Orð og tunga - 2020, Page 128
116 Orð og tunga
stutt ø borið fram þröngt, /y/, en ekki í Hvalba. Hefði nafnið verið
sunnar á eynni, hefði það getað verið sama nafn og í Gásadal, sem
sagt Ølvisgjógv, borið fram /ylvis/. Í Hvalba hefði það þá verið borið
fram /ölvis/, en þar segja þeir Úlvisgjógv með /y/. Mér datt í hug að
þetta gæti verið dæmi um mállýskublöndun í Suðurey (á mótum
opna og þrönga framburðarins á stuttu ø). Chr. Matras (1928) nefnir
ekki gjána í Varðanum, en telur forliðinn í húsnafninu Ølvisstovu vera
mannsnafnið Ølvir. Annars er ekki auðvelt að segja hvernig á að skýra
Úlvisá.
4 Úlfs-örnefni í Skotlandi
Í Skotlandi eru úlfsörnefni þekkt en þar voru úlfar í landi fram á 18.
öld. Þannig segir David Dorward (2001:41) frá í örnefnabók sinni:
„In the Scottish Lowlands we have several names such as Wolfhill
in Perthshire (there is another in Angus) and Wolflee near Hawick,
where the reference is likely to be not to the personal name but to the
animal itself (the last wolf in Scotland was killed in the eighteenth
century). Further north one sees the Norse influence, in places like
Ulbster near Wick (‘Wolfs abode’) and Ulva in the Hebrides (‘Wolf
isle’) which may well involve personal names.“.
5 Samantekt
Eins og að framan greinir er líklegt að bæir með úlf að forlið séu
flestir kenndir við menn með því nafni. Árnar sem hafa úlf að forlið
renna sumar í giljum sem gætu verið mönnum hættuleg eða varasöm.
Önnur úlfsörnefni geta ýmist verið kennd við mannsnafnið eða að
þar hafi aðstæður e.t.v. verið hættulegar eða varasamar. Orðið úlfur
getur í fornu máli merkt ‘óvinur’, sbr. at ala em ulfa ‘skapa em óvini’,
og no. úlfúð ‘fjandskapur’. Það leiðir hugann að því sem áðurnefndur
David Dorward (2001:41) segir í bók sinni: „The word wolf was a very
common component of Germanic personal names, which favoured
ferocious and macho associations“. Ekki er talið hér að líking við úlfa
sé til staðar í úlfsörnefnum þó að landnámsmenn hafi að líkindum
þekkt þá af eigin raun í heimahögum sínum.
tunga_22.indb 116 22.06.2020 14:03:53