Orð og tunga - 2020, Side 143
Trausti Dagsson og Steinþór Steingrímsson: Veffregnir 131
eða lemma, tiltekinna orðflokka eða jafnvel ákveðinna greiningar
strengja í Risamálheildinni. n.arnastofnun.is er nstæðuskoðari. Hann
sýnir orðnotkun yfir tíma og í honum er auðveldlega hægt að sjá hvort
notkun hafi breyst, aukist eða minnkað, á orðum, orðmyndum eða
orðastæðum með allt upp í þremur orðum. Gögnin á öllum þessum
þremur vefum eru uppfærð árlega.
Tímaritavefir
Unnið hefur verið að því að koma tímaritunum tveim sem gefin eru út
af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Griplu og Orði og
tungu, á vefinn í rafrænni útgáfu. Gripla er ekki enn komin í rafræna
útgáfu en haustið 2019 fór í loftið sérstakur vefur fyrir Orð og tungu
þar sem ritið er birt rafrænt. Þegar ákveðið var hvernig best væri að
setja upp vef fyrir tímaritið var leitað í smiðju þeirra sem gefa út Ritið:
Tímarit Hugvísindastofnunar og Stjórnmál og stjórnsýslu, sem gefið er
út af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Þau tímarit eru gefin út rafrænt og nota Open Journal System sem
notað er víða um heim fyrir rafræn tímarit. Stofnunin ákvað að gera
það líka, því auk þess að vera aðgengilegt fyrir lesendur tímaritsins,
þá fullnægir kerfið helstu skilyrðum um opinn aðgang, styður við
varanleg auðkenni (e. digital object inentifier, DOI) og er þannig úr garði
gert að auðveldara er að keyra lýsigögn úr því yfir í fræðigreinaveitur
á borð við Google Scholar og CrossRef (Haukur Arnþórsson 2013).
Það fylgir því þess vegna mikill ávinningur að nota þetta kerfi. Slóðin
fyrir Orð og tungu er ordogtunga.arnastofnun.is.
Aðrir vefir
Af öðrum vefum sem birst hafa síðustu tvö árin ber helst að nefna
tvo sem tengjast orðfræðivefum stofnunarinnar en eru þó ekki hefð
bundnir orðfræðivefir, heldur frekar til gamans og jafnvel gagns.
Fyrst er að nefna Lykilorðasmiðinn en hlutverk hans er að búa til
lykilorð sem fólk getur notað fyrir aðgang að tölvukerfum. Það er
þekkt vandamál að mörg tölvukerfi krefjast þess að lykilorð innihaldi
ákveðið marga bókstafi og þá getur verið erfitt að muna þau ef þau eru
flókin. Lykilorðasmiðurinn sækir tvö orð af handahófi úr gagnagrunni
Ritmálssafns Orðabókar Háskólans og skeytir þeim saman með punkti
á milli. Þannig fæst í flestum tilfellum mjög sterkt lykilorð sem þó er
tiltölulega auðvelt að muna. Lykilorðasmiðinn má nálgast á slóðinni
lykilord.arnastofnun.is.
tunga_22.indb 131 22.06.2020 14:03:54