Orð og tunga - 2020, Page 125
Svavar Sigmundsson: Úlfur í örnefnum 113
við Úlfs staði í Akrahreppi, en hann var sagður landnámsmaður í
Blöndu hlíð, án þess að bæjar hans sé getið í Landnámabók (ÍF I:234). Sjá
einn ig Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi (1907:25) og Margeir Jóns
son (1989:181).
Orðið úlfur er liður í nokkrum örnefnum öðrum:
Úlfá í Saurbæjarhr., Eyf., sem áðurnefndur bær er kenndur við, er
nefnd árspræna í örnefnaskrá, oftast með jökullit. Hún rennur um
Úlfárgil, „sem er víðast djúpt katlagil, einkum neðst, og myndar áin
þar þrjá fossa, hvern upp af öðrum“ (örnefnaskrá). Önnur Úlfá er í
Hörgárdal, Eyf., inn af Fornhaga.
Úlfsá er í Tungudal í Skutulsfirði, NÍs.
Úlfsdalir vestan við Siglufjörð er nafn sem fyrir kemur í Landnámabók
(1969:244) og Úlfr víkingur er sagður hafa numið. Nafnið er einnig
þannig í jarðabók ÁM og PV (9:284) og sóknarlýsingu (Jón Sveinsson
1972:41) en „Úlfdalir“ í neðanmálsgrein jarðabókarinnar (Jarðabók
Árna Magnús sonar og Páls Vídalíns 1930:IX.342) og sókn ar lýs ingu
Barðsprestakalls (Jón Jónsson 1954:162).
Úlfsey er í Búlandsnesi við Djúpavog, var verstöð og er nú löngu
land föst (Jón Bergsson 2000:534). Þar er Úlfshaugur. Þar var talið
skylt að syngja vers og biðja bæn þegar gengið var hjá og kasta steini
í haug inn (Jón Árnason 1954:I.661).
Úlfsgil er í Vörðufelli á Skeiðum, Árn., afrennsli Úlfsvatns (Jón Eiríks
son 2008:117).
Úlfshaugur er á landamerkjum Úlfsstaða og Kúskerpis í Blönduhlíð,
Skag. (Jón Árnason 1954:I.238).
Úlfshryggur er við Grímstungu í Vatnsdal, grashryggur með klettum
í gili ofan við Bæjarkletta (örnefnaskrá).
Úlfsnes er eyja í AustariHéraðsvötnum í Skagafirði (Eyþór Einarsson
1983:65).
Úlfsskál er á Sleitustöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Í örnefnaskrá
tunga_22.indb 113 22.06.2020 14:03:53