Orð og tunga - 2020, Page 110

Orð og tunga - 2020, Page 110
98 Orð og tunga bil, bil á milli fólks, fárými, félagsbil, félagsfjarlægð, félags­ fjærni, félagsforðun, félagsgrið, félagsleg fjarlægð, félags­ nánd, fjarlægðarmörk, fjarrými, fjarstaða, fjarstæða, frákví, frávist, frávígi, friðrými, heilsurými, hæfileg fjarlægð, lýð­ helgi, lýðrými, mannhelgi, millibilsástand, nálægðarbann, nándarbil, nándarmörk, náunganánd, olnbogarými, rými, rýmis firð, rýmis forðun, rýmisnánd, rýmistóm, samskipta­ fjar lægð, seiling, smitbil, smitfirð, smithelgi, smitnánd, smit rýmd, snerti bil, snertilaust svæði, sóttvarnabil, sótt­ varnafjarlægð, sýkingarfjarlægð, sýkingarmörk, tveggja metra reglan, tveggja seilingahaf, viðtalsbil, Víðisfjarri. Þeir sem leggja til nýyrði gagnrýna gjarna þær tillögur sem þegar eru fram komnar. Meðal þeirra atriða sem fundið hefur verið að við eldri tillögur fyrir social distancing er t.d. að nýyrðin séu of mörg atkvæði, óþjál, klúðursleg, ekki gagnsæ og ekki lýsandi. Nýyrði eiga því helst af öllu að vera stutt, þjál og gagnsæ ef marka má þessar athugasemdir. Skoðum þessi atriði nánar. Segja má að stutt orð séu hentugri en orð sem eru löng og mörg atkvæði. Einnig má benda á að stutt orð fara betur í samsetningum en löng orð. Samsetta orðið þyrluflugmaður er liprara en þyrilvængjuflugmaður svo dæmi sé tekið. Það er e.t.v. ekki jafnaugljóst hvað átt er við með „þjálu“ orði en ég legg þann skilning í það að það geti annars vegar átt við stutt orð og svo jafnframt að orðið sé þægilegt í framburði. Krafan um gagnsæi nýyrða er mjög áberandi. Með gagnsæi er átt við að orðið sé lýsandi og hægt sé að lesa út úr orðinu merkingu þess eða a.m.k. vísbendingu um merkingu þess. Það er ljóst að kröfurnar um stutt nýyrði og gagnsæ nýyrði eru að vissu leyti andstæðar. Það gefur augaleið að eftir því sem orðið er styttra er minna rúm til gagn­ sæi. Vandasamt er að mynda nýyrði sem á að vera gagnsætt en á sama tíma eins stutt og þjált og hægt er. Hversu mikilvægar eru þessar kröfur? Ef um er að ræða orð sem fær útbreiðslu og margir nota þá skiptir gagnsæi ekki mestu máli. Segja má að slík orð verði gagnsæ af sjálfu sér þar sem merking þeirra lærist. Æskilegt er að algeng orð séu fremur stutt orð og þjál og þar af leiðandi liprari í samsetningum. Óalgeng orð og orð sem fáir nota þurfa síður að vera stutt og þjál. Hér má t.d. nefna sérhæfð íðorð sem eru mjög oft samsett og jafnvel margsamsett (sjá Íðorðabankann). Algengt er að reynt sé að hafa slík orð eins nákvæm og hægt er, m.a. til að hægt sé að aðgreina skyld fyrirbæri. Í raftækniorðasafni eru t.d. tunga_22.indb 98 22.06.2020 14:03:53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.