1200, Scherabon Firchow og Grimstad 1989) er samsett af hǫfuð
og skepna. Orðið hefur verið smíðað sem samheiti við einungis hluta af
merkingum orðsins elementum, þ.e. hina trúarlegu og náttúrutengdu
merkingu. Erlenda orðið virðist vera augnablikstökuorð í ÞMR.
enigma – gáta : Lat. ænigma ‘gáta’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b
4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er tökuorð úr fgr. αἴνιγμα ‘s.m.’,
sem er leitt af so. αἰνίσσομαι ‘tala óljóst’ (cf. GeW, u. αἶνος).
Físl. gáta (Gestumbl Heiðr 13th c. > AM 544 4to 1302–1310, LP) er
leitt af so. geta. Orðið ber að túlka sem erfðaorð, en orð samstofna
því eru einungis í norðurgermönsku: fær. gáta, nýn. gåte, sæ. gåta, d.
gåde. Samt sem áður er indóevrópska rót so. geta, i.e. *ghed, víða að
finna í indóevrópsku málafjölskyldunni, ekki síst í germönsku (t.d.
got. bigitan ‘finna’, fhþ. ergezzen ‘gleyma’, LIV2, u. ghed1).
Innlenda orðið er bein þýðing á erlenda heitinu. Latneska orðið
tunga_22.indb 83 22.06.2020 14:03:52