Orð og tunga - 2020, Page 103
Matteo Tarsi: Samspil tökuorða og innlendra orða 91
Samheitapar Tegund tökuorðs Tegund innlends orðs
enigma – gáta nauðsynjatökuorð erfðaorð
fígúra – mynd/vǫxtr nauðsynjatökuorð tökumerking
nótera – merkja virðingartökuorð erfðaorð
nóti – merking virðingartökuorð innlent nýgert orð
paronomasia –
aðalhending
nauðsynjatökuorð innlent nýgert orð
partr – hlutr virðingartökuorð erfðaorð
philosophus – spekingr virðingartökuorð innlent nýgert orð
punkta – stinga á ekki við erfðaorð
rhetorica –
málssnilldarlist
nauðsynjatökuorð tökuþýðing
sen – merking virðingartökuorð innlent nýgert orð
vers – vísuorð virðingartökuorð innlent nýgert orð
Tafla 4: Gerð tökuorða og innlendra orða.
Í Töflu 4 má sjá að allar fjórar tegundir innlendra orða samsvara nauð
synjatökuorðum en á hinn bóginn svara einungis erfðaorð og inn
lend nýgerð orð til virðingartökuorða, þó með einni undantekn ingu
((cœlestis) armonia – (himnesk) hljóðagrein). Tökuorð eru flokkuð sem
nauð synjatökuorð ef þau komast inn í málið þegar ekki er til inn
lent orð með sömu merkingu, sem getur svo verið smíðað seinna. Orð
teljast til virðingartökuorða hins vegar ef þau ganga inn í orðaforð
ann eftir að innlent orð hefur skotið rótum í málinu. Skilyrði fyrir
tökuþýðingu er að erlenda orðið sé a.m.k. þekkt, ef ekki notað. Og til
þess að merking erlends orðs sé færð yfir á innlent orð þarf erlenda
orðið einnig að vera þekkt, ef ekki notað. Þar af leiðandi má segja það
sjaldgæft að þessar tvær tegundir, tökuþýðingar og tökumerkingar,
geti samsvarað virðingartökuorðum sem eru skv. skilgreiningu tekin
inn í málið þegar til er innlent orð með sömu merkingu. Erfðaorð
ættu hins vegar aldrei að samsvara nauðsynjatökuorðum. Ef þessi tvö
síðastnefndu tilvik eiga sér stað má gera grein fyrir því sem hér segir:
• Ef erfðaorð samsvarar nauðsynjatökuorði er tökuorðið annað
hvort undirheiti yfir erfðaorðið eða það er fengið sem íðorð,
og hefur merkingar og notkunarsvið þess síðan víkkað, eða
innlenda orðið hefur fengið merkinguna sem íðorðið hefur
(hér t.d. gáta gagnvart enigma).
• Ef tökuþýðing eða merking samsvarar virðingartökuorði
kem ur tvennt til greina: 1) innlenda smíðin hefur víða merk
tunga_22.indb 91 22.06.2020 14:03:53