Orð og tunga - 2020, Page 111

Orð og tunga - 2020, Page 111
Ágústa Þorbergsdóttir: Asnaleg íslensk nýyrði? 99 40–50 orð um strengi og til að aðgreina þau og gera þau gagnsæ og nákvæm þá eru mynduð samsett orð, s.s. aðalstofnstrengur og ljós leið­ arastrengur. Einnig má taka dæmi úr íðorðasafni lækna en þar er að finna tæplega 20 orð um lungnabólgu. Sum orðin eru mjög löng þar sem mikið er lagt upp úr nákvæmni og reynt að koma sem flestum merkingarþáttum inn í orðin. Stundum þykja orðin löng og óþjál, t.d. millivefsplasmalungnabólga en þá er gott að hafa í huga að sambærileg erlend heiti eru það oftast líka (e. interstitial plasma­cell pneumonia). Þá er til viðbótar sú krafa gerð til nýyrða að þau skuli helst mynduð af innlendum orðstofni. Þetta atriði tengist áðurnefndu gagnsæi, þ.e. ef orð er myndað af innlendum orðstofni er það merkingarlega gagn­ særra en tökuorð af erlendum orðstofni. Þessu tengt er einnig það atriði að auðveldara er að stafsetja og beygja orð sem eru mynduð af inn lendum orðstofni en tökuorð. Í sumum fræðigreinum hefur þótt heppi legra að aðlaga erlend orð íslensku en að mynda íslensk nýyrði af inn lendum stofnum. Hér má t.d. nefna ýmis efnafræðiheiti (t.d. kóbalt, kadmín) og jarðfræðiorð (t.d. gabbró, ólígósen). Þess ber þó að geta að fjölmörg tökuorð hafa aðlagast íslensku vel, hvort sem um er að ræða framburð, stafsetningu eða beygingu (t.d. skáti, bíll). Eitt af því sem þarf að hafa í huga í sambandi við nýyrði og lífslíkur þess er hvort tökuorð hafi áður fest í sessi (sbr. Hanna Óladóttir 2007). Hér má taka dæmi um tökuorðið flapi sem er komið af enska orðinu flap og er notað um hreyfanlega plötu á afturhluta flugvélarvængs. Til er íslenska heitið vængbarð sem mér þykir sjálfri skiljanlegra en töku­ orðið flapi sem almennt er notað en þess ber að geta að orðaforði um flug og flugvélar er mér ekki tamur. Enda þótt flapi sé ekki myndað af íslenskum stofni fellur það vel að málinu og samsetningar með því eru liprari en með íslenska orðinu, s.s. raufaflapi fremur en raufavængbarð. Í ISO­staðli1 um íðorðavinnu eru talin fram æskileg viðmið við mynd un íðorða (transparency, consistency, appropriateness, linguis­ tic economy, derivability and compoundability, linguistic correctness, pre ference for native language) og eru þau að flestu leyti samhljóða þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd að framan. Það sem er óvanalegt og framandi getur oft hljómað sérkennilega í fyrstu. Íslenska orðið yfir boarding er byrðing. Er þetta gott eða vont orð eða hugsanlega fyrst og fremst framandi orð? Það verður að hafa í huga að smekkur manna er ólíkur. Það sem einum finnst vera gott nýyrði getur öðrum fundist vont. Kröfur sem gerðar eru til nýyrða þurfa hins 1 Sjá ISO 704:2009 Terminology work – Principles and methods (https://www.iso. org/standard/38109.html). tunga_22.indb 99 22.06.2020 14:03:53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.