Orð og tunga - 2020, Page 123
Orð og tunga 22 (2020), 111–118, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.8
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
Svavar Sigmundsson
Úlfur í örnefnum
1 Inngangur
Orðið úlfur kemur fyrir í nokkrum örnefnum hérlendis þó að dýrið
hafi líklega aldrei verið hér á sögulegum tíma. Ekki fara sögur af því
að úlfar hafi verið fluttir hingað. Í Grágás eru ákvæði um að ekki megi
flytja viðbjörn, úlf eða ref til Íslands og lágu þung viðurlög við brotum
á því (Grágás 1992:261). Mannsnafnið Úlfr var borið af allnokkrum
mönnum hér, samkvæmt Landnámabók, fornsögum og fornbréfum.
Samkvæmt manntalinu 1703 voru þrír menn með þessu nafni hér á
landi (Guðrún Kvaran 2011:594). Í sumum tilvikum getur því verið
um mannsnafnið Úlf að ræða í örnefnum, en í öðrum tilvikum e.t.v.
innflutt örnefni frá Noregi, þar sem örnefni með orðinu ulv eru þekkt,
t.d. Ulva og Ulvøya. (NSL 2007).
2 Úlfs-örnefni á Íslandi
Hér verða fyrst nefnd nokkur bæjarnöfn með þessum orðlið, úlfur,
hér á landi:
Úlfagil. Eyðibýli í Engihlíðarhr., AHún. Örnefnið er ekki þekkt
þar í landareigninni, en þar er hins vegar Nóngil, djúpt gil með
klettagljúfrum á köflum og var hvimleiður farartálmi, segir í örnefna
skrá. Þar er talið að fornt nafn á gilinu hafi getað verið Úlfagil. Hins
vegar er í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns nafnmyndin
„Ufagil“, og segir þar að „almennilega“ sé það kallað „Ooagil“, þ.e.
tunga_22.indb 111 22.06.2020 14:03:53