Orð og tunga - 2020, Side 99
Matteo Tarsi: Samspil tökuorða og innlendra orða 87
þýðir ‘vísdómsmaður’ en ekki ‘(heim)spekingur’ í elstu varðveittum
heimildum (sjá ONP, u.o.). Það ber því að túlka sem innlent nýgert
orð, en tökuorðið er virðingartökuorð.
punkta – stinga : Físl. punkta (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b
4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er leitt af punktr (StjC 1250–1260
> AM 228 fol. u.þ.b. 1300–1325, Astås 2009). AeW og ÍOb telja að físl.
punktr sé komið annað hvort úr fe. punct eða mlþ. punkt. Bæði orðin
ber að rekja til lat. punctus. IeW telur hins vegar að punktr sé beint
tökuorð úr latínu. Þó að físl. punkta sé í raun og veru innlend smíð
og ekki fengið að utan, ber það, í samanburði við físl. stinga, vott um
erlend áhrif í íslensku.
Físl. stinga (HómÍsl(1993) u.þ.b. 1200 > Stock. perg. 15 4to u.þ.b.
1200, de Leeuw van Weenen 1993) er erfðaorð og eru eftirfarandi
orð úr germönsku málafjölskyldunni samstofna íslenska orðinu: got.
*usstaggan ‘taka úr’, OE stingan ‘þrýsta, stinga’ (sjá enn fremur IdgeW,
u. stegh, nasal. stengh og LIV2, u. stegh).
Samband milli þessara tveggja orða er nokkuð skýrt, en físl. punkta
hlýtur að hafa komist í notkun eftir að samsvarandi íslenskt samheiti
var komið fram.
rhetorica – málssnilldarlist : Lat. rhetorica (ars) ‘málsskrúðslist,
retórík’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b 4to 1300–1325, Björn M.
Ólsen 1884) er úr fgr. ῥητορικὴ (τέχνη) ‘s.m.’
Físl. málssnilldarlist (AugA 13th c. > AM 234 fol. u.þ.b. 1340, Unger
1877) er samsett af mál(s)snilld (HómÍsl(1993) u.þ.b. 1200 > Stock.
perg. 15 4to u.þ.b. 1200, de Leeuw van Weenen 1993) og list. Orðið er
tökuþýðing á grísklatneska orðinu sem er tekið inn í íslensku vegna
nauðsynjar. Í ÞMR útskýrir erlenda orðið það innlenda, en venjulega
er skýringarinnskotum öfugt háttað. Skýringarinnskot þar sem físl.
málssnilldarlist útskýrir lat. rethorica er að finna í Ágústínus sögu, og
er það elsta heimild um orðið málssnilldarlist.
schema – skrúð : Fgr. σχῆμα ‘form’ (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748
i b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er skylt so. ἔχω ‘eiga’ (GeW,
u. ἔχω, sbr. einnig LIV2, u. *seĝh). Gríska orðið hefur verið tekið inn í
latínu sem schema ‘lögun, háttur’.
Físl. skrúð (HómÍsl(1993) u.þ.b. 1200 > Stock. perg. 15 4to u.þ.b. 1200,
de Leeuw van Weenen 1993) er mögulega fengið úr fe. scrúd ‘klæði,
flík’ skv. ÍOb (u. skrúð). De Vries (AeW, u. skrúð) er sömu skoðunar en
bætir því við að ef orðið væri hins vegar innlent í norðurgermönsku,
tunga_22.indb 87 22.06.2020 14:03:52