Orð og tunga - 2020, Page 109
Orð og tunga 22 (2020), 97–100, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.6
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
smágreinar
Ágústa Þorbergsdóttir
Asnaleg íslensk nýyrði?
Ný orð bætast sífellt við orðaforðann, jafnt tökuorð sem nýyrði. Hér
verður athyglinni fyrst og fremst beint að þeirri íslensku orð mynd
un arhefð að mynda ný orð úr innlendum stofnum. Samsetning er al
gengasta leiðin við myndun nýrra orða í íslensku en þá eru tveir eða
fleiri stofnar tengdir saman til að mynda nýtt orð. Dæmi: lýðheilsa,
úr lýður og heilsa, flugfélag, úr flug og félag. Þessi orðmyndunarleið er
mjög virk og oft bætast slík orð við málið án þess að tekið sé eftir. Það
er reyndar svo að fæst nýyrði vekja athygli og umræðu og flestir virð
ast vera fylgjandi þeirri meginstefnu að mynduð séu íslensk ný yrði
og að það sé mikilvægur þáttur í íslenskri málstefnu (Ari Páll Krist
insson 2017, Íslenska til alls 2009).
Endrum og sinnum verða þó áberandi í samfélaginu umræður um
hvaða nýyrði af framkomnum tillögum skal taka upp í íslensku til að
koma í stað erlends orðs. Nýlegt dæmi eru umræður um heppilegt
íslenskt orð fyrir það hugtak sem á ensku er nefnt social distancing og
merkir ‘lágmarksfjarlægð milli fólks til að hindra að veirusmit berist
milli þess’. Þegar þetta er ritað eru algengustu íslensku orðin fyrir
þetta hugtak samskiptafjarlægð, félagsforðun, fjarlægðarmörk, ná lægð ar
takmörkun og félagsfjarlægð en tillögur skipta tugum og hafa marg ir
sterkar skoðanir á því hvaða tillaga sé best og þá jafnframt hvaða
tillögur séu ómögulegar. Eftirfarandi nýyrðatillögur hafa verið skráð
ar í Nýyrðavef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
tunga_22.indb 97 22.06.2020 14:03:53