Orð og tunga - 2020, Page 110
98 Orð og tunga
bil, bil á milli fólks, fárými, félagsbil, félagsfjarlægð, félags
fjærni, félagsforðun, félagsgrið, félagsleg fjarlægð, félags
nánd, fjarlægðarmörk, fjarrými, fjarstaða, fjarstæða, frákví,
frávist, frávígi, friðrými, heilsurými, hæfileg fjarlægð, lýð
helgi, lýðrými, mannhelgi, millibilsástand, nálægðarbann,
nándarbil, nándarmörk, náunganánd, olnbogarými, rými,
rýmis firð, rýmis forðun, rýmisnánd, rýmistóm, samskipta
fjar lægð, seiling, smitbil, smitfirð, smithelgi, smitnánd,
smit rýmd, snerti bil, snertilaust svæði, sóttvarnabil, sótt
varnafjarlægð, sýkingarfjarlægð, sýkingarmörk, tveggja
metra reglan, tveggja seilingahaf, viðtalsbil, Víðisfjarri.
Þeir sem leggja til nýyrði gagnrýna gjarna þær tillögur sem þegar eru
fram komnar. Meðal þeirra atriða sem fundið hefur verið að við eldri
tillögur fyrir social distancing er t.d. að nýyrðin séu of mörg atkvæði,
óþjál, klúðursleg, ekki gagnsæ og ekki lýsandi. Nýyrði eiga því helst
af öllu að vera stutt, þjál og gagnsæ ef marka má þessar athugasemdir.
Skoðum þessi atriði nánar. Segja má að stutt orð séu hentugri en
orð sem eru löng og mörg atkvæði. Einnig má benda á að stutt orð
fara betur í samsetningum en löng orð. Samsetta orðið þyrluflugmaður
er liprara en þyrilvængjuflugmaður svo dæmi sé tekið. Það er e.t.v. ekki
jafnaugljóst hvað átt er við með „þjálu“ orði en ég legg þann skilning í
það að það geti annars vegar átt við stutt orð og svo jafnframt að orðið
sé þægilegt í framburði.
Krafan um gagnsæi nýyrða er mjög áberandi. Með gagnsæi er átt
við að orðið sé lýsandi og hægt sé að lesa út úr orðinu merkingu þess
eða a.m.k. vísbendingu um merkingu þess. Það er ljóst að kröfurnar
um stutt nýyrði og gagnsæ nýyrði eru að vissu leyti andstæðar. Það
gefur augaleið að eftir því sem orðið er styttra er minna rúm til gagn
sæi. Vandasamt er að mynda nýyrði sem á að vera gagnsætt en á sama
tíma eins stutt og þjált og hægt er.
Hversu mikilvægar eru þessar kröfur? Ef um er að ræða orð sem
fær útbreiðslu og margir nota þá skiptir gagnsæi ekki mestu máli.
Segja má að slík orð verði gagnsæ af sjálfu sér þar sem merking þeirra
lærist. Æskilegt er að algeng orð séu fremur stutt orð og þjál og þar
af leiðandi liprari í samsetningum. Óalgeng orð og orð sem fáir nota
þurfa síður að vera stutt og þjál. Hér má t.d. nefna sérhæfð íðorð
sem eru mjög oft samsett og jafnvel margsamsett (sjá Íðorðabankann).
Algengt er að reynt sé að hafa slík orð eins nákvæm og hægt er, m.a.
til að hægt sé að aðgreina skyld fyrirbæri. Í raftækniorðasafni eru t.d.
tunga_22.indb 98 22.06.2020 14:03:53