Orð og tunga - 2020, Page 98
86 Orð og tunga
vegar bragfræðilegt fyrirbæri. Það eina sem þau eiga sameiginlegt
er að byggja á samræmi hljóða (samhljóða orðum annars vegar og
alrím hins vegar). Aðalhendingar varða innlenda kveðskaparhefð og
er því eðlilegt að túlka orðið sem innlent nýgert orð. Eins og drepið
hefur verið á að framan um lat. anadiplosis, ber einnig að túlka lat.
paronomasia sem nauðsynjatökuorð.
partr – hlutr : Físl. partr (Alex 1262–1263 > AM 519 a 4to ca. 1280, Finn
ur Jónsson 1925) er talið fengið úr mlþ. part (< ffr. part < lat. pars) í
AeW (u. parta, partera) og ÍOb (u. partur). Alexander Jóhannesson (IeW,
u. partr) túlkar orðið sem fengið úr fornfrönsku. Af ritmyndunum
að dæma virðast báðar tillögurnar jafnlíklegar, en fornfrönsku og
miðlágþýsku myndirnar eru eins. Samt sem áður er tökuferli í AeW
og ÍOb líklegra, ef tekið er tillit til tengsla Íslands og lágþýskumælandi
svæðis á miðöldum (sbr. Veturliða Óskarsson 2003:292–293).
Físl. hlutr (Þjóð Yt 9th c. > AM 35 fol. 1675–1700, LP) er erfðaorð.
Samstofna þessu orði í germönsku eru t.d. fe. hlot ‘hluti, partur’, fsax.
hlot ‘s.m.’, fhþ. lōz ‘s.m.’. Enginn vafi leikur á að innlenda orðið hafi
fyrst verið notað í málsamfélaginu. Tökuorðið ber því að túlka sem
virðingartökuorð.
periphrasis – umkringingarmál : Lat. periphrasis ‘umorðun’ (Gramm3748
u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er úr fgr.
περίφρασις ‘s.m.’, sem er samsett af περί ‘um’ og φράσις ‘mál, frasi,
orðatiltæki’.
Físl. umkringingarmál (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to
1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er samsett af *umkringing ‘það að
fara í kringum’, leitt af so. umkringja, og mál. Orðið er bein þýðing á
lat. circumlocutio.
Grísklatneska orðið er augnablikstökuorð sem líklega er feng ið
beint úr Donatusi. Forníslenska orðið virðist hins vegar sam svara
texta Donatusar að því leyti að það er þýðing á orðinu sem Don atus
notar til að útskýra periphrasis, þ.e. circumlocutio, en þetta síð ara orð er
einnig tökuþýðing á fgr. περίφρασις.
philosophus – spekingr : Lat. philosophus ‘(heim)spekingur’ (Gramm3748
u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er úr fgr.
φιλόσοφος ‘s.m.’, sem þýðir bókstaflega ‘sá sem elskar vísdóminn’.
Físl. spekingr (HómÍsl(1993) u.þ.b. 1200 > Stock. perg. 15 4to u.þ.b.
1200, de Leeuw van Weenen 1993) er leitt af lo. spakr. Innlenda orðið
virðist hafa verið smíðað óháð grísklatneskri fyrirmynd, en það
tunga_22.indb 86 22.06.2020 14:03:52