Orð og tunga - 2020, Page 139
Orð og tunga 22 (2020), 127–133, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.10
© höfundar cc by-nc-sa 4.0.
Veffregnir
Á árunum 2018 og 2019 hafa margir vefir Stofnunar Árna Magnússon
ar í íslenskum fræðum verið uppfærðir auk þess sem nýir vefir hafa
litið dagsins ljós. Í þeirri vinnu hefur verið leitast við að bæta aðgengi
að gögnum á vefunum, auðvelda notkun, samræma útlit og hönnun
og gera þá farsímavænni. Margir af nýju eða endurbættu vefunum eru
vefir fyrir tiltekin orðasöfn eða orðabækur, en auk þeirra hafa verið
settir upp nýir málheildavefir, vefur fyrir Orð og tungu og nokkrir
minni vefir með sérefni. Við lýsum stuttlega þessum nýjungum og
segjum frá virkni vefanna.
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
Ný útgáfa Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls (BÍN) var kynnt haust
ið 2019 (Kristín Bjarnadóttir o.fl. 2019). Í nýju útgáfunni var gagna
grunn ur inn sem BÍN keyrir á skrifaður upp á nýtt svo hægt væri að
skrá alls kyns nýjar upplýsingar. Þannig er nú hægt að gera grein
ar mun á lýsandi og vísandi málfræði í gagnagrunninum og tekið
hefur verið saman vísandi úrtak með yfir 50.000 algengum orðum,
BÍNkjarn inn. BÍNkjarninn er aðgengilegur í forritaskilum, sem gef
ur öðr um vefum kost á að nýta efnið í honum. Auk þess eru nú að
gengi leg ýtarlegri gögn úr BÍN til nota í máltækni og BÍNvefurinn
var hann aður upp á nýtt til að verða farsímavænni og aðgengilegri
fyrir not endur.
Ritmálssafn Orðabókar Háskólans
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má finna dæmi um orðnotkun úr
íslenskum textum frá siðaskiptum til loka 20. aldar. Í safninu eru orð
tekin dæmi, auk upplýsinga um heimildir. Haustið 2018 lauk þróun á
nýju viðmóti fyrir ritmálssafnið á vefslóðinni ritmalssafn.arnastofnun.
is. Um er að ræða endurhönnun á eldri vef með mjög auknum leitar
möguleikum.
tunga_22.indb 127 22.06.2020 14:03:54